Áramótakveðja.

 

 Vífill  

óskar félagsmönnum sínum

og öðrum landsmönnum,

 Gleðilegs nýs árs

og farsældar á komandi ári,

og  þakkar  fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.  

Vífill,

félag einstaklinga með kæfisvefn

og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

 


Ályktun Aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ )

 

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir og lýsir eindreginni andstöðu við yfirstandandi aðgerðir lífeyrissjóða gegn öryrkjum. Með aðgerðum sínum hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sett kjör og réttindi öryrkja aftast í forgangsröðina og vegið harkalega að því samtryggingarhlutverki sem lífeyrissjóðunum er ætlað og er grundvöllur skylduaðildar landsmanna að lífeyrissjóðum. Fleiri lífeyrissjóðir hafa tilkynnt um aðgerðir og að óbreyttu munu aðgerðir sjóðanna rústa afkomu þúsunda Íslendinga á næstu 2-3 árum. 

ÖBÍ skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja þeim sjúku og fötluðum, sem verða fyrir skerðingum og niðurfellingum af hálfu lífeyrissjóða, þegar í stað fullan lífeyri á móti. ÖBÍ skorar jafnframt á aðildarfélög Alþýðusambands Íslands, sem eiga fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóðanna að beita sér nú af heilindum og réttsýni í þágu þeirra félagsmanna sinna sem mest þurfa á stuðningi heildarsamtaka launafólks að halda nú fyrir jólin.   

Reykjavík, 6. desember 2007 

Aðalstjórn ÖBÍ 

 


Loksins á að bæta kjör þessara hópa.

Þetta eru gleðileg tíðindi.   Það hafa verið rakin mörg dæmi um hvernig séreignasparnaður hefur orðið að engu vegna tekjutengingareglna sem nú eru.  Sérstaklega ánægjulegt að þessu lýkur.

Svipað má segja hvað varðar reglur um að tengja bætur við tekjur maka,  sem líka á að hætta.

Þetta er gott og svo er að sjá hvað kemur út úr heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins með það fyrir augum að  bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Þetta hefur allt verið í spennitreyju sem þurfti að fjarlægja.

Góð byrjun.       F.S. 

 

5.12.2007

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja

1. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja með því að draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu. Fyrsta skref í þessa átt var stigið sl. sumar þegar tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga var að fullu afnumin. Áætlað er að árlegur kostnaður ríkssjóðs vegna þessa nemi 600-700 m.kr.

2. Ríkisstjórnin hefur þegar hafið undirbúning frekari aðgerða sem koma til framkvæmda í áföngum á árunum 2008-2010.

3. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að eftirfarandi aðgerðir verði lögfestar á vorþingi:

  • Skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verður afnumin frá og með 1. apríl 2008. Áætlaður kostnaður er 1.350 m.kr. árið 2008 og 1.800 m.kr. á heilu ári.
  • Gripið verður til sérstakra aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta frá og með 1. apríl 2008. Áætlaður kostnaður er 345 m.kr. árið 2008 og 460 m.kr. á heilu ári.
  • Vasapeningar vistmanna á stofnunum verða hækkaðir úr 28.500 í 36.500 krónur á mánuði, eða um 30%, frá og með 1. apríl 2008. Áætlaður kostnaður er 35 m.kr. árið 2008 og 50 m.kr. á heilu ári.
  • Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára verður hækkað í allt að 100 þúsund krónur á mánuði frá 1. júlí 2008. Jafnframt mun ríkissjóður tryggja að ellilífeyrisþegar fái að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði frá 1. júlí 2008. Aðgerðir sem skila öryrkjum sambærilegum ávinningi verða undirbúnar í tengslum við starf framkvæmdanefndar um örorkumat og starfsendurhæfingu. Áætlaður kostnaður er 1.000 m.kr. árið 2008 og 2.000 m.kr. á heilu ári.
  • Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignasparnaðar verður afnumin frá 1. janúar 2009. Áætlaður kostnaður er um 30 m.kr.

4. Kostnaður vegna þessara aðgerða er talinn nema 2.700 m.kr. árið 2008 og 4.300 m.kr. á heilu ári. Samanlagt nemur því heildarkostnaður vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja um 5.000 m.kr. á ári. Í samræmi við þessa niðurstöðu mun ríkisstjórnin beita sér fyrir nauðsynlegri hækkun á framlögum til þessara málaflokka við 3. umræðu um fjárlög fyrir árið 2008.

5. Unnið er að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins með það fyrir augum að frekari aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja komi til framkvæmda á árunum 2009 og 2010.

Reykjavík, 5. desember 2007


mbl.is Tekjur maka skerði ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjuleg varnarbarátta Öbí.

Framkoma lífeyrissjóðanna við öryrkja er beinlínis árás á velferð þeirra.  

Örirkjarnir eru allir félagsmenn stéttarfélaganna sem "eiga" lífeyrissjóðina.   Það er hluti af tilgangi lífeyrissjóðanna að veita sínum félagsmönnum þessa tryggingarvernd sem örorkulífeyririnn er.

Það er sífellt verið að hækka ellilífeyrisgreiðslur sjóðanna vegna góðrar stöðu þeirra.  Á sama tíma væla þeir og skera niður greiðslur örorkulífeyrisþega.    Þetta er alveg siðlaust.

Það er löngu orðið tímabært að losna við fulltrúa vinnuveitenda úr stjórn lífeyrissjóðanna.  Allt framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóðina, fyrir sína starfsmenn, er hluti af launakostnaði vinnuveitandans.   Það er jafn fráleitt að vinnuveitendur skipti sér af rekstri lífeyrissjóðanna eins og vinnuveitendur ætluðu sér að skipta sér af annarri ráðstöfun launanna sem þeir greiða.  T.d.  því hvað við kaupum í matinn.

Losum lífeyrissjóðina við vinnuveitendur úr stjórnum sjóðanna. 

Stéttafélögin verða að standa vörðö um alla sína félagsmenn.  Líka öryrkjana.

Hugmyndin um Áfallatryggingasjóð, sem borgi fyrstu 5 árin örorkulífeyrir,  byggist á því að taka fé frá sjúkrasjóðum stéttarfélaganna til að fjármagna þetta.   Stéttafélögin verða að finna lausn á þessum málum án þess að mismuna lífeyrisþegum .

Stéttafélögin verða að sýna meiri ábyrgð í þessu máli og tryggja greiðslu örorkulífeyris lífeyrissjóðanna  og almennt bara afkomumöguleika allra þeirra sm þurfa á örorkulífeyri að halda.  Stéttafélög hafa oft tekið velferðarmál og barist fyrir þeim og nú er þeirra að verja afkomu sinna félagsmanna sem þurfa að fá örorkulífeyrir frá lífeyrissjóðunum.

Af hverju eru ekki örorkulífeyrisþega-deildir innan stéttafélaganna ?

F.S.

 


mbl.is Vilja frelsi frá lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband