Guðmundur Magnússon endurkjörinn formaður ÖBÍ.

http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/941 

22.10.2011  

Á aðalfundi ÖBÍ sem var haldinn á Grand hóteli Reykjavík í dag, 22. október 2011. Á fundinum var Guðmundur Magnússon endurkjörinn formaður bandalagsins til tveggja ára. 

Grétar Pétur Geirsson var endurkjörinn gjaldkeri ÖBÍ til tveggja ára.  

Kosning var um 2 meðstjórnendur til tveggja ára, þar sem þau Sigríður Jóhannsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.  Fjórir gáfu kost á sér til þessara embætta, þær Ellen Calmon  frá ADHD samtökunum og Klara Geirsdóttir frá Félagi CP á Íslandi og fengu yfirburðar kosningu.

Þrír varamenn til eins árs voru kjörnir þau Jórunn Sörensen frá Félagi nýrnasjúkra, Guðmundur S. Johnsen frá Félagi lesblindra og Frímann Sigurnýasson frá SÍBS. Fimm einstaklingar buðu sig fram í varamannskjörinu. 

Í 5 manna kjörnefnd gaf Guðný Guðnadóttir ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og Guðjón Sigurðsson hafði sagt sig áður úr kjörnefnd. Þrír fulltrúa í nefndinni gáfu kost á sér til endurkjörs. Þau Gísli Helgason, Sigurður Rúnar Sigursjónsson og Sigurbjörg Ármannsdóttir. Ný í kjörnefnd eru Dagný Erna Lárusdóttir frá SÍBS og Jón Þorkelsson frá Stómasamtökunum. 

Í 5 manna laganefnd höfðu 2 nefndarmenn sagt sig úr nefndinni og að auki gaf Sigríður Jóhannsdóttir ekki kost á sér til endurkjörs. Tvei fulltrúar gáfu kost á sér til endurkjörs þeir Guðmundu S. Johnsen, Félagi lesblindra og Björn Hallgrímsson frá SÍBS.   Nýir í laganefnd eru Gísli Helgason frá Blindarvinafélagi Íslands, Örn Ólafsson frá Félagi CP á Íslandi og Guðbjörn Jónsson frá Parkinsonsamtökunum. Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum. 

  • Ályktun um yfirfærslu þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.
  • Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012.

 Innsett F.S.


Ályktun um yfirfærslu þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

 

samþykkt á aðalfundi ÖBÍ í dag, 22. október.

 

http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/942

 

22.10.2011

 

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Grand hóteli, Reykjavík, laugardaginn 22. október 2011 ályktar um yfirfærslu á þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga sem átti sér stað 1. janúar 2011.

 

Ljóst er að þeir fyrirvarar sem Öryrkjabandalag Íslands hafði uppi um yfirfærsluna voru allir á rökum reistir. Þrátt fyrir undirritun samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir fjórum árum er langt í land að fatlað fólk njóti þeirra mannréttinda sem því ber samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.

 

Nægilegt fé hefur ekki fylgt málaflokknum, svo hið svokallaða SIS mat virðist ekki hafa  þjónað þeim tilgangi sem því var ætlað, búsetumál hluta fatlaðs fólks eru enn í ólestri, húsaleigubætur hafa ekki fylgt verðlagi um nokkurra ára skeið og verða ráðstöfunartekjur því sífellt minni hjá fólki sem nú þegar hefur lítið handa í millum. Ekki hefur verið mótaður farvegur fyrir þá aðstoð sem framkvæmdasjóður fatlaðra sinnti og kemur það sér meðal annars mjög illa fyrir hagsmunasamtök og félög fatlaðs fólks.

 

Öryrkjabandalagið hefur staðið fyrir fundaröð þetta ár og náð þannig að kynnast stöðu mála um allt land. Ljóst er að vilji er fyrir hendi hjá sveitarfélögunum að gera betur í þessum málaflokki og er bandalagið tilbúið að taka þátt í þeirri uppbyggingu á grundvelli mannréttinda og jafnræðis.

 

Ekkert um okkur án okkar!

Innsett  F.S.

 

 

 

 


Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012

http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/943 

22.10.2011

Samþykkt á aðalfundi ÖBÍ, 22 október.

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Grand hóteli, Reykjavík, laugardaginn 22. október 2011 ályktar um frumvarp til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012.

Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012 ber með sér að þær réttindaskerðingar og sá niðurskurður sem hófst í janúar 2009, í því velferðarkerfi sem við búum við, verður ekki bættur að sinni.

Samkvæmt 76. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og með hliðsjón af þeim alþjóðlegu mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland er aðili að er kveðið á um að tryggja skuli fólki viðeigandi lífsafkomu, þannig að hægt sé að lifa með reisn. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og skorar ÖBÍ á alþingismenn að endurskoða frumvarpið í ljósi þess. Þrátt fyrir verðlagshækkanir og aukna greiðsluþátttöku fólks í lyfja- og lækniskostnaði, sjúkraþjálfun, hjálpartækjum o.fl. hefur öllum viðmiðunartölum í félagslega stuðningskerfinu verið haldið óbreyttum frá 2008. Er þar með enn þrengt að öryrkjum og sjúklingum.Samkvæmt 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks viðurkenna aðildarríkin „rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, m.a. viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“.

Viðunandi lífskjör eru sjálfsögð mannréttindi. Við hvetjum  ríkisstjórn sem vill kenna sig við velferð að vinna að samfélagi fyrir alla, með mannréttindi og jafnræði að leiðarljósi.

Ekkert um okkur án okkar!

Innsett F.S.

 


Bloggfærslur 23. október 2011

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband