Nýtt afbrigði af berklum er algjörlega ónæmt fyrir lyfjum: Vísindamenn áhyggjufullir


10. mar. 2013 - 20:00

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nytt-afbrigdi-af-berlkum-er-algjorlega-onaemt-fyrir-lyfjum-visindamenn-ahyggjufullir



Getty Images

Ný rannsókn suður-afrískra vísindamanna hefur leitt í ljós að nýtt afbrigði berkla er komið fram og er þetta nýja afbrigði algjörlega ónæmt fyrir öllum lyfjum. Danskur vísindamaður telur þetta vera mikla ógn við alla heimsbyggðina og það verði strax að reyna að einangra þetta afbrigði þannig að það berist ekki út um allan heim.

Sem betur fer eru berklar ekki mjög algengur sjúkdómur í vestrænum löndum en er samt einn af þeim sjúkdómum sem verður flestum að aldurtila á heimsvísu. Fram að þessu hefur verið hægt að lækna berkla með sýklalyfjum en samkvæmt frétt videnskab.dk hefur nýtt afbrigði fundist sem er ónæmt fyrir sýklalyfjum.

Peter Lawætz Andersen, læknir hjá Smitsjúkdómavörnum Danmerkur, sagðist vera mjög áhyggjufullur vegna þessa nýja afbrigðis.

Það er full ástæða til að vera áhyggjufullur vegna þessa á heimsvísu. Svona sjúkdómar smitast. Það er mikilvægt að greina sjúkdóminn og einangra sjúklinga sem fyrst.

Vandamálið við meðhöndlun berkla er að hún tekur svo langan tíma að sjúklingurinn getur náð að þróa ónæmi á meðan á meðferðinni stendur en venjulega tekur meðferð við berklum sex til níu mánuði.

Peter Lawætz Andersen sagði að nú væri unnið að þróun bóluefnis gegn berklum og að bólusetning og greining sjúkdómsins á byrjunarstigum væri besta leiðin til að berjast við hann.

Það er mikilvægt að finna smitið áður en það breiðist út. Berklar eru þannig að fólk getur verið smitberar án þess að vera veikt. Sýkingin bíður eftir veikleikamerkjum í ónæmiskerfinu og lætur síðan til skara skríða. Við erum að reyna að þróa bóluefni sem hindrar berklana í að brjótast út.

Jens Lundgren, sérfræðingur í vírussjúkdómum við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að þrjú atriði væru mikilvægust þegar barist væri við berkla: Ný lyf, hraðari greining sjúkdómsins og þróun bóluefnis.

Smelltu HÉR og fylgstu með okkur á Facebook. Þá færð þú tilkynningar um skemmtilegar og fróðlegar frét

Innsett: F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband