Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Mánudagur, 17. september 2012
Opið hús SÍBS alla Mánudaga.
Ég kíkti við í Síðumúla 6 á Opið hús SÍBS sem er alla Mánudaga frá kl 16 og þar til fólk fer.
Þarna er ekki flókin dagskrá. Kaffibolli, og kaka eða kex, skemtilegt fólk til að spjalla við og það besta maður er manns gaman. Allt ókeypis.
Stundum er rætt um eitthvað tengt SÍBS eða ÖBÍ, skrítnar fréttir í fjölmiðlum eða hvað sem fólki langar til að tala um.
Í dag horfðum við á videó um býflugnarækt og fræddumst um býflugnarækt eins viðstaddra. Allt utan skipulagðrar dagskrár.
Einhverntíma var brugðið upp ljósmyndasýningu af myndum úr íslenskri náttúru. Enn er þar Þyngvallamynd þar uppihangandi.
Samverustund með góðu fólki er góð tilbreyting fyrir okkur öll og fleyri mættu kíkja við og njóta þessa.
Félag Lungnasjúklinga kom þessu af stað en nú er þetta fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga SÍBS og gesti þeirra. Meira að segja ég er velkominn. Það segir margt um félagsandann og umburðarlyndið þarna.
Vonandi mæta sem flestir framvegis.
F.S.
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Stefna í málefnum aldraðra til næstu ára
27.6.2008 http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3862
Frá áramótum hefur félags- og tryggingamálaráðherra farið með yfirstjórn öldrunarmála. Í því felst að annast stefnumótun og áætlanagerð fyrir landið í heild og beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra. Stefnumótun liggur nú fyrir.
Ráðgjafarhópur sem félags- og tryggingamálaráðherra fól að gera tillögur um helstu áherslur sem leggja bæri til grundvallar við mótun stefnu í málefnum aldraðra til næstu ára hefur skilað tillögum sínum. Þar eru grundvallaráherslurnar skýr réttindi, fjölbreytt úrræði, valfrelsi og einstaklingsmiðuð þjónusta.
Tillögurnar voru fengnar samstarfsnefnd um málefni aldraðra til umsagnar og tekur samstarfsnefndin undir tillögur ráðgjafarhópsins og þau markmið sem búa þar að baki og lúta að bættri þjónustu og aukinni uppbyggingu í þágu aldraðra.
Í ljósi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá maí 2007 og tillagna ráðgjafarhópsins og vinnu sem fram hefur farið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að undanförnu hefur félags- og tryggingamálaráðherra sett fram eftirfarandi áhersluatriði sem unnið verður að á næstu misserum:
- Aldraðir fái viðeigandi stuðning og einstaklingsmiðaða þjónustu til að geta dvalið sem lengst á eigin heimili.
- Aldraðir og aðstandendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um réttindi og þjónustu.
- Almannatryggingakerfið verði einfaldað og réttindi aldraðra verði betur skilgreind.
- Réttur aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfsforræðis verði virtur.
- Öldruðum standi til boða fjölbreytt val búsetuforma.
- Dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum verði fjölgað.
- Gæðaviðmið um þjónustu við aldraða verði sett.
- Eftirlit með þjónustu við aldraða verði aukið og bætt.
- Nýjar áherslur verði teknar upp við uppbyggingu hjúkrunarheimila og endurbætur á eldra húsnæði.
- Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af.
- Hjúkrunarrýmum verði fjölgað til að mæta þörf.
- Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði útrýmt að mestu leyti.
- Tryggt verði að öldrunarþjónustan hafi ávallt á að skipa hæfu og metnaðarfullu starfsfólki.
- Heildarábyrgð á þjónustu við aldraða verði færð til sveitarfélaga eigi síðar en á árinu 2012.
Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unnið að gerð tímasettrar áætlunar um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma og verulegri fækkun fjölbýla. Áætlunin verður kynnt innan tíðar.
Tillögur ráðgjafarhóps til félags- og tryggingamálaráðherra um stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára (PDF, 627KB)
Umsögn samstarfsnefndar um málefni aldraðra um tillögur hópsins (PDF, 967KB)
( Öll verðum við gömul og stór hluti virkra félagsmanna Vífils eru jafnframt eldri borgarar. Því fannst mér ástæða til að benda á þessa fréttatilkynningu Félagsmálaráðuneytisins. Ég mæli með því að allir kynni sér plöggin tvo sem nefnd eru í fréttinni, og eru linkar inn á plöggin hér ofar. Hvort sem við erum sammála því sem er verið að stefna að þá er alltaf betra fylgjast með stefnum og straumum, og jafnvel að senda bréf og benda á sínar hugmindir. Innsett+eftirmálu F.S. )
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar