Fimmtudagur, 20. maí 2010
Ályktun Aðalstjórnar ÖBÍ um tillögur félags- og tryggingamálaráðherra um niðurskurð í félagslega kerfinu.
Fyrirhuguðum niðurskurði mótmælt harðlega
http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/568
18.5.2010
Aðalstjórnarfundur ÖBÍ samþykkti samhljóða harðorða ályktun um tillögur félags- og tryggingamálaráðherra um niðurskurð í félagslega kerfinu.
Ályktun aðalstjórnar ÖBI þriðjudaginn 18. maí 2010
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega að enn á ný skuli þessi ríkisstjórn sem kennir sig við velferð" ráðast að félagslega kerfinu með því offorsi sem félags- og tryggingamálaráðherra boðaði síðastliðinn föstudag 14. maí. Kominn er tími til að leggja af verðmætamat frjálshyggjunnar.
Allt frá janúar 2009 hafa lífeyrisþegar orðið að bera hlutfallslega mestar byrðar vegna bankahrunsins, þar sem óprúttnir fjárglæframenn mökuðu krókinn á kostnað skattborgaranna. Allt síðastliðið ár dundu skerðingar á örorku- og ellilífeyrisþegum í formi skerðinga á lífeyri eða auknum lyfjakostnaði og hækkun komugjalda.
Það er skýlaus krafa Öryrkjabandalags Íslands að ríkisstjórnin láti af þeirri aðför sem hún hefur stundað gegn lífeyrisþegum og láglaunafólki, en fari að forgangsraða að nýju með félagsleg gildi í fyrirrúmi.
innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. maí 2010
Guðmundur Magnússon: Er ekkert að marka ráðherra?
Fréttablaðið, 19. maí. 2010 06:00
Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ.
Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og tryggingamálaráðherra að ...það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt". Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðarkerfinu: "...að spara þar um 6% og fækka störfum" sem að sjálfsöðu þýðir minni þjónusta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.!
Árni Páll Árnason. Það er ekki nóg að tala fjálglega á fundum og lofa bættri þjónustu, tryggja öllum mannréttindi og heita því að allir fái að sitja við sama borð, hvað þjónustu varðar. Nú er, svo notaður sé orðaforði íþróttafréttamanna: rétt að þú takir þér tak og gyrðir í brók, látir hendur standa fram úr ermum og raunverulega VERJIR VELFERÐARKERFIÐ!!! Eins og þessi stjórn lofaði og hefur marg oft stagast á að hún vilji gera.
Um síðustu helgi var haldið málþing í þjóðfundarstíl um fátækt á íslandi að frumkvæði European Anti Poverty Network (EAPN) og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um sama leyti kemur út skýrsla Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að?", en þar kennir ýmissa grasa. Þeir hópar sem verst standa eru: atvinnuleitendur með litla menntun, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar með lágar tekjur, innflytjendur sem tala litla íslensku, öryrkjar sem eru með börn á framfæri og börn og unglingar sem skortir tækifæri, t.d. vegna fátæktar, bakgrunns og/eða stöðu forsjáraðila.
Lífeyrisþegar sem aldrei hafa haft mikið hafa verið skertir markvisst síðan janúar 2009 bæði í almannatryggingakerfinu sem og hjá lífeyrissjóðunum sem hafa gengið hvað harðast að láglaunafólki sem vegna veikinda eða fötlunar á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í allan sinn vinnutíma. En með hókus pókus" reglum hafa lífeyrissjóðirnir komist upp með að láta almannatryggingakerfið greiða sjóðunum milljarð á ári sem niðurgreiðsla, án þess að bótaþegar fái það í sinn vasa.
Nei, nú er komið nóg! Fyrir rúmu ári var svo kölluð búsáhaldabylting, en nú er komið að hækju- og hjólastólabyltingunni:
Öryrkjar allra landa sameinist." Það er ófært að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð sjái engin önnur úrræði en ráðast á þá er erfiðast hafa það fyrir, hvort sem þeir kallast öryrkjar, atvinnuleitendur eða láglaunafólk.
Innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. maí 2010
Eigi skal aftur höggva.........
Er ekki komið nóg af álögum á lífeyrisþega og niðurskurði tryggingabóta og þjónustu við þá.?
Ísland er búið að staðfesta samning Sameinuðu þjóðanna um þjónustu við fatlaða, og það kostar peninga að laga þjónustuna að því sem þar er ætlast til.
Ljóst er að stórir hópar fatlaðra eru nú að fá minni og lakari þjónustu heldur en núgildandi lög gera ráð fyrir. Það kostar peninga að bæta úr því.
Boðaður niðurskurður veldur því að sjúkir og fatlaðir fá ekki lögbundna þjónustu.
Biðlistar eftir lífsnauðsinlegri heilbrigðisþjónustu eru að lengjast, líf fjölda manns er í hættu vegna þess.
Þetta er ekki ástand sem er hægt að sætta sig við.
Svo er verið að reyna að plata sveitafélögin til að taka yfir þjónustu við fatlaða !
Í mínum huga er þetta orðið spurning um að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs og almennilegrar heilbrigðisþjónustu.
Ísland er að fjarlægjast öll slík markmið og viðmið með aðgerðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki ásættanlegt.
F.S.
![]() |
Árás stjórnvalda á félagslega kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. maí 2010
"Hafa þarf samráð fyrir niðurskurð" segir Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Landsambands fatlaðra
Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Landsambands fatlaðra segir að það skipti máli hvernig skorið er niður. Mikilvægt sé að haft sé samráð við samtök fatlaðs fólks ef skera á niður þjónustu við fatlaða.
Félagsmálaráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að óhjákvæmilegt væri að fækka starfsmönnum í velferðarkerfinu til að ná fram þeirri 40 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstri sem nauðsynleg er. Störfum muni meðal annars fækka í heilbrigðisþjónustu, skólum sem og þjónustu við fatlaða og aldraða.
Ragnar segir að það skipti öllu máli hvernig skorið er niður. Hafa þurfi samráð við samtök fatlaðs fólks. Einnig verði að hafa í huga að margt af því sem kallað sé þjónusta við fatlað fólk sé grunnþjónusta sem gerir fötluðu fólki kleift að vera þátttakendur í samfélaginu.
Ragnar segir að sum þjónusta sé þess eðlis að ekki sé hægt að skera hana niður. Ríkisstjórnin hafi samþykkt að fullgilda samning Sameinuðu þjóðannna um réttindi fatlaðs fólks. Það feli í sér að gera þurfi lagabreytingar og leggja þessa fullgildingu fyrir Alþingi. Á sama tíma ætli menn að skera niður. Erfitt sé fyrir stjórnvöld að tengja þetta tvennt saman.
Ragnar segir að koma verði á framfæri upplýsingum og áætlun um hvernig eigi að skera niður án þess að unnið sé gegn þeim sáttmála sem búið sé að skrifa undir og standi til að fullgilda.
af ruv.is
undirstrikanir og innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. maí 2010
Enn rýrnar velferðarkerfið hjá Norrænu-velferðarstjórninni.
Niðurskurðurinn hefur bitnað þyngra á lífeyrisþegum heldur en öðrum í samfélaginu. Líklega eru lífeyrisþegar breiðu bök samfélagsins, að áliti ríkisstjórnarinnar.
Nú þegar hafa sparnaðaraðgerðirnar í lyfjamálum leitt til mun minni lífsgæða margra sjúklinga og er þetta einna mest áberandi með astmasjúklinga. "Stjórnarlyfin" gætu leitt til þess að hluti þess hóps þurfi að leggjast inn á sjúkrahús til meðferðar þar sem "stjórnarlyfin" gangnast mun verr en lyfin sem fólkið var komið á eftir oft margra ára prófanir.
Biðlistar eftir aðgerðum eru að lengjast og þar með eykst hættan á að t.d. hjartasjúklingar lifi ekki af bið eftir aðgerð. Þetta er óafsakanlegt.
Nær væri að skattleggja séreignalífeyrir strax, og semja þá um að útgreiðsla hans muni ekki skerða greiðslur T.R. eða Lífeyrissjóðanna.
Einnig hefði mátt auka bolfiskkvótann og selja tímabundinn veiðirétt til að afla tekna í ríkissjóð.
Einnig er nýbúið að úthluta makrílkvóta, en hægt hefði verið að selja tímabundinn veiðirétt þar líka.
Þetta er ekki sú velferðarríkisstjórn sem stjórnarflokkarnir boðuðu.
F.S.
![]() |
Velferðarþjónustan skorin niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
80 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar