Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Hvað kosta mannréttindi?
http://www.visir.is/hvad-kosta-mannrettindi-/article/2012707199993
Fréttablaðið Aðsendar greinar 19. júlí 2012 06:00
Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins Guðjón Sigurðsson skrifar:Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi brotin á fötluðum og öldruðum alla daga á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu einstaklinga frekar en samtaka að mjaka okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum sem unnið er að þessar vikurnar er að Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30 árum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Til þess að koma þessu af stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir árlega í 2 ár.
Við fatlaðir verðum að vega og meta hvað getur talist skynsamlegt að nota takmarkaða peninga til að lagfæra. Er það skynsamlegt af samtökum Öryrkja að sóa tíma og peningum í lögfræðikostnað til að ógilda nýafstaðnar forsetakosningar? Kosningar sem með endurtekningu munu kosta það sama og við erum að fá til NPA þjónustuformsins árlega. Ekki síst þegar þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst því yfir að þetta verði eitt af þeirra fyrstu verkum á haustþingi til að leiðrétta.
Hver er forgangsröðun Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)? Er það að halda uppi lögfræðingum í stríði við stjórnvöld? Eru að þeirra mati engin brýnni mál til að taka á?
Hvað með biðraðir fólks eftir matarúthlutunum? Hvað með að tosa upp bætur fólks? Hvað með að tryggja að allir fái vinnu við hæfi? Hvað með að fólk í hjólastólum komist ekki út í Viðey? Hvað með aðgengi almennt að stjórnsýslu og menntun? Hvað með að þjónusta sem ætluð er öllum sé leyfð á annari hæð í lyftulausu húsi? Hvað með að aldraðir séu sviftir sjálfræði og fjárræði þegar þeim er komið fyrir á stofnun? Hvað með að efla virkniúrræði fólks sem í dag gerir ekkert? Hvað um aðgengi að húsnæði almennt? Svo mætti lengi telja. Verkefnin eru endalaus og því sárnar mér tíma- og peningasóun ÖBÍ í eitthvað sem er í lagfæringarferli. Nema tilgangur kærunnar sé annar en að bæta hag öryrkja?
Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati og skora ég á ÖBÍ að snúa sér að öðrum og brýnni verkefnum.
Innsett: F.S.
Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Segja kosningarnar sannanlega ógildar
http://www.visir.is/segja-kosningarnar-sannanlega-ogildar-/article/2012120719084
Kjósandi, sem ekki gat kosið eigin hendi, átti aðeins tveggja kosta völ. Annað hvort beygja sig undir þá framkvæmd, að aðstoðarmaður hans kæmi úr röðum kjörstjórnarmanna eða víkja af kjörstað án þess að taka þátt í kjöri forseta," segir í kærunni. Þá segir að sannanlega hafi verið dregið úr leynd kosninganna. Afgerandi munur sé á framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings og forsetakjöinu. Í hinum fyrri kann að vera að áliti Hæstaréttar að leynd kosninga hafi verið rofin, en í þeim síðari var hún sannanlega og án nokkurs vafa rofin. Hinar fyrri voru dæmdar ógildar og hinar síðari eru óhjákvæmilega ógildar með verulega þungvægari rökum," segir í kærunni.
Þrír eru skrifaðir fyrir kærunni. Það eru þau Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, Guðmundur Magnússon og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Kynningarmynd Um Reykjalund
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Tekjur fyrir lífstíð
Tekið af: http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1160
Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
Á árinu 2011 voru meðaltekjur hins vegar kr. 400.000 fyrir skatt samkvæmt vef Hagstofu Íslands og miðast það við heildartekjur, það er að segja með yfirvinnu og bónus ef hann er í boði.
Tekjur öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum einstaklingi eru kr. 156.153 eftir skatt. Hér er átt við öryrkja sem hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur TR. Fyrir flesta öryrkja eru örorkugreiðslur tekjur fyrir lífstíð þar sem að þeir hafa ekki möguleika á að auka sínar tekjur á neinn hátt.
Fólk á atvinnumarkaði hefur fleiri möguleika á að auka sínar tekjur með betri samningum eða nýrri vinnu, en það stendur öryrkjum yfirleitt ekki til boða. Þeir hafa eingöngu þá innkomu sem ríkisstjórnin skammtar þeim þrátt fyrir lög um að bætur skuli hækka samkvæmt neysluvísitölu og/eða launavísitölu. Síðan 2008 hafa bætur ekki hækkað samkvæmt framangreindum vísitölum.
Í júní á þessu ári var í fréttum að laun forsætisráðherra hefðu hækkað um kr. 257.000 síðan 2009. Og hvað með það spyrja sumir, já hvað með það?
Þessi launahækkun (fyrir skatt) er ekki nema kr. 100.847 hærri en örorkubætur sem öryrki er að fá sem býr með öðrum fullorðnum.
Er ekkert skrýtið við það þegar laun þeirra sem eru meðal allra lægstu hækka lítið sem ekkert á meðan laun ráðherra eru hækkuð langt umfram það sem við erum með á mánuði? Við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að lifa á þessum bótum eigum ekki verkfallsrétt eða rétt til þess að gera nokkurn hlut til þess að bæta stöðu okkar.
Aðilar vinnumarkaðarins eru allt of linir að semja fyrir okkar hönd eða krefjast þess að við fáum þá lögbundnu hækkun sem við eigum að fá, hvað þá að við fengjum kr. 257.000 hækkun á mánuði, það yrði þá ljúft líf.
EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR.
Innsett: F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
83 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar