"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?“

 

http://www.visir.is/-er-til-betri-gjof-en-ad-gefa-odrum-lif--/article/2012120939934 

Innlent 30. september 2012 21:00

Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri.

Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur.

„Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann.

Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi.

„Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi."

Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið, í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt líf og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun.

„Það að geta í dag tekið þátt í tíu kílómetra hlaupi er bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu."

Átján Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu, auk þess eru tólf á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa.

„Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í 2 mánuði, ár, 2 ár. Við vitum sögur af því að fólk hefur beðið eftir hjarta í 2 ár. Það er bara happdrætti."

80-90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát sitt en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið.

„Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag, ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða, þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?" spyr hann að lokum.
Innsett:F.S.

 

Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn

 

Innlent 30. september 2012 19:30 

http://www.visir.is/ny-islensk-rannsokn-um-alzheimer-og-kaefisvefn/article/2012120939938 

Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á.
Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. mynd tengist frétt ekki beint
Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við.

Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu.

„Það sem er kannski nýlunda í þessu, því þetta hefur verið gert í einhverjum mæli áður, er að við endurtökum þetta í 5 skipti. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikill þetta hefur verið er að við endurtökum þetta, þanni gað þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti.

Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar.

„Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags."

Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð.

„Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski færri en heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."

Innsett: F.S.

Opið hús SÍBS alla Mánudaga.

 

 Ég kíkti við í Síðumúla 6 á „Opið hús SÍBS“ sem er alla Mánudaga frá kl 16 og þar til fólk fer. 
Þarna er ekki flókin dagskrá.  Kaffibolli, og kaka eða kex, skemtilegt fólk til að spjalla við og það besta „maður er manns gaman“.  Allt ókeypis.
Stundum er rætt um eitthvað tengt SÍBS eða ÖBÍ, skrítnar fréttir í fjölmiðlum eða hvað sem fólki langar til að tala um.

Í dag horfðum við á videó um býflugnarækt og fræddumst um býflugnarækt eins viðstaddra.  Allt utan skipulagðrar dagskrár. 
Einhverntíma var brugðið upp ljósmyndasýningu af myndum úr íslenskri náttúru.  Enn er þar Þyngvallamynd þar uppihangandi.
Samverustund með góðu fólki er góð tilbreyting fyrir okkur öll og fleyri mættu kíkja við og njóta þessa.

Félag Lungnasjúklinga kom þessu af stað en nú er þetta fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga SÍBS og gesti þeirra.  Meira að segja ég er velkominn.  Það segir margt um félagsandann og umburðarlyndið þarna.
Vonandi mæta sem flestir framvegis.


F.S.

 

 


Baráttumál ÖBÍ â€“ kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur

 

 Baráttumál ÖBÍ - kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18,  í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Dagskrá fundarins:

1._Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, býður fundarmenn velkomna

2._Hvað er ÖBÍ?  Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ

3._Hvað gerir ÖBÍ? Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ

4._Innlegg frá tveimur meðlimum Kjarahóps ÖBÍ 
.     4.a._Fátækt meðal öryrkja.    Þorbera Fjölnisdóttir

.     4.b._Örorka er ekki val eða lífsstíl.    Hilmar Guðmundsson.

Umræður.

Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson.

Ekkert um okkur án okkar! 

Innsett:  F.S.


Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðsgreiðslna

 

Höfundur:  Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi hjá ÖBÍ

6.9.2012   http://www.obi.is/frettabref/frett/nr/1173  

Tæplega helmingur örorkulífeyrisþega fær einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóði ásamt því að fá greiddan örorkulífeyri almannatrygginga. En hversu stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna fá lífeyrisþegar til ráðstöfunar og hversu stór hluti fer aftur í ríkissjóð? 

Ríkið klípur af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimum áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á  sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt.

Lítum á dæmi: 

Örorkulífeyrisþegi* með 40.000 kr. lífeyrissjóðstekjur á mánuði fyrir skatt
 Tekjur frá TR með 40.000 frá lífeyrissjóðiTekjur frá lífeyrissjóðiHeildartekjur - með 40.000 úr lífeyrissjóðiTil samanburðar: Tekjur frá TR án lífeyrissjóðstekna
 Fyrir skatt 136.978 40.000 176.978 174.946
 Staðgreiðsla 4.616 14.936 19.552 18.793
 Til ráðstöfunar 132.362 25.064 157.426 156.153

*Fyrsta örorkumat 40 ára – býr með öðrum fullorðnum. Útreikningar skv. reiknvél TR fyrir lífeyrir. 

Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 25.064 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (40.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 23.791 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 38.727 kr. á mánuði. Því gefa 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 1.273 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluti greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 

40.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt:
1.273 kr. hærri ráðstöfunartekjur
38.727 kr. eða tæp 97% af 40.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar

Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val

Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft á tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra fer til ríkissjóðs.

 Ríkið tekur til sín allt að 97% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslumDæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 40.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður tæp 97% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar geta verið í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 40.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 40.000 atvinnutekjur á mánuði. 

Mikilvægt er að hafa í huga hversu stór hluti tekna lífeyrisþega rennur aftur til ríkissjóðs í gegnum skerðingar, tekjutengingar og skatta þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga, en slíkt gleymist gjarnan. Skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009.

Innsett F.S.

 


Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ

 

Ég vil benda á þessa herferð ÖBÍ. ÖBÍ er að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja og hefur þar verið í varnarbaráttu undanfarin ár.

Fjölmiðlaátak er eitt af mörgu sem gert er undir merkjum ÖBÍ en daglega er verið að aðstaða öryrkja við að ... gæta réttar síns og slík vinna er yfirleitt ekki á síðum fjölmiðla.

Hér kemur fram ýmislegt af því sem gert hefur verið og í dag eru fleyri einstaklingsmál og baráttumál allra öryrkja í vinnslu hjá ÖBÍ.

Í hópi starfsmanna ÖBÍ er mikið af reyndu og góðu fólki sem í krafti þekkingar sinnar nær að vinna að réttindamálum öryrkja og það eru margir sem hafa notið góðs af því starfi.

ÖBÍ átti fulltrúa í nefnd Velferðarráðuneytisins um endurskoðun á Lögum um Almannatryggingar. Fulltrúar ráðuneytisins reyndu að kaffæra starf nefndarinnar í útreykningum á hvernig væri hægt að færa á milli öryrkjahópa en "úrbæturnar" máttu ekki kosta krónu. Eintómar NÚLL-LAUSNIR.
Það átti ekki einusinni að bæta skerðingarnar frá 2008 til dagsins í dag.
Það hafði engan tilgang að taka þátt í svona starfi.

Innan ÖBÍ er enn verið að skoða Lög um almannatryggingar og það mun skila sér ÞEGAR VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ VERÐUR TIL Í AÐ VINNA AÐ ÞESSARI ENDURSKOÐUN AF HEILUM HUG.
Öryrkjar eru búnir að fá upp í kok af öllu bulli stjórnvalda um að tryggja kjör öryrkja og láglaunafólks. þAR FYLGIR EKKI FRAMKVÆMT ORÐAFLAUMI.

Það gleymist yfirleitt, þegar verið er að ræða um bætur öryrkja að flestir þeirra voru vinnandi menn áður en þeir urðu öryrkjar. Þá voru þeir á mjög mismunandi launum og einhverjir voru hátekjumenn. Komnir á örorkubætur þá eru þeir allir á sömu lágmarkslaununum og alltaf miðaðir við laun fólks á LÆGSTU TEXTUM, þ.e. þriggja mánaða byrjunartextum verkalýðsfélaga.

Af hverju er aldrey horft á fyrri laun öryrkja og hvaða kjaraskerðingu örorkan hefur haft í för með sér fyrir viðkomandi einstakling ? Ekki má heldur gleyma því hvað örorka móður eða föður hefur oft mikil áhrif á lífsgæði barna þeirra og oft skertum möguleikum barnanna til náms.

Öryrki sem er langtímavistaður á stofnun er raunvrulega sviptur mannlegri reysn og réttindum.
Þetta fólk missir allar TR-bætur nema að það GETUR ÁTT MÖGULEGA Á VASAPENINGUM samkvæmt ákvörðun TR.
"Ef viðkomandi er með lágar eða engar tekjur þá getur hann átt rétt á vasapeningum frá Tryggingastofnun".
"Fullir vasapeningar eru 46.873 kr. á mánuði" og "65% af tekjum koma til lækkunar á vasapeningum".

Slíkur einstaklingur getur ekki staðið við lögbundna þátttöku sína í framfærslu barna og maka. Hvað þá afborganir af íbúð fjölskyldunnar, sem fjölskylda hans býr í, þó svo að öryrkinn sé langtímavistaður á stofnun.
Þetta getur t. d. átt við um einstakling sem hefur fengið heilabilun, Alzheimer, heilablóðfall með heilaskemd eða lömun, og marga aðra.

VARÚÐ... fjármagnstekjur maka geta skert vasapeninga því að helmingur fjármagnstekna maka teljast tekjur öryrkjans þrátt fyrir að kaupmáli tryggi einka eignarétt makans á því sem skapar fjármagnstekjurnar.

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, eða hvað ?

 ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----

Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ

3.9.2012

ÖBÍ leggur nú í ímyndarherferð sem ýtt var úr vör í dag 3. september.

Undanfarnar vikur hefur Kjarahópur ÖBÍ unnið með Hvíta húsinu að gerð ímyndarherferðar sem sett er í loftið í dag í formi auglýsingaborða. Á eftir fylgja svo auglýsingar í blöðum útvarpi og sjónvarpi langt fram í september mánuð.
Nokkrar greinar munu einnig birtast í blöðum næstu daga.

Fylgist með greinum sem birtast í fjölmiðulum á komandi vikum Þær verða einnig birtar á heimasíðu ÖBÍ.

Efni á heimasíðu ÖBÍ sem tengist ímyndarherferðinni

Greinar starfsmanna ÖBÍ og kjarahóps

Tekjur fyrir lífstíð. Grein Hilmars Guðmundssonar. 4.7.2012  

Kjör öryrkja og neysluviðmið velferðarráðuneytisins. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ. 

Hvað varð um frekari uppbætur á lífeyrir? 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ 

Söluhagnaður getur haft neikvæð áhrif. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ 

Landamærahindranir örorkulífeyrisþega. 1. Tbl. Vefrits ÖBÍ 

Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna. Grein Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ og Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur í Fréttabl. 8.5.2012.

Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni (Opnast í nýjum vafraglugga) 1. maí. 30.4.2012.

Vandamál öryrkja á Norðurlöndum. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ í Fréttablaðinu 21.4.2012. 

Verja stjórnvöld kjör lífeyrisþega? Grein  Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi  og Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍí Fréttablaðinu 5.12.2011. 

Fjárlögin 2012 og bætur almannatrygginga: Er breytinga að vænta? Grein Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ  í Fréttablaðinu 2.12.2011.  

Framfærsla öryrkja og fjárlagafrumvarpið. (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.

Það er ekki hægt að mismuna fólki svona? (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011. 

Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011. 

Aðsókn í ráðgjafaþjónustu ÖBÍ eykst á tímum fjárhagsþrenginga. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.

Uppbót vegna reksturs bifreiða í engu samræmi við rekstrarkostnað (Opnast í nýjum vafraglugga) 12.4.2011. Birtist í Fréttablaðinu

Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld. Birtist í Fréttablaðinu 20.4.2011. 

Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. (Opnast í nýjum vafraglugga) 17.3.2011.

Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um kjör öryrkja. Birist í Morgunblaðinu 9.2.2011. 

Fréttir á heimasíðu ÖBÍ (kynning á úrskurðum, ýmis umfjöllun)

Rýrnun ráðstöfunartekna 27% 4.5.2012 - 

Átt þú rétt á bótum aftur í tímann? 3.7.2012 

Öryrki heima og heiman. 2.7.2012  

Áhrif fjármagnstekna á lífeyri. 4.6.2012 

Skerða séreignalífeyrisgreiðslur bætur örorkulífeyrisþega? 29.2.2012. 

Bókun 13. janúar rædd á aðalstjórnarfundi ÖBÍ. (Opnast í nýjum vafraglugga) 24.1.2012.

Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? 30.11.2011. Opið bréf formanns ÖBÍ til alþingismanna. 

Bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við kjarasaminga og 69. gr. laga almannatrygginga 24.11.2011. 

Af hverju verður fólk öryrkjar? (Opnast í nýjum vafraglugga) 3.1.2011.


Tilvísanir í og umfjöllun um fréttir í fjölmiðlum eða á öðrum heimasíðum:

Uppfærð neysluviðmið fyrir íslensk heimili. 3.7.2012. 

Breytt verklag TR vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum vegna barna. 26.6.2012. 

Öryrkjar vilja leiðréttingu. 15.6.2012.  

Velferðarráðherra harmar – en sjúklingar skulu greiða 14.5.2012. 

Samningslausir sérfræðilæknar 10.5.2012. 

Skammast sín fyrir fátæktina: Viðtal við Guðmund Magnússon – 9.5.2012.

Samskiptamáti TR óþolandi. 30.4.2012. 

Landamærahindranir öryrkja. 18.4.2012. 

Ferðafrelsi - lífsgæði - sjálfsögð réttindi. Viðtal við Grétar Pétur á Rás 2, 13.4.2012. 

ÖBÍ kallar eftir uppfærðu neysluviðmiði. 11.4.2012. 

Uppfyllir ekki búsetuskilyrði og fær skertar örorkubætur. 11.4.2012. 

Fólk frestar för til læknis vegna fjárskorts 6.3.2012. 

Álögur sjúklinga hækka vegna komu- og umsýslugjalds. 5.3.2012.

Stækkandi hópur fær uppbót til framfærslu. (Opnast í nýjum vafraglugga) Viðtal við Guðmund Magnússon 24.2.2012 á RÚV.

Aldurstengd örorkuuppbót er í dag ónýtur bótaflokkur. Viðtal við Guðmund Magnússon 23.2.2012 á RÚV. 

Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur þyrfti að vera 70 til 80 þúsund. Viðtal við Stefán Ólafsson á RÚV. 22.2.2012. 

Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi. (Opnast í nýjum vafraglugga) 21.2.2012.

Tekjur lífeyrisþega að lækka. 15.2.2012. Frétt á mbl.  

Rannsóknir á aðstæðum og kjörum öryrkja og fatlaðra

 

Mannréttindi í þrengingum (Opnast í nýjum vafraglugga), áhugaverð bók. 25.8.2011.

Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. (PDF skjal) Helstu niðurstöðu rannsóknar. Grein Rannveigar Traustadóttur í afmælisriti ÖBÍ. Maí 2011. 


 

Ályktanir aðalstjórnar ÖBÍ um kjaramál

 

INNSETT:  Frímann Sigurnýasson





 

 

 

 


Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband