Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.

  •  Vífill Félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir  
  •   
  • Síðumúla 6,   108  Reykjavík    
  • Kennitala:     451094-2039    
  • Netfang:     svefninn@gmail.com     
  • Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.
  • Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.
  • Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

 Félagið hefur innan sinna vébanda fjölmarga einstaklinga sem glíma við kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir. Lauslega er áætlað að 20 þúsund Íslendinga séu haldnir þessum sjúkdómum.

Vífill hefur unnið mikið starf að hagsmunamálum félagsmanna sinna. Félagið hefur m.a. látið gera myndar um kæfisvefn á Íslanditil  til kynningar á vandamálinu. Í myndinni er fjallað um greiningu og meðferð sjúkdómsins sem í boði er í dag og hvílík heilsufarsbylting því er samfara að geta nú greint og gert sér grein fyrir möguleikum til meðferðar. Þá koma í myndinni fram reynslusögur sjúklinga.  

Myndin og annað starf Vífils mun vonandi eiga þátt í því að svifta hulunni af þessum sjúkdómum og leiða til þess að þeir sem glíma við þá – en hafa ekki verið greindir – leiti sér aðstoðar.

Félagið hefur undanfarin ár gefið út fræðslubækling um kæfisvefn sem dreift hefur verið til þeirra sem koma í svefnrannsóknir á spítala hér á landi. Félagið hefur nú hætt þeirri útgáfu.     Landspítalinn hefur tekið saman nýjan og ýtarlegan bækling um kæfisvefn. 

Vífill er ekki stórt félag þó svo að það sé stór hópur fólks sem er með kæfisvefn og aðra svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið leggur sitt af mörkum til að auka lífsgæði félagsmanna og annarra með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.    Með því að styðja við starfsemi félagsins er verið að leggja lóð á vogarskálar aukins öryggis og bættrar líðunar fjölmargra landsmanna.

 

 Ómeðhöndlaður kæfisvefn getur haft mjög alvarlegar afleiðingar og getur haft víðtæk áhrif á heilsu folks   

Hann veldur syfju, þreytu og athygliskorti, sem aftur getur valdið aukinni slysatíðni t.d. hjá stjórnendum véla og ökutækja     Hjá þessum einstaklingum eru einnig auknar líkur eru á   háþrýstingi og blóðrásartruflunum í hjarta- og heila.og á hjarta og æðasjúkdómum, m.a. vegna álags á hjartað við sífelldar svefntruflanir og öndunarhlé.

Dánartíðni þeirra sem eru með ómeðhöndlaðan kæfisvefn er verulega aukin.  Í okkar félagi eru þeir einstaklingar sem greyndust fyrst með kæfisvefn.Þeir sem t.d. greindust með kæfisvefn eftir að hafa greinst með hjartasjúkdóma,  lungnasjúkdóma,  asma  eða aðra sjúkdóma eru líklega í þeim sjúklingafélögum.

Mikið veikir einstaklingar eru oft með meira en einn brjóstholssjúkdóm.

Það er nauðsinlegt að greyna og meðhöndla kæfisvefn sem first, og með því er hægt að bæta verulega lífsgæði þeirra einstaklinga sem eru með kæfisvefn.

 

Ég lít svo á að það sé ekki síður forvarnarmál að greina og meðhöndla kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir, til að  fyrirbyggja að kæfisvefn leiði til annarra sjúkdóma eins og nefnt hefur verið hér að ofan.

 

Á þessari BLOGG-síðu okkar á að vera vettvangur fyrir fræðslu, umræður og fleyra.  Við sjáum svo til hvernig þetta þróast hjá okkur.

 

Við skulum svo líka reyna að hafa gaman að þessu brölti okkar……

 

F.S.

  

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Vífill,félag einst með svefntr

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband