Föstudagur, 17. ágúst 2012
Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands16. ágúst 2012
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Alþingi Íslendinga að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar.Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars 2007 og eftir eitt ár var ljóst hverju þyrfti að breyta til að hægt væri að fullgilda hann. Með því að lögfesta hann strax líkt og gert var við Mannréttindasáttmála Evrópu tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun. Samningurinn kveður ekki á um nein ný réttindi, heldur skýrir hann hvernig þessi ákveðni hópur geti einnig notið almennra mannréttinda.Greinargerð með ályktun:Stjórnvöld hafa nú haft rúm 5 ár til að innleiða samninginn án sýnilegs árangurs. Þegar árið 2008 var skipaður starfshópur í velferðarráðuneytinu um hvernig best væri að standa að fullgildingu samningsins og skilaði hópurinn af sér ári síðar. Þokast hefur í rétta átt en enn vantar lögfestingu samningsins og endurskoðun á þýðingu hans.Mikilvægt er því að endurskoða strax þýðingu þá sem gerð var og er í notkun, þar sem bæði er um að ræða hreinar rangfærslur og misskilning á hugtakinu fötlun.
Innsett:F.S.
Miðvikudagur, 15. ágúst 2012
Líf með reisn
Fréttablaðið Fastir pennar 10. ágúst 2012 06:00
http://www.visir.is/lif-med-reisn/article/2012708109919
Steinunn Stefánsdóttir skrifar:
Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt.
Þessi sýn er kjarninn í þróunar- og tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs borgarinnar en verkefnið byggir á handbók og leiðbeinandi reglum um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem unnar hafa verið á vegum velferðarráðuneytisins. Nú er lýst eftir þátttakendum í verkefninu á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness.
NPA byggir á því að notandi þjónustunnar er sjálfur verkstjórnandi varðandi þá þjónustu sem hann fær. Í stað þess að taka við þjónustu og starfsfólki sem aðrir hafa ákveðið og valið þá velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt og ákveður hvaða störf það á að inna af hendi. Með samningi um NPA fær notandinn þannig greiðslu sem hann á að ráðstafa sjálfur í stað þjónustunnar sem honum stæði ella til boða.
Þessi leið eykur ekki bara sjálfstæði fatlaðs fólks og sjálfræði heldur getur hún einnig reynst hagkvæmari vegna þess að með þessari aðferð er þjónustan löguð að hverjum og einum á hverjum tíma. Þannig þarf sá sem þjónustuna notar ekki að laga sig að þeirri þjónustu sem í boði er heldur sníður hann hana sjálfur að sínum þörfum.
Frelsið til að velja aðstoðarfólkið skiptir einnig máli, ekki síst fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegar persónulegar athafnir sínar. Það segir sig sjálft hversu mikil bót felst í því að geta sjálfur valið fólk sér til liðsinnis þar.
Loks hefur reynslan sýnt að það er síst kostnaðarsamara að veita þjónustuna með þessum hætti en með gamla laginu", að gera hinum fötluðu að laga sig að þeirri þjónustu sem til boða stendur.
Að mati Freyju Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar, getur NPA þjónusta gerbreytt lífi fatlaðs fólks. Sjálf hefur Freyja lokið háskólanámi, leigt sér eigin íbúð og farið út á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að hún fékk notendastýrða persónulega þjónustu. Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu," segir Freyja í frétt hér í blaðinu og ef þetta er ekki árangur, hvað er þá árangur?
Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eiga rétt á að lifa lífi sínu með reisn. Í því felst meðal annars að taka ákvörðun um sína eigin þörf fyrir þjónustu og að velja sjálfur það fólk sem sinnir störfunum. Í því að lifa lífi sínu með reisn felst líka, ef út í það er farið, að ákveða sjálfur hvern maður tekur með sér í kjörklefann, fulltrúa kjörstjórnar, persónulegan aðstoðarmann eða venslamann, sé maður ekki fær um að greiða atkvæði án aðstoðar. Þannig er krafan um rétt fatlaðra til að velja þann sem fer með þeim í kjörklefann angi af sömu þróun og NPA þjónustan.
Stefnt er að því að lögbinda notendastýrða persónulega þjónustu á næstu árum. Öllu skiptir að staðið verði við þá stefnu.
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Athugasemdir:
Gudjon Sigurdsson Hafnarfjörður Formaður MND félagsins
Þetta ereitt það jákvæðasta sem Alþingi Íslendinga hefur gert undanfarin ár. Þetta á við öll sveitarfélög landsins. Til hamingju öll.
10. ágúst kl. 08:09
Gunnar Axel Axelsson Aðstoðarmaður ráðherra
/Political adviser to the Minister hjá Velferðarráðuneytið /Ministry of Welfare
Mikið rétt Guðjón, svolítið skrítið að þetta sé sett svona fram, eins og þetta eigi aðeins við um þessi tvö sveitarfélög. Hafnarfjörður samþykkti t.d. reglur um NPA sl. vor.
10. ágúst kl. 09:08
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. ágúst 2012
Fróðleg viðtöl og fl. um þunglyndi.
Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur, ræðir við Sigmar Guðmundsson um langvarandi baráttu sína við þunglyndi og kvíða í Kastljósi 17. október, 2007. [12. jan. 2012] Steindór hefur nú náð miklum árangri í baráttunni við þunglyndið og kvíðann: http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=Lt65VVd50j8
Einnig er yngra útvarpsviðtal við Steindór. http://www.youtube.com/watch?v=Lt65VVd50j8&feature=relmfu
Steindór J. Erlingsson, líf og vísindasagnfræðingur, ræddi um langvarandi baráttu sína við geðröskun í morgunútvarpi Rásar 2, 12. janúar, 2012. Tilefni viðtalsins var greinin "Frá vonleysi til vonar: Hugleiðingar fræðimanns um sjúkling, geðlyf og bata" sem birtist skömmu fyrir jól í tímaritinu Geðvernd (40: 24-29, 2011). Greinin fjallar um hvernig honum tókst að öðlast sjálfsskilning og bata eftir að hann hætti neyslu geðlyfja.
Hægt er að nálgast greinina hér: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/gedvernd.pdf
Þetta er mjög áhugavert og gott efni.
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. ágúst 2012
Myndband um svefntruflanir.
Þetta er áhugavert myndband um svefntruflanir eins og t.d. kæfisvefn. Einnig hvað hægt er að gera til að bregðast við þeim. Aðallega kynning á mismunandi svefntruflunum.
http://www.youtube.com/watch?v=X2yfUL8uct0
Þetta er ótextað og er á ensku.
Innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2012
Áhugavert myndband um Múlalund.
Hér að neðan er tengill á umfjöllun um Múlalund sem sýnd var í þættinum Tölvur, tækni og vísindi á ÍNN fyrir nokkru síðan.
http://www.youtube.com/watch?v=euazpOELMos
innsett F.S.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
83 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar