Gott að fá svona afgerandi úrskurð frá Umboðsmanni Alþingis.

 

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir hefur verið að reyna að fá leiðréttingu á reglugerð um innheimtu gjalds vegan notkunar á CPAPöndunarvélum frá 2004, og teljum við ennþá að verið sé að brjóta á notendum þessarra öndunarvéla.

Þessi úrskurður Umboðsmanns Alþingis tekur á skyldum málum því þetta byggir allt á sömu lagagrein í lögum um almannatryggingar, og því hvort Heilbrigðisráðuneytið geti með reglugerð breytt megininntaki lagagreynarinnar.

Um þetta mál pkkar má lesa nánar á   http://vifill.blog.is/admin/blog/?entry_id=680392 .

Styrkur til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra varðar fleyri en bara þá sem eru með hækjur eða í hjólastól. Margir lungnasjúklingar eru hreyfihamlaðir vegna sins sjúkdóms, takmarkaðrar lungnastarfsemi.   

Sama á við um marga hjartasjúklinga og fleyri.

Þetta þarf allt að skoða betur og hafa það að markmiði að skapa fólki tækifæri til fyllra mannlífs.

 

Frímann.


mbl.is Lagastoð skortir til að takmarka bifreiðakaupastyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný reglugerð um hjálpartæki - styrkir hækka

HBR- Fréttir frá heibrigðisráðuneyti

http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2938

9.12.2008

 Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sett nýja reglugerð um hjálpartæki sem felur í sér verulega hækkun styrkja vegna tækjanna. Meginbreytingin frá reglugerðum nr. 460/2003 og nr. 752/2002 felst í hækkun styrkja, sem tilgreindir eru í fastri krónutölu í reglugerðunum. Vegna gengisbreytinga undanfarið hefur verð á innfluttum hjálpartækjum hækkað undanfarna mánuði. Þess vegna er talið nauðsynlegt að hækka styrkina sem til að koma til móts við vaxandi útgjöld sjúkratryggðra. Kostnaðarauki vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til nemur rúmlega 230 milljónir króna á ársgrundvelli. Um 45 milljóna króna hækkun er á styrkjum til kaupa á stómavörum, og er það um 40% hækkun. 

Um er að ræða fyrstu reglugerð þess efnis sem sett verður samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og mun koma í stað reglugerðar nr. 460/2003, um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja, og að hluta til reglugerðar nr. 752/2002, um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.

 Fyrir utan hækkun styrkja eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar. Þær eru þessar helstar: 

- Að styrkur til brunaumbúða verði 100%.  Ekki er um mörg tilvik að ræða á ári en búnaður er dýr og þörf á endurnýjun á meðan sár eru að gróa.

 - Að styrkur vegna kviðbelta verði aukinn í samræmi við spelkur almennt, þ.e. áfram 70% ef notkun er styttri en eitt ár, en verði 100% ef um alvarlegt langvarandi ástand er að ræða. 

- Styrkupphæðir vegna gervibaðfóta eru hækkaðar úr 50% í 70%.  Heimildin hefur ekki verið mikið nýtt og er skýringin talin vera of mikil hlutdeild notanda.

 - Breyting á styrkjum til kaupa á tilbúnum bæklunarskóm þannig að sama upphæðin gildi fyrir alla, bæði börn og fullorðna.  Þróunin síðastliðin 10 ár hefur verið í þá átt að tilbúnum bæklunarskóm hefur fjölgað en sérsmíðuðum fækkað. 

- Lögð er til breyting á stómavörum þannig að val á stómaplötum verði aukið.

 - Lagt er til að fjárveitingar vegna sáraumbúða verði fluttar til heimahjúkrunar heilsugæslunnar.  Þetta er gert að beiðni heilsugæslunnar. 

- Lögð er til breyting á gildandi reglum um öfluga rafknúna útihjólastóla fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri, þannig að þeir einstaklingar sem nú eiga rétt á rafknúnum hjólastól hafi val um það hvort þeir vilja öflugan rafknúin útihjólastól, án tillits til aldurs.

 - Veittur hefur verið styrkur til kaup á hvíldarstólum og lyftustólum.  Lagt er til að styrkur til kaupa á hvíldarstólum verði felldur niður og  í staðinn veittur fastur styrkur til kaupa á lyftustólum fyrir þá sem eiga verulega erfitt með að standa upp úr stólum og eru alla jafna háðir hjólastól. 

- Lagt er til að greiðsluþátttaka vegna dyra- og gluggaopnara/lokara hækki úr 90% í 100%.

 - Að lokum er lagt er til að auka skilgreiningar í flokknum samtalshjálpartæki og bætt við flokki varðandi forrit fyrir samtal/nærsamskipti.  Ennfremur að auka skilgreiningar á viðvörunarbúnaði og bæta við í flokkinn rafstýrðum dagatölum og minnishjálpartækjum.  

Reglugerðin gildir frá 5. desember 2008.

 

Leturbreytingar, undirstrikanir og innsetning:  F.S.

 

 

 

 


Svefnleysi getur leitt til vænisýki

Af:  Vísir, 30. des. 2008 08:10

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

 

„Ertu þá ei annað en knífur hugans, helber sjónhverfing, sem slæðist fram úr hitaþrungnum heila?" spurði Macbeth hershöfðingi eftir að hafa myrt Duncan Skotlandskonung í svefni.

 

Samkvæmt dr. Daniel Freeman og samstarfsfólki hans við Sálfræðistofnun King´s College í London getur svefn einmitt leikið stórt hlutverk í geðslagi fólks, einkum svefnleysi en það er einmitt kvilli sem Macbeth þjáðist af samkvæmt leikriti Shakespeares.

 

Rannsókn Freemans og félaga leiddi í ljós að 70 prósent fólks í hópi sem tekinn var til rannsóknar þjáðist af svefnleysi og sýndi um leið sterk einkenni vænisýki sem margir þekkja betur sem paranoju. Freeman bendir á að fátt komi í staðinn fyrir góðan nætursvefn og svefninn hafi betri áhrif á andlega heilsu fólks en margan gruni.

 

Ekki er nóg með þetta heldur er góður svefn einnig forvörn gegn hjartasjúkdómum og skapar hreinlega bara betri almenna líðan, segir Freeman. Með von um góðan svefn á árinu 2009

Innsett F.S. 

 

Sérhannað íslenskt hálsmen til styrktar hjartveikum börnum

MBL Laugardaginn 6. desember, 2008 - Innlendar fréttir

Dorrit Moussaieff forsetafrú    Mbl   G4HJENTQ

Sex ára og sex sinnum í hjartaaðgerð 

 

ANNEY Birta Jóhannesdóttir, sem afhenti í gær Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrsta eintakið af silfurhálsmeni til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, er sex ára hnáta sem hefur farið sex sinnum til Boston í hjartaaðgerð  

Móðir Anneyjar Birtu, Guðrún Bergmann, sem er formaður Neistans, kveðst afar þakklát fyrir stuðninginn við félagið en á hverju ári fæðast hér á landi allt að 70 börn með hjartagalla.  

Hálsmenið ber heitið Hjartarfi og er það selt í versluninni Leonard.

Hönnuðir eru Eggert Pétursson og Sif Jakobs.

(innsett F.S. )

 


Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband