Færsluflokkur: Löggæsla
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Trúnaðarbrot læknis
Persónuvern úrskurðar að læknir hafi brotið persónuverndarlög með því að nýta upplýsingar úr gögnum sem læknirinn fékk hjá sjúklinginum.
Nokkrir öryrkjar hafa sagt frá áþekkum dæmum og telja sig ekki geta treyst því að læknar og t.d. starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkisins virði trúnaðarreglur við sjúklinginn. Því eru margir öryrkjar mikið á móti auknum rétti starfsmanna T.R. til að skoða læknaskírslur og önnur gögn um skjólstæðinga T.R.
Þetta er álit Persónuverndar og dæmi eru um að dómstólar lýti öðruvísi á málin en það er virkilega gróft að nota trúnaðargögn til efnisöflunar í blaðagrein um viðkomandi sjúkling.
Allsstaðar þar sem persónuupplýsingar eru geymdar eða notaðar þá er einhver tiltekinn starfmaður ábyrgur fyrir því að aðgangur að og notkun á persónuupplýsingum sé í samræmi við lögin. Nafn þess einstaklings á að vera skráð hjá Persónuvernd.
Hver er sá ábyrgðaraðili í þessu tilviki ?
Læknir braut persónuverndarlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. desember 2013
Enn um kæfisvefn
Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest"
Maður hringir furðu lostinn í neyðarlínu
Ritstjórn DVritstjorn@dv.is21:06 13. nóvember 2013
Lögreglan í Waukesha Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.
Karlmaður á fimmtugsaldri í Waukesha, Wisconsin hringdi í neyðarlínuna um helgina og óskaði eftir því að kona sem lá sofandi í rúmi hans og hraut eins og lest" yrði fjarlægð þaðan. Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest." Maðurinn sagðist í fyrstu ekki vita hvernig hún komst inn í íbúð hans. Þetta kom fram í lögregluskýrslu.
Við nánari skoðun komst lögreglan að því að maðurinn, sem var undir áhrifum vímuefna, hafði fengið konuna í heimsókn, þau drukkið saman og átt vingott og hún síðan sofnað í rúmi hans. Þegar maðurinn vildi svo sjálfur fara að sofa gat hann ekki vakið konuna og hringdi þá í neyðarlínuna. Konan var heil heilsu en með kæfisvefn, sem olli hrotunum
Innsett: F.S.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Ályktun Umferðarráðs
Ályktun 228. fundar Umferðarráðs
228. fundur Umferðarráðs haldinn þann 29. október 2009 hvetur alla vegfarendur til að vera eins sýnilegir í umferðinni og kostur er í skammdeginu. Umferðarráð bendir á að endurskinsmerki gagnast mjög vel í þessu skyni. Þau eru ódýr og einföld í notkun. Umferðarráð áréttar að sérhver sem er á ferð í rökkri eða myrkri og ber endurskin sést margfalt betur og fyrr en sá sem er án þess. Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sjá til þess að þau séu sýnileg á leið sinni í skólann á morgnana og einnig þegar þau eru á ferð síðdegis eða að kvöldlagi.
Umferðarráð minnir einnig á reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla þar sem fram kemur að reiðhjól skuli búin ljósi að framan og að aftan auk glitmerkja, ef þau eru notuð í myrkri eða skertu skyggni.
Umferðarráð beinir þeim tilmælum til ökumanna að aka ávallt eftir aðstæðum og huga sérstaklega að gangandi og hjólandi vegfarendum í myrkri.
Umferðarráð hvetur jafnframt menntastofnanir barna og ungmenna, gangandi vegfarendur, reiðhjólamenn og hestamenn til að leggjast á eitt með Umferðarráði, Umferðarstofu og lögreglu til þess að koma þessum málum til betra horfs svo bæta megi umferðaröryggi allra vegfarenda.
Innsett F.S.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar