Færsluflokkur: Örorkumat og mál öryrkja
Þriðjudagur, 29. janúar 2013
Margskonar svefnvandamál.
Ég hef ekki séð neinar hlutfallstölur yfir hve algeng svefnvandamál eru.
VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og aðra svefnháðar öndunartruflanir. Það getur valdið allskonar afleiddum sjúkdómum og á sér fjölbreyttar orsakir, þó yfirleitt tengt þrengingum í öndunarvegi.
Á Íslandi eru stundaðar miklar rannsóknir á svefnháðum öndunartruflunum og og fleyri sjúkdómum í lungum og öndunarvegi og tengsl þeirra við aðra sjúkdóma.
Við teynum að byrta fréttir af slíkum rannsóknum hér á vefnum ef fólk hefur áhuga á að kynna sér slíkt.
Innsett: F.S.
Þriðji hver með svefnvandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. janúar 2013
Breyting á afgreiðslutíma Sjúkratrygginga Íslands
Nýr afgreiðslutími Sjúkratrygginga Íslands mun taka gildi 1. febrúar nk. Frá þeim tíma mun stofnunin hafa opið alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00 í stað 10:00 til 15:30. Réttindagátt (mínar síður) og upplýsingar um réttindi eru aðgengileg allan sólarhringinn á vefsíðunni www.sjukra.is.
· Aðalnúmer SÍ: 515 0000
· Netfang: sjukra@sjukra.is
· Þjónustu- og upplýsingavefur: www.sjukra.is
|
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Tekið af öldruðum og fært ungum........
| |
|
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
16,4 milljarða skerðing á elli- og örorkulífeyri frá 2007.
| |
|
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. janúar 2013
Bergþóra Fjölnisdóttir, nýr starfsmaður ÖBÍ
18.1.2013
Þorbera Fjölnisdóttir, ráðgjafi við öryrkja og aðstandendur um réttindi þeirra og skyldur.
Þorbera hefur verið ráðin í hálfa stöðu ráðgjafa. Hún sinnir því starfi á móti Guðríði Ólafsdóttur sem verði hefur félagsmálafulltrúi ÖBÍ til fjölda ár í fullu starfi, en hefur nú minnkað starfshlutfall sitt í hálft stöðugildi.
Starf Þorberu felst einkum í að veita ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi þeirra og skyldur. Mikilvægur liður í því sambandi eru samskipti við stofnanir sem snerta málaflokkinn vegna stjórnvaldsákvarðana s.s. við Tryggingastofnun Ríkisins, Sjúkratrygginga Íslands, lífeyrissjóði, og fleiri aðila. Þá er eftirlit með réttinda- og hagsmunamálum öryrkja í samvinnu við starfsfólk skrifstofu bandalagsins eitt af þeim verkefnum sem stöðugt þarf að vinna að.
Hún er fulltrúi ÖBÍ í EAPN (European Anti Poverty Network) sem eru evrópusamtök sem vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Hún er einnig virk í kjarahópi ÖBÍ og talskona Kvennahreyfingar ÖBÍ síðastliðin ár.Þorberu er óskað velfarnaðar í starfi.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2012
Eru allir öryrkjar fatlaðir?
Fréttablaðið Aðsendar greinar 11. október 2012 00:01 Samfélagsmál Helga Björk Grétudóttir f.h. Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja Helga Björk Grétudóttir skrifar Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks.
Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis.
Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand.
Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa.
Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk.
Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða.
Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki og þar með öryrkjum þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. september 2012
"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?ââ¬Å
http://www.visir.is/-er-til-betri-gjof-en-ad-gefa-odrum-lif--/article/2012120939934
Innlent 30. september 2012 21:00
Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur.
Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann.
Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi.
Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi."
Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið, í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt líf og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun.
Það að geta í dag tekið þátt í tíu kílómetra hlaupi er bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu."
Átján Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu, auk þess eru tólf á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa.
Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í 2 mánuði, ár, 2 ár. Við vitum sögur af því að fólk hefur beðið eftir hjarta í 2 ár. Það er bara happdrætti."
80-90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát sitt en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið.
Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag, ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða, þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?" spyr hann að lokum.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. september 2012
Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn
Innlent 30. september 2012 19:30
http://www.visir.is/ny-islensk-rannsokn-um-alzheimer-og-kaefisvefn/article/2012120939938
Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu.
Það sem er kannski nýlunda í þessu, því þetta hefur verið gert í einhverjum mæli áður, er að við endurtökum þetta í 5 skipti. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikill þetta hefur verið er að við endurtökum þetta, þanni gað þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti.
Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar.
Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags."
Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð.
Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski færri en heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2012
Baráttumál ÖBÍ ââ¬â kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur
Baráttumál ÖBÍ - kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Dagskrá fundarins:
1._Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, býður fundarmenn velkomna
2._Hvað er ÖBÍ? Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ
3._Hvað gerir ÖBÍ? Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ
4._Innlegg frá tveimur meðlimum Kjarahóps ÖBÍ
. 4.a._Fátækt meðal öryrkja. Þorbera Fjölnisdóttir
. 4.b._Örorka er ekki val eða lífsstíl. Hilmar Guðmundsson.
Umræður.
Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson.
Ekkert um okkur án okkar!
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. september 2012
Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðsgreiðslna
Höfundur: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi hjá ÖBÍ
|
Innsett F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar