Enn um kæfisvefn

 

„Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest"

Maður hringir furðu lostinn í neyðarlínu

Ritstjórn DVritstjorn@dv.is21:06 › 13. nóvember 2013

Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.

 

Lögreglan í Waukesha Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.

Karlmaður á fimmtugsaldri í Waukesha, Wisconsin hringdi í neyðarlínuna um helgina og óskaði eftir því að kona sem lá sofandi í rúmi hans og hraut „eins og lest" yrði fjarlægð þaðan. „Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest." Maðurinn sagðist í fyrstu ekki vita hvernig hún komst inn í íbúð hans. Þetta kom fram í lögregluskýrslu.

Við nánari skoðun komst lögreglan að því að maðurinn, sem var undir áhrifum vímuefna, hafði fengið konuna í heimsókn, þau drukkið saman og átt vingott og hún síðan sofnað í rúmi hans. Þegar maðurinn vildi svo sjálfur fara að sofa gat hann ekki vakið konuna og hringdi þá í neyðarlínuna. Konan var heil heilsu en með kæfisvefn, sem olli hrotunum

Innsett: F.S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband