Fundaröð ÖBÍ á Austurlandi 30. mars

 

Fundaröð Öryrkjabandalags Íslands

Fatlað fólk á tímamótum

Eru mannréttindi virt?

Fundir á Austurlandi miðvikudaginn 30. mars 2011

Reyðarfirði kl. 11.00

Egilsstöðum kl. 16.00

 

Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Næstu fundir verða í safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 11.00 - 13.30 og á Hlymsdölum á Egilsstöðum kl. 16.00 - 18.30.

 

Efni funda:

  1. Ný hugmyndafræði um fötlun og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Baldvinsd. Bjargardóttir - Fötlunarfræði HÍ
  2. Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir - ÖBÍ
  3. Viðbrögð ÖBÍ vegna yfirfærslunnar. Guðmundur Magnússon - formaður ÖBÍ
  4. Notendastýrð persónuleg aðstoð. Freyja Haraldsdóttir og Embla Ágústsdóttir- NPA miðstöðin
  5. Fyrirhuguð Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Ingibjörg Loftsdóttir- Sjálfsbjörg
  6. Umræður og fyrirspurnir.

 

Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.

 

Mætum öll                                   Ekkert um okkur án okkar

 

innfært F.S.


LÍF MEÐ LYFJUM

 

Málþing í boði SÍBS, þriðjudaginn 22. mars kl. 16:00

í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

 

Fjallað verður um reynsluna af breyttri og minni greiðsluþátttöku

ríkisins á lyfjum. Hverju þarf að breyta? Hvað má bæta?

 

 

DAGSKRÁ

Setning

                            Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS.

 

Öndunarfæralyf, sparnaður og lífsgæði.

                            Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræðingur.

 

,,Er ríkið okkar gæfusmiður?

                            Salome Arnardóttir, heimilislæknir.

 

Reynslusaga sjúklings.

                            Haraldur Haraldsson.

 

Blóðfitumeðferð, forvarnir og framtíðin.

                            Dr. Karl Andersen, dósent í hjartalækningum.

 

Pallborðsumræður

 

 

Fundarstjóri Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla.

 

Málþingið er öllum opið.

 

 

sibs.is

Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga

innsett F.S.

 


Vilt þú vera trúnaðarmaður fatlaðs fólks?

http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/874

11.3.2011

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir fólki sem er áhugasamt um að sinna verkefnum trúnaðarmanns fatlaðs fólks. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.

Samkvæmt 37. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Opnast í nýjum vafraglugga), skal velferðarráðherra skipa fötluðu fólki trúnaðarmenn eftir tilnefningum frá heildarsamtökum fatlaðs fólks.

Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011 (Opnast í nýjum vafraglugga) skulu þeir vera átta talsins og skiptast þeir milli landshluta með eftirfarandi hætti:

  1. Á þjónustusvæði Reykjavíkur og Seltjarnarness starfi tveir trúnaðarmenn.
  2. Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós hafi einn trúnaðarmann.
  3. Hafnarfjörður og Suðurnes hafi einn trúnaðarmann.
  4. Vesturland og Vestfirðir hafi einn trúnaðarmann.
  5. Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing hafi einn trúnaðarmann.
  6. Austurland og Hornafjörður hafi einn trúnaðarmann.
  7. Vestmannaeyjar og Suðurland hafi einn trúnaðarmann.

Helstu verkefni:

Trúnaðarmenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar. Trúnaðarmaður skal vera sýnilegur í störfum sínum, halda reglulega fundi með fötluðu fólki á sínu svæði og standa fyrir fræðslu fyrir fatlaða einstaklinga og þá sem veita þeim þjónustu. Um frekari verkefni trúnaðarmanna fatlaðs fólks vísast til reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011. (Opnast í nýjum vafraglugga)

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks er nauðsynleg.
  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Leitað er eftir einstaklingum sem eru liprir í mannlegum samskiptum, taka frumkvæði og geta unnið sjálfstætt.

Ráðgert er að skipa trúnaðarmenn til eins árs til að byrja með meðan unnið er að lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.

Velferðaráðherra ákvarðar vinnuskyldu og þóknun trúnaðarmanna.

Nánari upplýsingar veita:

Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ, sími 530-6700 / 869-0224, netfang lilja@obi.is

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sími 588-9390 / 861-2752, netfang fridrik@throskahjalp.is 

Þeir sem hafa áhuga á ofangreindum störfum skili umsóknum, rafrænt á ofangreind netföng fyrir 22. mars merkt Trúnaðarmaður eða bréfleiðis til ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík eða til Landssamtakanna Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.

innsett F.S.          

 


Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytis

Fréttablaðið, 17. mar. 2011 06:00

 

 lilja_orgeirsdottir_framkvaemdastjori_b.jpg

Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ

 

Lilja Þorgeirsdóttir skrifar:

 Á blaðamannafundi 7. febrúar sl. kynntu fulltrúar velferðarráðuneytisins ný íslensk neysluviðmið. Gefin var út ítarleg skýrsla unnin af sérfræðingum úr háskólasamfélaginu m.a. með hliðsjón af gögnum Hagstofunnar um neyslu heimila á árunum 2003 til 2008. Fólk er hvatt til að koma með athugasemdir um efni skýrslunnar, sem er á vef ráðuneytisins, fyrir 20. mars nk. Tilgangur neysluviðmiða er að aðstoða fólk við að áætla eigin útgjöld en nýtast þau jafnframt við að finna út lágmarksframfærslu og upphæðir bóta.

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur frá upphafi barist fyrir sjálfsögðum réttindum öryrkja til að lifa mannsæmandi lífi óháð því hvort fólk sé fatlað eða með skerta starfsorku vegna veikinda eða annarra ástæðna. Um sjálfsögð mannréttindi er að ræða enda kemur fram í 65. gr. stjórnarskrár Íslands að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda óháð efnahag. Þrátt fyrir það eru kjör öryrkja óásættanleg því bætur almannatrygginga eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Þetta á við um öll viðmiðin óháð því hvort um sé að ræða dæmigert viðmið, sem er leiðbeinandi um hóflega neyslu, grunnviðmið, er varðar lágmarksframfærslu, eða skammtímaviðmið, sem er framfærsla í hámark níu mánuði. Í töflunni hér að neðan má sjá hversu mikið ber á milli þessara viðmiða og örorkubóta sem öryrkjar fá frá Tryggingastofnun ríkisins.

 

Upphæðir í skammtíma- og grunnviðmiðum eru mjög lágar og ljóst að erfitt er að lifa á þeim miðað við aðstæður í þjóðfélaginu, en bætur almannatrygginga eru þó umtalsvert lægri. Það vekur einnig furðu hversu lítill munur er á framfærslu sem fólki er ætlað að lifa á annars vegar til skamms tíma og hins vegar til lengri tíma.

Heilbrigðiskostnaður stórlega vanmetinn.

neysluvi_mi_1070570.jpg

 

Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytis

Þegar einstakir kostnaðarliðir neysluviðmiðanna eru skoðaðir kemur í ljós að heilbrigðiskostnaður, sem snertir öryrkja og sjúklinga sérstaklega, er stórlega vanmetinn. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál, en í nýju neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er hlutfallið mun lægra eða um 2,6% þrátt fyrir að kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna lyfja, lækniskostnaðar, þjálfunar og hjálpartækja hafi aukist umtalsvert eftir bankahrun. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim en hjá fólki almennt séð vegna heilsubrests og kostnaðar við ýmsa aðkeypta þjónustu.

 

Aðrir vanmetnir kostnaðarliðir.

 Gagnrýna má jafnframt að í neysluviðmiðunum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við stofnun heimilis eða flutning í annað húsnæði. Þá eru greiðslur opinberra gjalda ekki meðtalin né nefskattar og ekki er gert ráð fyrir að fólk leggi fjármagn til hliðar til að geta mætt óvæntum útgjöldum. Ljóst er að ekkert má út af bera hjá fólki með lágar tekjur til að fjárhagurinn fari ekki enn frekar úr skorðum.

 

Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja.

 Rannsóknin ?Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja? sem kynnt var 25. febrúar sl. sýnir að örorkubætur eru svo lágar að margir öryrkjar búa ekki við mannsæmandi kjör. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við ÖBÍ með styrk úr sjóði sem stofnaður var í tengslum við Evrópuár 2010 sem tileinkað var baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Sjóðurinn var fjármagnaður af stjórnvöldum og Evrópusambandinu.

Í rannsókninni kemur fram að fjölskyldur með börn og unglinga á framfæri eru verst staddar fjárhagslega og þá sérstaklega einstæðir foreldrar. Jafnframt eru margir öryrkjar sem búa einir illa staddir. Í þessum hópum er fólk sem á ekki fyrir brýnustu nauðsynjum seinni hluta mánaðarins og allt of margir verða að leita til hjálparstofnana eftir matargjöfum og annarri aðstoð. Fólk sem býr við slíkar aðstæður upplifir mikla streitu, kvíða og áhyggjur af afkomu sinni. Þá telur fólk bótakerfið flókið og tekjutengingar hamla breytingum á fjárhagslegri stöðu þeirra sem eru einungis með bætur almannatrygginga eða lágar lífeyrissjóðssgreiðslur.

 Velferðarráðherra á hrós skilið fyrir að birta niðurstöður neysluviðmiðs en hingað til hefur hvílt yfir þessum málum ákveðin leynd. Nú blasir raunveruleikinn við sem hagsmunasamtök, einstaklingar og sérfræðingar hafa ítrekað bent á. Langtímafátækt er staðreynd í okkar samfélagi. Beðið er með óþreyju eftir aðgerðum stjórnvalda sem verða að bæta kjör öryrkja í anda velferðarsamfélags sem hefur mannréttindi að leiðarljósi

 

innsett F.S.


Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband