Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Húsaleigubætur hækkaðar í fyrsta sinn frá árinu 2000
Fréttatilkynningar http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3752
7.4.2008
Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritaði í dag reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl 2008. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.
Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8.000 krónum í 13.500 krónur, bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7.000 krónum í 14.000 krónur og bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6.000 krónum í 8.500 krónur. Hámarkshúsaleigubætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 krónur áður.
Hækkunin tekur gildi frá og með 1. apríl síðastliðnum en húsaleigubætur hækkuðu síðast árið 2000.
Í samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga um hækkun húsaleigubóta er einnig kveðið á um þátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta.
Sveitarfélög eru hvött til að taka upp sérstakar húsaleigubætur og rýmka skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum svo þær nái til fleiri heimila.
Hámarksgreiðsla almennra og sérstakra húsaleigubóta gæti þar með orðið 70.000 krónur í stað 50.000 króna áður.
Ríkið kemur nú í fyrsta sinn að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.
Áætlaður árlegur viðbótarkostnaður vegna þessara aðgerða er um 620 milljónir króna vegna húsaleigubóta og um 100 milljónir króna vegna sérstakra húsaleigubóta.
Samkomulag er um að ríkissjóður greiði 60% af heildarkostnaði vegna hækkunarinnar og sveitarfélögin 40%.
( Uppsetning/ undirstrikanir F.S. )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Nýjar reglugerðir á sviði almannatrygginga og málefna aldraðra
Fréttatilkynningar
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur undirritað sjö nýjar reglugerðir sem allar öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Annars vegar er um að ræða tvær reglugerðir um hækkanir bóta sem öðlast þegar gildi og hins vegar fimm reglugerðir sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi og tengjast breytingum á lögum um almannatryggingar og málefni aldraðra sem samþykktar voru á Alþingi 13. mars síðastliðinn.
Reglugerðirnar og helstu nýmæli þeirra eru eftirfarandi:
1. Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar.
Samkvæmt reglugerðinni hækka fjárhæðir bóta lífeyristrygginga, vasapeninga, félagslegrar aðstoðar auk meðlaga frá 1. febrúar 2008 um 4,0% frá því sem þær voru í janúar 2008.
2. Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhæð atvinnuleysistrygginga, nr. 548/2006.
Reglugerðin kveður á um hækkun atvinnuleysistrygginga frá 1. febrúar 2008. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækkar úr 191.518 krónum á mánuði í 220.729 krónur og grunnatvinnuleysisbætur hækka úr 5.446 krónum í 6.277 krónur á dag. Þá segir í reglugerðinni að mismunur greiddra atvinnuleysisbóta fyrir febrúar og mars 2008 og þeirrar hækkunar sem reglugerðin kveður á um greiðist eigi síðar en 15. apríl 2008.
3. Reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra, nr. 213/1991.
Samkvæmt reglugerðinni hækkar mánaðarleg fjárhæð vasapeninga úr 31.200 krónum í 38.225 krónur á mánuði.
4. Reglugerð um breytingu á reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, nr. 1225/2007.
Í
reglugerðinni er meðal annars mælt fyrir um hækkun frítekjumarks tekjutryggingar vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 327.000 krónum á ári í 1.200.000 krónur. Sú breyting kemur til framkvæmda 1. júlí 2008. Einnig er frítekjumark ellilífeyris hækkað frá 1. apríl næstkomandi.
5. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 595/1997.
Mikilvægasta breytingin í reglugerðinni felst í því að fellt er brott ákvæði um hámarkstekjur sem hjón gátu haft til þess að fá greidda uppbót á lífeyri. Tekjur maka lífeyrisþega hafa þannig ekki lengur áhrif við ákvörðun uppbóta.
6. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að framlengja bótagreiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða, nr. 357/2005.
Með reglugerðinni er fellt brott ákvæði um að sameiginlegar tekjur eða eignir hjóna geti haft áhrif við mat á því hvort heimilt sé að framlengja greiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða. Með því eru rýmkaðar heimildir til að framlengja bótagreiðslur.
7. Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, nr. 1112/2006.
Samkvæmt reglugerðinni er sett 90.000 króna frítekjumark vegna fjármagnstekna vistmanna frá 1. apríl og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna úr 327.000 krónum í 1.200.000 krónur frá 1. júlí. Þá er kveðið á um afnám áhrifa tekna maka við útreikning dvalarkostnaðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þá hafa greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði sömuleiðis ekki lengur áhrif. Loks er kveðið á um heimild til að dreifa tekjum sem stafa af fjármagnstekjum til allt að tíu ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Lífeyrir hækkar og lágmarksframfærsluviðmiði flýtt
Fréttatilkynninga
Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn. Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9.400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur einnig í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008.
Ofangreindar aðgerðir eru í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Koma þær til viðbótar þeim kjarabótum lífeyrisþega sem tilkynntar voru með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í desember síðastliðnum og koma til framkvæmda í áföngum á árinu, fyrst með afnámi makatengingar þann 1. apríl næstkomandi. Þær aðgerðir ásamt þeim hækkunum lífeyris sem taka gildi frá 1. febrúar síðastliðnum nema um það bil 9 milljörðum króna á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
77 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 30552
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar