Eru leiðtogar ASÍ að berjast fyrir eigin kjarabótum eða kjaraskerðingu fyrir aðra launamenn ??

 

Ég held að ASÍ verði að fara að skoða eigin vinnubrögð í kjarabaráttunni.   Það þarf að auka greiðslur í lífeyrissjóði ASÍ til að bæta lífeyrisréttindi þeirra fólks. 

Svo er stóra málið að það þarf að koma í veg fyrir að ríkið ræni lífeyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna.

Nú skerða greiðslur lífeyrissjóðanna bætur Tryggingastofnunar Ríkisins svo að áunnin lífeyrisréttindi ganga, að stórum hluta, til ríkisins í gegnum þessar skerðingar.

Verkalíðsfélögin öll verða að vinna betur að réttindum lífeyrisþega og koma í veg fyrir þessar skerðingar.

ASÍ á ekki að öfundast út í lífeyrisréttindi annarra heldur vinna að því að bæta lífeyrisréttindi sinna félagsmanna.

Til þess eiga þeir að nota kjarasamningana.

F.S.

 


mbl.is Vilja afnema ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að leysa rekstrarvanda verndaðra vinnustaða ?

 

Nú er blindravinnustofan í vanda og niðurskurður á framlagi ríkisins er að gera þeim erfitt fyrir. 

Á samdráttartímum eru vinnustaðir að fækka fólki og þá missa fatlaðir oft frekar vinnuna en aðrir.  Því er enn mikilvægara að tryggja rekstur verndaðra vinnustaða og atvinnu þeirra fötluðu einstaklinga sem vinna þar.  

Ríkið fær virðisaukaskatt af seldum vörum og svo skatta af 30 einstaklingum sem vinna þar.

  Stjórnvöld verða að huga betur að þessum vinnustöðum og tryggja vinnu og velferð fötluðu einstaklinganna sem vinna þar.

F.S.


mbl.is Blindravinnustofan í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2011

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband