76% hækkun á mánaðarleigu kæfisvefnsvélar

 

 

10.2.2014

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Án vélarinn gæti hún ekki stundað vinnu og yrði þá óvirk í samfélaginu. Sendir ráðherra bréf.

Í Ísland í bítið, var viðtal við Guðný Hólm Birgisdóttur, þar sem hún ræddi þá gífurlegu hækkun sem varð um áramótin á leigu ýmissa hjálpartækja, í hennar tilfelli kæfisvefnsvélar.

Frá 1. janúar 2014 greiðir hún 2.650 krónur á mánuði í leigu fyrir slíka vél í stað 1.500 sem hún greidd mánaðarlega á síðast liðnu ári. Hér er um 76% hækkun að ræða á milli ár og langt yfir öllum verðlagshækkunum.

Vél þessi er henni lífsnauðsynleg og gæti hún ekki verið út á vinnumarkaði ef hennar nyti ekki við. Þá væri hún orðin óvirk á samfélaginu sem væri mun dýrari kostur.

Engar viðvaranir eða upplýsingar vour veittar notendum slíks búnaðar, en notendur þannig búnaðar eru um 3.000 manns. Það var ekki fyrr en reikingur barst nú um mánaðarmótinn sem fólk áttaði sig á þessari gífurlegu hækkun.

Guðný og fleir ætla að senda Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra bréf ti að vekja athygli á þessari ósanngjörnu hækkun.

Viðtalið við Guðný í heild í þættinum, Í bítið (Opnast í nýjum vafraglugga)

 

Innsett: F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.

Ég skrifaði eftirfarandi athugasemd við greinina þegar hún byrtist fyrst á VÍSI.is:

 Hér er mikill misskilningur á ferðinni hjá Guðnýju Hólm Birgisdóttur. Það er ekki greidd leiga fyrir tækið heldur er rukkað þjónustugjald sem á að vera fyrir þá þjónustu sem handhafar tækisins fá "að meðaltali" frá Landsspítalanum.

Guðný segist vera ein í baráttunni en hið rétta er að
VÍFILL, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svewfnháðar öndunartruflanir, hefur barist gegn þessari gjaldtöku frá upphafi gjaldtökunnar og hefur okkur tvemur handhöfum tækisins verið stefnt í dómsmálum til að neyða okkur til að greiða "þjónustugjaldið".

Við í félaginu teljum að gjaldtakan sé ólögleg því að hún er fast gjald alveg óháð því hvort handhafi tækisins nýtur einhverrar þjónustu eða ekki.

Samkvæmt lögum þá er slík gjaldtaka skattur og það má ekki leggja á skatta nema Alþingi ákveði skattlagninguna. Svo er ekki hér heldur er "gjaldtakan" ákveðin með reglugerðar-viðauka fyrir TR sem hefur ekki lagastoð, teljum við í félaginu.

ÖBÍ hefur verið að aðstoða við þessi málaferli og styður baráttu VÍFILS, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svewfnháðar öndunartruflanir, gegn þessari ólöglegu gjaldtöku.

 Vísir - Bítið - Velferðarráðuneytið hækkar leigu á lífsnauðsynlegum tækjum til sjúklinga

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn., 18.2.2014 kl. 00:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort þetta er leiga eða þjónustugjald skiptir litlu máli, reikningurinn kemur eftir sem áður og hann þarf að borga.

Ef þetta er hins vegar þjónustugjald, ætti auðvitað að rukka fyrir hveja þjónustu. Konan mín notar svona tæki og sú þjónusta sem hún hefur þurft að sækja vegna tækisins er að meðaltali einu sinni á ári, yfir öll þau ár sem hún hefur haft það. Þá fer hún með tækið og það er lesið og yfirfarið. Þetta tekur oftast um hálfa klukkustund. Að borga fyrir þá þjónustu yfir 30.000 krónur er full mikið í lagt.

Ef notendur þessara tækja eru um 3000 manns, er verið að innheimta á ári  95.400.000 krónur, níutíu og fimm milljónir og fjögur hundruð þúsund krónur!!

Gunnar Heiðarsson, 18.2.2014 kl. 03:46

3 identicon

Sæl.

Er búin að hringja á alla staði útaf þessu gjaldi og allir benda á hvorn annan og enginn vill svara neinu. Gúgglaði á netinu eftir einhverju félagi og fann þetta blogg. Væri ekki sniðugt að útbúa grúbbu á facebook fyrir þá sem þjást af kæfisvefni. Ég þekki enga aðra sem þjást af þessum sjúkdómmi og held ég hefði gott af því að kynnast fleirum....

Gunnhildur Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband