Færsluflokkur: Örorkumat og mál öryrkja

Margskonar svefnvandamál.

 

Ég hef ekki séð neinar hlutfallstölur yfir hve algeng svefnvandamál eru.

VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og aðra svefnháðar öndunartruflanir.  Það getur valdið allskonar afleiddum sjúkdómum og á sér fjölbreyttar orsakir,  þó yfirleitt tengt þrengingum í öndunarvegi.

Á Íslandi eru stundaðar miklar rannsóknir á svefnháðum öndunartruflunum og og fleyri sjúkdómum í lungum og öndunarvegi og tengsl þeirra við aðra sjúkdóma.

Við teynum að byrta fréttir af slíkum rannsóknum hér á vefnum ef fólk hefur áhuga á að kynna sér slíkt.

Innsett: F.S.


mbl.is Þriðji hver með svefnvandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting á afgreiðslutíma Sjúkratrygginga Íslands

 

Nýr afgreiðslutími Sjúkratrygginga Íslands mun taka gildi 1. febrúar nk. Frá þeim tíma mun stofnunin hafa opið alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00 í stað 10:00 til 15:30. Réttindagátt (mínar síður) og upplýsingar um réttindi eru aðgengileg allan sólarhringinn á vefsíðunni www.sjukra.is.

 

·         Aðalnúmer SÍ: 515 0000

·         Netfang: sjukra@sjukra.is

·         Þjónustu- og upplýsingavefur: www.sjukra.is

 



SJTR Logo

 

Kveðja

Heiðar Örn Arnarson
Vef- og kynningarfulltrúi
Upplýsingatækni og verkefnastjórnun
Fjármála og rekstrarsvið

  



Sjúkratryggingar Íslands
Laugavegi 114
150 Reykjavík
Sími: 515 0000
heidar.arnarson@sjukra.is

 

 

Ábyrgð varðandi tölvupóst

SI auglysing

 

 

 

Tekið af öldruðum og fært ungum........

H�nahorni�

Pistlar | 09. nóvember 2012 - kl. 15:48

Tekið af öldruðum og fært ungum � jafnaðarstefna?

Eftir Kristinn H. Gunnarsson

Fjölskyldufólk er greinilega mikilvægasti kjósendahópurinn. Einhverra hluta vegna eru aldraðir og sjúkir ekki  jafnmikilvægir í augum stjórnmálaflokkanna. Stjórnarflokkarnir hafa á kjörtímabilinu vaðið í gegnum og  eld og brennistein  til þess að koma fram, að þeirra mati nauðsynlegum niðurskurði og samdrætti í heilbrigðiskerfinu og greiðslum almannatrygginga til aldraðra og öryrkja. Nú þegar kosningar eru framundan gefa þeir  fyrirheit um að unnt verði á komandi árum að auka útgjöld  � nei ekki til aldraðra heldur til hækkunar barnabóta. Framsóknarflokkurinn gengur enn lengra og heldur áfram að lofa hundruðum milljarða króna úr ríkissjóði til þess að greiða íbúðaskuldir en minnist ekki á kjör gamla fólksins, tryggasta kjósendahóps flokksins um áratugi.

Þetta er mikið áhyggjuefni, þar sem  þarna verður æ ljósari þróun sem verið hefur í gangi um árabil, að litið er á  á stjórnmálin sem hvert annað markaðstorg  þar sem frambjóðendur verða að vera með girnileg tilboð til fjölmennustu hópanna til þess að ná marktækum árangri. Flokkarnir bæði móta þessa þróun og bregðast við kröfum frá kjósendum um lífsgæði sér til handa. Auðvitað má segja að krafa kjósenda sé eðileg að vissu marki, en bæði þeir og flokkarnir mega ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð að hafa skýra og sanngjarna stefnu um dreifingu lífsgæðanna þannig að fyrst sé veitt þeim sem verst standa og svo koll af kolli. Þegar fullfrískt fólk lætur það eftir sér að gera kröfur fyrst til sín og skeytir ekki um hvernig það bitnar á öldruðum, sjúkum og öryrkjum  er þjóðfélagið komið í siðferðilega kreppu.

Undanfarin ár hafa verið gífurlega erfið fjárhagslega og ríkissjórnin hefur að mörgu leyti unnið kraftaverk . Við sumt hefur stjórnarflokkunum líka tekist ágætlega að jafna niður byrðunum á þann hátt sem allflestir Íslendingar eru sáttir við. En stjórnarflokkarnir hafa líka brugðist á jafnaðarmannavaktinni og beygt af leið og fært tekjur á milli þjóðfélagshópa á þann hátt að ekki er hægt að una því.

Á kjörtímabilinu hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert um 13 milljarða króna en á sama tíma hafa bætur til fjölskyldufólks verið hækkaðar um  9 milljarða króna.   Þarna hefur verið fært á milli þjóðfélagshópa á ósanngjarnan hátt.  Aldraðir og öryrkjar eru ekki hópurinn sem helst eru aflögufærir í þjóðfélaginu. Það er umhugsunarefni og þarfnast rökstuðningis hvers vegna hópunum er raðað þannig að fjölskyldufólk er framar öryrkjum og öldruðum. Það er hægur vandi að réttlæta hækkun vaxtabóta í  mikilli verðbólgu og að beita ríkissjóði til þess, en það er öllu torveldara að færa rök fyrir því að það svigrúm eiga aldraðir og öryrkjar að skapa með  sérstakri skerðingu á sínum kjörum.

Á miðju ári 2009 voru kjör aldraðra og öryrkja skert með lögum um 3.650 mkr miðað við heilt ár. Það gerir samtals um 13 milljarða króna kjaraskerðingu til næstu áramóta.  Hún  bitnar á um 35.000 einstaklingum.  Lækkun bóta var 2009 um það bil 8% í krónum talið vegna lagasetningarinnar. Á sama tíma voru útgjöld til fæðingarorlofssjóðs, barnabóta og vaxtabóta samanlagt hækkaðar um 9 milljarða króna. Lítilsháttar skerðing er í greiðslum fæðingarorlofssjóðs, nokkur skerðing á barnabótum en mikil hækkun í vaxtabótum. Nú boðar ríkisstjórnin að nota svigrúm til kjarabóta til þess að hækka barnabæturnar aftur og  bæta það sem skert hefur verið.

En ekki er stafkrókur í áfornum ríkisstjórnarinnar  um að bæta að einhverju leyti skerðingu til aldraðra og öryrkja. Björgvin Guðmundsson, fyrrv borgarfulltrúi  bendir á í blaðagrein að kjaranefnd Félags eldri borgara telji þurfa að hækka lífeyri aldraðra um 20% til þess  uppfylla ákvæði laga um að lífeyrir aldraðra hækki til jafns við laun og verðlag. Frá ársbyrjun 2009 hafa lágmarkslaun hækkað um 33% en lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins um 13%. Skýrar getur ríkisstjórnin ekki talað og ekki eru gömlu stjórnarandstöðuflokkarnir að ónáða hana með gagnrýni.

Það er reyndar enn meira umhugsunarefni hvers vegna  ríkisstjórnin telur sig hafa minni skyldur við aldraða og öryrkja en við þessi  fáu útgerðarfyrirtæki sem hafa fengið obbann af gróðanum í sjávarútvegi  á kjörtímabilinu. Um 200 milljarða króna rekstrarafgangur hefur orðið  í sjávarútvegi frá  2009 og það er ekki fyrr en núna á síðasta fiskveiðiári kjörtímabilsins að ætlunin er að taka í ríkissjóð 5-6 milljarða króna með hækkun veiðigjaldsins. Aldraðir og öryrkja eru vegnir og metnir og léttvægir fundnir í samanburði við hagsmuni kvótahafanna. Eðlilegra hefði verið að taka af gróðanum í útgerðinni og nota hann til þess að verja kjör þeirra sem helst var talið að þyrftu á því að halda.

Niðurstaðan sem blasir við er önnur en búast mátti við. Eðlilegt er að spyrja um jafnaðarstefnuna. Hvar er hún í þessu ferli?

H�f. Ritstj�rn
Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetning

16,4 milljarða skerðing á elli- og örorkulífeyri frá 2007.

H�nahorni�

Pistlar | 21. janúar 2013 - kl. 14:58

Skerðingin á elli- og örorkulífeyri er 16.4 milljarðar króna Eftir Kristinn H. Gunnarsson

Við mig hafði samband forsvarsmaður landssambands eldri borgara vegna pistils sem ég hafði skrifað 9. nóvember í fyrra um skerðingar sem elli- og örorkulífeyrisþegar hafa mátt þola á þessu kjörtímabili. Erindið var að fá rökstuðing minn fyrir því að skerðingin hefði orðið 13 milljarða króna frá gildistöku laganna 1.7. 2009 til ársloka 2012, en vitnað hafði verið í pistilinn og þau viðbrögð fengist frá Velferðarráðuneytinu að tölurnar væru véfengdar.  Er því bæði rétt og skylt að rökstyðja mína niðurstöðu. Eftir aðra yfirferð yfir gögnin fá ég sömu niðurstöðu og reyndar hækkar talan upp í 16.4 milljarða króna þar sem öll skerðingarákvæði laganna frá 1.7. 2009 gilda út árið 2013, en þá felllur niður stærsta skerðingarákvæðið og eftir það verður skerðingin 1.150 mkr á hverju ári.

Alþingi samþykkti lög um sumarið 2009 sem tóku gildi frá og með 1.7. 2009 með ýmsum skerðingarákvæðum. Öll voru þau ótímabundið, þ.e. varanleg en eitt þeirra , hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar upp í 45% er tímabundið og gildir út árið 2013. Það lækkar greiðslur almannatrygginga til nærri 28.000 lífeyris- og örorkuþega um 2500 mkr á hverju ári skv. upplýsingum í bréfi Félags- og tryggingarmálaráðuenytisins frá 19.6. 2009 og er að finna á vef Alþingis. Fimm aðrar sparnaðaraðgerðir eru í lögunum og metur ráðuneytið að áhrifin af þeim í fyrrrgeindu bréfi verði samtals 1.150 mkr.  Alls verður árleg lækkun greiðslnanna 3.650 mkr miðað við heilt ár út árið 2013. Í greinargerð með frumvarpinu sjálfu metur Fjármálaráðuneytið að �sparnaðurinn� verði sama fjárhæð, 3.650 mkr miðað við heilt ár, en aðeins 1.830 mkr árið 2009, þar sem breytingin tók ekki gildi fyrr en á miðju ári.

Þessar upplýsingar notaði ég í pistlinum og samanlagður niðurskurður greiðslanna til elli- og örorkulífeyrisþeganna er 1.830 mkr árið 2009 og síðan 3.650 mkr fyrir hvert á frá 2010 til og með 2013 og loks 1.150 mkr árlega þaðan í frá.

Skerðingin nemur því 13 milljörðum króna frá setningu laganna til ársloka 2012, eins og kom fram í pistlinum og 16.4 milljörðum króna til ársloka 2013, þegar langþyngsta skerðingin fellur loks úr gildi.

Ekki verður séð, þrátt fyrir eftirgrennslan, að þessum ákvæðum hafi verið breytt og lögin standa óbreytt. Það er umhugsunarvert, sem gagnrýnt var í pistlinum, að kjör aldraðra og öryrkja eru skert verulega og þegar stjórnvöld telja sig geta aukið fjármagn til velferðarmála að nýju, eins og gert var í desember síðastliðnum að þá er valið að viðhalda harðri skerðingu þegar elli- og örorkulífeyrisþegar eiga í hlut, en barnabætur hækkaðar um fjórðung  til fólks með 8 milljónir króna í árstekjur og  umtalsverð hækkun til fæðingarorlofs.

Þetta er val, pólitískt val og um það snúast stjórnmálin. Þegar ekki er hægt að gera allt verða stjórnmálamenn að velja á milli valkosta. Það er auðvelt að vera sammála að bæta kjör einstakra hópa með hækkun barnabóta og fæðingarorlofs, en vandinn í þessu máli, sérstaklega fyrir jafnaðarmenn, er að svara því hvers vegna á að viðhalda skerðingu á kjörum elli- og örorkulífeyrisþega og færa fjármagnið til ungs og fullfrísks vinnandi fólks. Það vefst verulega fyrir mér.  

H�f. Ritstj�rn
Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga

Bergþóra Fjölnisdóttir, nýr starfsmaður ÖBÍ

18.1.2013

Þorbera Fjölnisdóttir, ráðgjafi við öryrkja og aðstandendur um réttindi þeirra og skyldur.

Þorbera hefur verið ráðin í hálfa stöðu ráðgjafa. Hún sinnir því starfi á móti Guðríði ÓlafsdótÞorbera Fjölnisdóttirtur sem verði hefur félagsmálafulltrúi ÖBÍ til fjölda ár í fullu starfi, en hefur nú minnkað starfshlutfall sitt í hálft stöðugildi.

Starf Þorberu felst einkum í að veita ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi þeirra og skyldur. Mikilvægur liður í því sambandi eru samskipti við stofnanir sem snerta málaflokkinn vegna stjórnvaldsákvarðana s.s. við Tryggingastofnun Ríkisins, Sjúkratrygginga Íslands, lífeyrissjóði, og fleiri aðila. Þá er eftirlit með réttinda- og hagsmunamálum öryrkja í samvinnu við starfsfólk skrifstofu bandalagsins eitt af þeim verkefnum sem stöðugt þarf að vinna að.

Hún er fulltrúi ÖBÍ í EAPN (European Anti Poverty Network) sem eru evrópusamtök sem vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Hún er einnig virk í kjarahópi ÖBÍ og talskona Kvennahreyfingar ÖBÍ síðastliðin ár.

Þorberu er óskað velfarnaðar í starfi.


Eru allir öryrkjar fatlaðir?

 

 Fréttablaðið Aðsendar greinar 11. október 2012 00:01

Helga Björk Grétudóttir

 Samfélagsmál Helga Björk Grétudóttir f.h. Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja Helga Björk Grétudóttir skrifar Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks.

Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis.

Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand.

Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa.

Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk.

Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða.

Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.

 

Innsett: F.S.


"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?“

 

http://www.visir.is/-er-til-betri-gjof-en-ad-gefa-odrum-lif--/article/2012120939934 

Innlent 30. september 2012 21:00

Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri.

Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur.

„Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann.

Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi.

„Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi."

Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið, í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt líf og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun.

„Það að geta í dag tekið þátt í tíu kílómetra hlaupi er bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu."

Átján Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu, auk þess eru tólf á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa.

„Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í 2 mánuði, ár, 2 ár. Við vitum sögur af því að fólk hefur beðið eftir hjarta í 2 ár. Það er bara happdrætti."

80-90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát sitt en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið.

„Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag, ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða, þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?" spyr hann að lokum.
Innsett:F.S.

 

Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn

 

Innlent 30. september 2012 19:30 

http://www.visir.is/ny-islensk-rannsokn-um-alzheimer-og-kaefisvefn/article/2012120939938 

Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á.
Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. mynd tengist frétt ekki beint
Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við.

Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu.

„Það sem er kannski nýlunda í þessu, því þetta hefur verið gert í einhverjum mæli áður, er að við endurtökum þetta í 5 skipti. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikill þetta hefur verið er að við endurtökum þetta, þanni gað þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti.

Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar.

„Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags."

Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð.

„Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski færri en heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."

Innsett: F.S.

Baráttumál ÖBÍ â€“ kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur

 

 Baráttumál ÖBÍ - kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18,  í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Dagskrá fundarins:

1._Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, býður fundarmenn velkomna

2._Hvað er ÖBÍ?  Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ

3._Hvað gerir ÖBÍ? Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ

4._Innlegg frá tveimur meðlimum Kjarahóps ÖBÍ 
.     4.a._Fátækt meðal öryrkja.    Þorbera Fjölnisdóttir

.     4.b._Örorka er ekki val eða lífsstíl.    Hilmar Guðmundsson.

Umræður.

Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson.

Ekkert um okkur án okkar! 

Innsett:  F.S.


Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðsgreiðslna

 

Höfundur:  Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi hjá ÖBÍ

6.9.2012   http://www.obi.is/frettabref/frett/nr/1173  

Tæplega helmingur örorkulífeyrisþega fær einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóði ásamt því að fá greiddan örorkulífeyri almannatrygginga. En hversu stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna fá lífeyrisþegar til ráðstöfunar og hversu stór hluti fer aftur í ríkissjóð? 

Ríkið klípur af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimum áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á  sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt.

Lítum á dæmi: 

Örorkulífeyrisþegi* með 40.000 kr. lífeyrissjóðstekjur á mánuði fyrir skatt
 Tekjur frá TR með 40.000 frá lífeyrissjóðiTekjur frá lífeyrissjóðiHeildartekjur - með 40.000 úr lífeyrissjóðiTil samanburðar: Tekjur frá TR án lífeyrissjóðstekna
 Fyrir skatt 136.978 40.000 176.978 174.946
 Staðgreiðsla 4.616 14.936 19.552 18.793
 Til ráðstöfunar 132.362 25.064 157.426 156.153

*Fyrsta örorkumat 40 ára – býr með öðrum fullorðnum. Útreikningar skv. reiknvél TR fyrir lífeyrir. 

Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 25.064 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (40.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 23.791 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 38.727 kr. á mánuði. Því gefa 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 1.273 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluti greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 

40.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt:
1.273 kr. hærri ráðstöfunartekjur
38.727 kr. eða tæp 97% af 40.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar

Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val

Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft á tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra fer til ríkissjóðs.

 Ríkið tekur til sín allt að 97% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslumDæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 40.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður tæp 97% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar geta verið í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 40.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 40.000 atvinnutekjur á mánuði. 

Mikilvægt er að hafa í huga hversu stór hluti tekna lífeyrisþega rennur aftur til ríkissjóðs í gegnum skerðingar, tekjutengingar og skatta þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga, en slíkt gleymist gjarnan. Skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009.

Innsett F.S.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband