Breytingar hjá Tryggingastofnun ríkisins undirbúnar

FRÉTT AF:   http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2620 

22.10.2007

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að breytingum á lagaumhverfi Tryggingastofnunar ríkisins. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, sem gegnt hefur embættinu um fjórtán ára skeið sagði starfi sínu lausu fyrir nokkru síðan. Staðgengill hans, Sigríður Lillý Baldursdóttir, gegnir starfinu tímabundið, eða frá 1. nóvember til 31. desember. Eins og áður sagði er unnið að breytingum á lagaumhverfi Tryggingastofnunar sem leiðir af flutningi verkefna frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis og verður frumvarp þar að lútandi lagt fram á Alþingi á haustþingi. Auglýst verður eftir forstjóra í samræmi við ákvæði  laganna.


Bloggfærslur 25. október 2007

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband