Færsluflokkur: Menning og listir

Að skapa hefðir. Skötumessa í Garðinum á miðvikudaginn 16. Júlí kl 19,oo.

 

Skötuveisla haldin á þorláksmessu að sumri er ekki eins rótgróinn viðburður eins og skötuveislan á Þorláksmessu að vetri.

Hér er bæði verið að bjóða upp á skemmtilegan viðburð og einnig er verið að safna og styrkja  fatlaða til góðra verka.

Vonandi verður fjölmennt og mér skylst að það hafi verið mjög góð stemming á skötumessunni undanfarin á.

Í boði verður glæsi­legt hlaðborð þar sem verður skata, salt­fisk­ur, plokk­fisk­ur og meðlæti. Borðhaldið hefst kl. 19.00 á miðvikudaginn 16. Júlí og skemmti­dag­skrá kl. 19.30. Að henni lok­inni verða styrk­ir af­hent­ir. 

Sjá nánar í greininni.

Innsett F.S.

 

 

 


mbl.is Árleg skötumessa haldin í Garðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið hús SÍBS alla Mánudaga.

 

 Ég kíkti við í Síðumúla 6 á „Opið hús SÍBS“ sem er alla Mánudaga frá kl 16 og þar til fólk fer. 
Þarna er ekki flókin dagskrá.  Kaffibolli, og kaka eða kex, skemtilegt fólk til að spjalla við og það besta „maður er manns gaman“.  Allt ókeypis.
Stundum er rætt um eitthvað tengt SÍBS eða ÖBÍ, skrítnar fréttir í fjölmiðlum eða hvað sem fólki langar til að tala um.

Í dag horfðum við á videó um býflugnarækt og fræddumst um býflugnarækt eins viðstaddra.  Allt utan skipulagðrar dagskrár. 
Einhverntíma var brugðið upp ljósmyndasýningu af myndum úr íslenskri náttúru.  Enn er þar Þyngvallamynd þar uppihangandi.
Samverustund með góðu fólki er góð tilbreyting fyrir okkur öll og fleyri mættu kíkja við og njóta þessa.

Félag Lungnasjúklinga kom þessu af stað en nú er þetta fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga SÍBS og gesti þeirra.  Meira að segja ég er velkominn.  Það segir margt um félagsandann og umburðarlyndið þarna.
Vonandi mæta sem flestir framvegis.


F.S.

 

 


Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011

Verðlaun verða veitt laugardaginn 3. desember næstkomandi, kl.14.00-16.00 í Salnum í Kópavogi.

Lokið hefur verið við úrvinnslu úr tilnefningum þetta árið. Alls bárust 33 tilnefningar. Þrír eru tilnefndir í hverjum flokki.  

Dómnefnd vinnur nú að því að velja verðlaunahafana sjálfa í hverjum flokki, það er í flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokknum umfjöllun/kynning.

Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks og einu samfélagi fyrir alla. 

Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, þann 3. desember næstkomandi verða verðlaunin afhent í 5 sinn. 

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011

Í ár bárust 33 tilnefningar. Eftirtaldir hlutu tilnefningu,

Í flokki einstaklinga:

  • Bergþór Grétar Böðvarsson, fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.
  • Guðmundur Felix Grétarsson, fyrir óbilandi þrek og að sýna hvað skopskyn getur verið sterkt baráttutæki.
  • Helga Kristín Olsen, fyrir frumkvöðlastarf í skautakennslu fyrir fatlað fólk.
Í flokki fyrirtækja/stofnana:
  • Hestamannafélagið Hörður, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.
  • Hringsjá – náms- og starfsendurhæfing, fyrir fjölbreytt námsúrval og sjálfseflingu fólks sem vill auka færni sína.
  • Æfingastöðin, fyrir að efla börn og fjölskyldur þeirra og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu.
Í flokki umfjöllunar/kynningar:
  • Jón Stefánsson kórstjóri og kór Langholtskirkju, fyrir metnaðarfulla listsköpun í samstarfi við Táknmálskórinn.
  • List án landamæra, fyrir að koma list fólks með fötlun á framfæri og stuðla að samstarfi fatlaðs og ófatlaðs listafólks.
  • Umsjónarfólk sjónvarpsþáttarins „Með okkar augum“, fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð.

  innsett F.S. 


List án landamæra 2011.

 

Vilt ÞÚ vera með?

 24.9.2010

Undirbúningur er nú hafin fyrir List án landamæra 2011.

 

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru hvattir til að tilkynna sig sem fyrst.

 

Hátíðin verður haldin frá lok apríl fram til miðs maí 2011.

 

Allar nánári upplýsingar á heimasíðu Listar án landamæra

 

Einnig má hafa samband við Margrét M. Norðdahl starfsmann Listar án landamæra í síma: 691-8756

innsett FS


Heimildamyndin “Annað líf Ástþórs” eftir Þorstein Jónsson

Hér er efni sem ég "stal af netinu", og varð að kynna ykkur aðeins, þ.e. ef einhver rambar inn á síðuna.         F.S.

AnnaFam-full  Annað líf Ástþórs

23. maí 2007

Heimildamyndin “Annað líf Ástþórs” eftir Þorstein Jónsson    

Heimildamyndin “Annað líf Ástþórs” eftir Þorstein Jónsson verður sýnd í Háskólabíói 29.-31. maí, alla dagana klukkan 18:00.

Aðeins þessar einu sýningar. 

Heimildarmyndin fjallar um Ástþór sem ætlaði sér alltaf að verða bóndi. En hvernig ætlar hann að láta þá drauma rætast eftir að hann er kominn í hjólastól? 

Að vera bóndi í hjólastól virðist ekki ganga upp. Ef hann notaði skynsemina, flyttist hann í blokk og tæki upp líf borgarbúans, starf fyrir framan tölvuskjá eða færiband, frístundir við sjónvarpið og vöruúrval í markaði á horninu. 

En hann ætlar ekki að sleppa tengslunum við dýrin og náttúruna, þó fæturnir þvælist bara fyrir eins og komið er. Hann ætlar að gera það sem nauðsynlegt er til að geta búið á sinni jörð og rækja þau störf sem þar er að sinna. 

Sigursteinn Másson formaður ÖBÍ fór á forsýningu á myndinni og lýsti myndinni þannig: Þorsteinn hefur náð að fanga inntak nútímalegrar hugsunar um fatlaða sem þátttakendur í samfélaginu en ekki stofananamat og sagt okkur hetjusögu sem lætur engan ósnortin. Sértaklega er áhrifamikill kaflinn þar sem Ástþór er með þolinmæði sinni að hlúa að litla kiðlingnum sem skortir jafnvægi. 

Myndin er 66 mínútur og aðgangseyrir er 900. 

ÖBÍ styrkti gerð hennar. 

Nánari upplýsingar á    http://www.kvikmynd.com       

-------------------------------------------------------

 UMSÖGN:

Sigursteinn Másson: 

“Til hamingju með einstaklega áhrifamikla og fallega mynd. Sú saga sem þarna er sögð kemur á besta tíma með tilliti til áherslna okkar á sjálfstætt líf og aukin lífsgæði fatlaðra á þeirra eigin forsendum. Ástþór er fyrirmynd í því að láta drauma sína rætast án þess að fötlunin ráði úrslitum og sé honum óyfirstíganleg hindrun. Sérstaklega er áhrifamikill kaflinn þar sem Ástþór er með þolinmæði sinni að hlúa að litla kiðlingnum sem skortir allt jafnvægi. Þeir kaflar í myndinni eru einstakir og ég mæli með því að þeir verði hugsaðir í kynningarlegu tilliti. 

Þú hefur náð Þorsteinn að fanga inntak nútímalegrar hugsunar um fatlaða sem þátttakendur í samfélaginu en ekki stofananamat og sagt okkur hetjusögu sem lætur engan ósnortin.”   

Öryrkjabandalag Íslands styrkir myndina. 

AI. 

----------------------------------------------

F.S.

 


Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband