Mánudagur, 14. maí 2012
Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna
Af: http://www.visir.is/alogur-a-sjuklinga-vegna-komu--og-umsyslugjalda-serfraedilaekna/article/2012705089993
Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009.
Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil.
Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum, meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru.
Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. [ ] að sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga .
Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða?
ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. maí 2012
Bættu svefninn og kynlífið
AF: http://www.dv.is/mobile/lifsstill/2011/4/29/baettu-svefninn-og-kynlifid/
23:07 29. apríl 2011
Þið hjónin gantist kannski með hvað hitt hrýtur mikið á nóttunni en hugsanlega er þetta ekkert gamanmál og jafnvel kemur það niður á kynlífinu án þess að neinn geri sér það ljóst.
Ef marka má nýlega rannsókn á svefnvandamálum og afleiðingum þess staðfesta 61 prósent fullorðinna að svefnvandinn komi beint niður á kynlífinu. Vandinn stafar ekki einungis af því að fólk fær ekki nægan svefn og er þar með of þreytt til að stunda kynlíf heldur geta kæfisvefn og hrotur einnig haft sínar afleiðingar.
Í þýskri rannsókn sem gerð var árið 2009 kom fram að 69 prósent þeirra sem þjást af kæfisvefni eiga einnig við alvarleg kynlífsvandamál að etja. Þar má telja vandamál með reisn, erfiðleika við að kalla fram fullnægingu og almenna ófullnægju með kynferðislega ánægju.
Þetta er meðal annars talið orsakast af súrefnisskorti en fái líkaminn ekki það súrefni sem hann þarfnast er hætt við að framleiðsla á nitric oxide (efni sem er karlmönnum nauðsynlegt til að öðlast og halda reisn) falli niður í lágmark.
HROTUR
Fólk sem hrýtur er tvisvar sinnum líklegra en það sem ekki hrýtur til að vera ósátt við kynlíf sitt. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var af Mayo Clinic í Rochester í Minnesota sýna að hroturnar skapa fjarlægð í samböndum, bæði líkamlega, andlega og bókstaflega þar sem fólk endar oft á að sofa hvort í sínu herberginu til að þurfa ekki að vakna við hroturnar í makanum.
Hvað er til ráða?
Ef fólk tekur málin í sínar hendur eru oftast lausnir og ráð á reiðum höndum. Til dæmis er hægt að láta greina svefnvandann og þá getur lausnin verið svo einföld að ekki þarf annað en að skipta um stellingu og sofa þá ýmist á hlið eða baki, með minna eða meira undir höfðinu. Sumir gætu þurft að fá súrefniskút í svefnherbergið og öðrum gæti gagnast að fara í einfalda aðgerð sem opnar nasirnar.
Lykilatriðið er að vera á verði og leita lausna: Ef makinn segir að þú hrjótir á nóttunni og þú færð átta stunda svefn á en ert þrátt fyrir það þreytt/ur allan daginn þá er mál að leita til læknis og láta kanna ástandið
Innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2012
Nauðung er vandmeðfarin þar sem hennar er þörf.
" Í greinargerðinni segir einnig að umræða síðustu ára um mannréttindi og réttindi fatlaðs fólks hafi dregið beitingu nauðungar fram í dagsljósið og að krafan um samræmdar og skýrar reglur um beitingu nauðungar hafi orðið háværari.
Annars vegar hefur verið bent á hve afdrifaríkt það getur reynst ef starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk virðir ekki eðlileg mörk í samskiptum og hins vegar að skortur á skýrum viðmiðum og óvissa um hvar mörkin liggi geti haft slæm áhrif á þjónustu við fatlað fólk og leitt til þess að starfsfólk beiti sér ekki sem skyldi þar sem ástæða og tilefni er til inngrips".
Eins og hér er bent á þá getur skortur á viðmiðunum hindrað að sterfsfólk sinni sínu hlutverki þegar nauðsin er á valdbeitingu.
Svo er aðal málið að tryggja þarf ÖLLUM FÖTLUÐUM full mannréttindi og þar með að taka eigin ákvarðanir um sitt líf.
Þetta eru mikilvæg lög og líka þarf að tryggja fé til að tryggja úrræði og viðeigandi þjónustu fyrir fatlaða.
Innsett: F.S.
![]() |
Bannað að beita fatlað fólk nauðung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. maí 2012
Mætum öll í 1. maí gönguna
ÖBÍ tekur þátt í 1. maí hátíðarhöldunum.
Kl.13.00 Hittumst á bílaplani fyrir ofan Hlemm og tökum spjöld eða fána.
Kl.13.30 Ganga hefst höldum hópinn alla leið niður á Ingólfstorg.
Bíll verður við Velferðarráðuneytið (Hafnarhúsið) þar sem fólk skilar spjöldum og fánum og verður hann merktur ÖBÍ.
Innsett: F.S.
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
83 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar