SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili  

Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn SÍBS um að hljóta viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili í samræmi við lög 27/2010 um Framhaldsfræðslu. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli almenn skilyrði lagana.
 
SÍBS bætist þar með í fjölbreyttan hóp framhaldsfræðsluaðila á Íslandi og getur tekið enn virkari þátt í þróun á námi fyrir fullorðina með áherslu á forvarnir og lýðheilsu. SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi.
 
SÍBS hefur jafnframt haldið utan um verkefnið "Stuðningsnet sjúklingafélaganna" og í tengslum við það boðið upp á námskeið fyrir stuðningsfulltrúa. Í undirbúningi er námsskrár fyrir lífsstílsþjálfun og námskeið fyrir lífsstílsþjálfara, byggða á fyrirmynd frá Smitsjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkjanna í samstarfi við Heilsuborg, SidekickHealth og Ferðafélag Íslands með stuðningi frá Lýðheilsusjóði.

SÍBS býður nú upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af okkar færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra

Öll námskeið
Heilsuvesen - SÍBS og Vesens og vergangs (04.09 - 18.12)
HAM byggð á núvitund (26.10 - 14.12)
HAM við krónískum verkjum (07.11 - 12.12)
Hvað er hollt og hvað ekki? (15.11 - 23.11)

Sjá nánar á http://www.sibs.is/namskeid


Bloggfærslur 17. nóvember 2017

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband