Hrotur raktar til gæludýraeignar í æsku

Frétt af:  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item222977

 Fyrst birt:           25.08.2008 12:48

Síðast uppfært:  25.08.2008 12:50

Sofandi kona af ruv.is  165989_63_preview

 

Ástæðan fyrir því að sumir hrjóta kann að mega rekja til gæludýraeignar í æsku. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri norrænni rannsókn. Sextán þúsund karlar og konur á aldrinum 25 til 54 ára tóku þátt í rannsókninni sem var gerð við Háskólasjúkrahúsið í Umeo í Svíþjóð.

 

 

Fólk á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Eistlandi og í Svíþjóð var spurt um æsku sína, fjölskylduhagi, svefn, reykingar, hæð og þyngd.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu   16% karla á miðjum aldri hrjóta og   7% kvenna. 

 

Átján prósent þátttakenda reyndust hrjóta að minnsta kosti þrjár nætur í viku.

Rannsakendur komust að því að reynsla æskuáranna geti leitt til þess að viðkomandi hrjóti á fullorðinsárum. Tuttugu og sjö prósent þátttakenda hafði til dæmis þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna sýkingar í öndunarfærum áður en þeir náðu tveggja ára aldri.   Þeir sem oft fengu eyrnabólgu eða sýkingu í eyrum á unga aldri voru 18% líklegri til að hrjóta.   Þá leiða niðurstöður rannsóknarinnar það í ljós að þeir sem ólust upp í stórri fjölskyldu voru líklegri til að hrjóta.   

Þeir sem ólust upp með hund á heimilinu reyndust 18% líklegri til að hrjóta seinna meir en þeir sem ekki áttu hund.   

  

Karl Franklin, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að hundum fylgi agnir sem berist í lofti og geti ýtt undir bólgur og þar með leitt til þess að breytingar verði á öndunarfærum snemma á lífsleiðinni. Það geti síðan aukið líkurnar á hrotum seinna á lífsleiðinni.

Aðrir sérfræðingar vilja hins vegar ekki taka undir þá fullyrðingu að hundaeign geti leitt til þess að fólk hrjóti.

Hrotur megi rekja til titrings sem verði í öndunarfærum og óhljóðin sem myndist verði til vegna þess að loft nái ekki að berast óhindrað um öndunarveginn á meðan hrotubelgurinn sofi. Óreglulegt loftstreymi megi annaðhvort rekja til slappleika í hálsi, að kjálki sé skakkur eða spenna í vöðvum, fita hafi safnast í kringum hálsinn eða fyrirstaða sé í nefholi.  

( Uppsett, leturbreytingar og fl. F.S. )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband