Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Fjölgun leiguíbúða
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að veita 5 milljarða króna lánsfjárheimild til Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. Ákvörðunin er tekin á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði frá 19. júní síðastliðnum. Heimildin nær til leiguíbúðalána á almennum markaði vegna söluíbúða sem ekki seljast. Leiguíbúðalán verða veitt aðilum í þeim sveitarfélögum þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði er fyrir hendi.
Lánað verður til íbúða sem hafa náð að minnsta kosti fokheldisstigi 1. júlí 2008. Til að takmarka útlánaáhættu Íbúðalánasjóðs vegna lánanna verða ekki veitt lán til íbúða í sveitarfélögum þar sem leiguíbúðir fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði standa auðar. Uppfylli íbúðirnar þessi skilyrði getur Íbúðalánasjóður veitt lánsvilyrði en lánin greiðast út þegar íbúðirnar eru fullbúnar og þinglýstur leigusamningur til eins árs liggur fyrir.
Félags- og tryggingamálaráðherra mun óska eftir því við stjórn Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hefji lánveitingar í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar
( Innsett F.S. )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Ráðgjafahópur skipaður um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina
Heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafahóp um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina.
Tilgangur vinnu ráðgjafahópsins er að fara yfir og meta forvarnir á borð við bólusetningar og skimanir í tengslum við nýja heilsustefnu. Hópurinn skal eins og kostur er leitast við að leggja mat á kostnaðarhagkvæmni bólusetninga og skimana fyrir lýðheilsu Íslendinga almennt og skilgreina betur hvernig best sé að standa að málum. Hópurinn var skipaður þann 18. júní 2008 og skal skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. október 2008.
Ráðgjafahópurinn er þannig skipaður:
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, formaður
Ásgeir Theódórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
Kristján Sigurðsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands
Sigurður B. Þorsteinsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, heilbrigðisráðuneytinu
Tinna Ásgeirsdóttir, lektor í heilsuhagfræði við viðskipta- og hagfræðideild H.Í.
Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í heilbrigðisfræði og fyrirbyggjandi læknisfræði við læknadeild H.Í.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á bólusetningasviði hjá sóttvarnalækni.
( Innsett F.S. )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. júlí 2008
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
77 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 30552
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar