Staða ellilífeyrisþega í aðildarríkjum OECD Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. ágúst 2007

 

 Það er alltaf forvitnilegt að skoða svona samanburð, eins og hér er birtur.

Hér kemur raunverulega ekki fram hvað ellilífeyrisþegar hafa sér til framfærslu, heldur aðeins ellilífeyri í hverju landi sem hlutfall af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár.

Ekkert um skerðingarreglur, þáttöku hins opinbera í öðrum greiðslum eins og t.d. lyfjum.

Undirstrikanir eru mínar.                                  F.S.

------------------------------------------------------------------------------

  

FRÉTT FRÁ            STJR - Stjórnarráð Íslands | 2007-08-17

 Slóð: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/almennar-frettir/almennar-frettir/nr/8964  

Staða ellilífeyrisþega í aðildarríkjum OECD

17.8.2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nýverið gaf OECD út skýrslu sem fjallar um eftirlaun til aldraðra, Pensions at a glance 2007.

Í skýrslunni eru teknir saman mælikvarðar sem sýna ellilífeyri í hverju landi sem hlutfall af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár. Tölurnar í skýrslunni eiga við um árið 2004. Mælikvarðanum er skipt í þrennt, þ.e. sem hlutfall af lægri launum,   meðallaunum og   hærri launum.

Samkvæmt fyrri skýrslu OECD um sama málefni, sem kom út árið 2005, kom í ljós að íslenskir ellilífeyrisþegar voru rétt við meðaltal Norðurlandana og OECD. En í nýjustu skýrslunni kemur fram að staða íslenskra ellilífeyrisþega er nú enn betri í þessum samanburði og er vel yfir meðaltali Norðurlandanna og OECD landa eins fram kemur í meðfylgjandi töflu.

Land Lægri tekjur Meðal tekjur Hærri tekjur
Danmörk132,7 86,7 72,2
Finnland77,4 68,8 70,5
Ísland110,9 84,2 79,7
Noregur77,1 69,3 55,1
Svíþjóð81,4 64,0 73,9
Meðaltal Norðurlandanna95,9 74,6 70,3
Meðaltal OECD landa83,8 70,1 60,7


Í töflunni sést að staða íslenskra ellilífeyrisþega er hlutfallslega næst best á Norðurlöndunum á eftir Danmörku sé litið til hlutfalls af lægri og meðal tekjum en bestur ef litið er á hærri tekjur. Tölur OECD styðja aðra mælikvarða t.d. frá Nordisk Socialstatistisk Komité (NOSOSCO) þar sem að íslenskir ellilífeyrisþegar komu ágætlega út í samanburði við hin Norðurlöndin.

Nokkur atriði ber að hafa í huga varðandi skýrslu OECD. Í fyrsta lagi eru lífslíkur á Íslandi meðal þeirra hæstu innan OECD landa en hærri lífslíkur auki álag á lífeyriskerfin. Í öðru lagi er séreignarlífeyrissparnaður ekki tekinn með í tölum OECD en sá sparnaður er að verða umtalsverður hér á landi. Í þriðja lagi eiga tölur OECD við um árið 2004.

 


Dr. Þórólf Þórlindsson skipaður forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs.

 

Nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar

http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2547   

1.8.2007  

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur sett Dr. Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. 

Dr. Þórólfur Þórlindsson hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 

Dr. Þórólfur hefur um árabil lagt sitt af mörkum í forvarnastörfum, m.a. verið formaður Áfengis- og vímuvarnarráðs. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála. Þá hefur Dr. Þórólfur gegnt formennsku og setið í fjölmörgum ráðum og nefndum, verið formaður Félags háskólakennara og Félags prófessora og varaformaður Vísindaráðs. 

Lýðheilsustöð er stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu og tók til starfa 1. júlí 2003. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar forstjóra Lýðheilsustöðvar en stöðinni ætlað að efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingasetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði. 

Dr. Þórólfur Þórlindsson tekur við forstjórastarfinu af Önnu Elísabetu Ólafsdóttur. Hún hefur gegnt starfi forstjóra Lýðheilsustöðvar undanfarin fjögur ár og hyggst leggja stund á doktorsnám í lýðheilsufræðum í Bretlandi. 

 


Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband