Sunnudagur, 11. mars 2012
Tillaga um frumvarp um líffæragjafir
Þriðjudagur, 14. febrúar 2012 14:39 |
Gert ráð fyrir ætluðu samþykki Með tillögunni er Alþingi ætlað að álykta að fela velferðarráðherra að láta semja frumvarp sem geri ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjafir í stað ætlaðrar neitunar, þannig að látinn einstaklingur verði sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða Neiti aðstandendur líffæragjöf við lát einstaklings skuli þó taka tillit til þeirrar óskar, segir í þingsályktunartillögunni.
Siv bindur vonir við að frumvarpið geti orðið að lögum síðla árs. Ég vonast til að tillagan verði samþykkt hið fyrsta á Alþingi. Það er ekki mjög flókið að vinna svona tillögu. Við höfum fyrirmyndir til að styðjast við frá Norðurlöndum. Við gætum því séð ný lög á þessu ári ef þingið vinnur hratt og ráðherrann hefur hraðar hendur, segir Siv og á við Guðbjart Hannesson velferðarráðherra.
Hún bendir á að hlutfall neitunar af hálfu aðstandenda sé hærra hér en t.d. á Spáni. Ein ástæðan er sú að þetta er erfið ákvörðun fyrir aðstandandann. Hann veit ekki hvað hinn látni vildi sjálfur. Aðstandendur hafa því oft lítið til að styðjast við. Ef við breytum lagaumhverfinu og gerum ráð fyrir ætluðu samþykki auðveldar það aðstandendum að segja já. Við höldum hins vegar að sjálfsögðu rétti þeirra til að segja nei, segir Siv.
Margir eiga því lífið að launa Við líffæraþegar vonumst eftir góðum undirtektum og að þetta gangi hratt fyrir sig. Sjálfur á ég líf mitt því að launa að fólk sé jákvætt gagnvart þessu. Við erum mörg sem værum ekki til frásagnar annars.
Morgunblaðið þriðjudaginn 31. janúar 2012
http://www.althingi.is/altext/140/s/0730.html þingsályktunin um ætlað samþykki http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVE9F90E0B-5541-487E-935E-B131D4837689 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. mars 2012
Samspil bóta frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum
Að gefnu tilefni er vakin athygli á að óþarft er að tilgreina sérstaklega í skattframtali bætur frá Tryggingastofnun sem hafa ekki áhrif á örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum frá 1. janúar 2011.
Eftirfarandi greiðslur frá Tryggingastofnun eru sérstaklega tilgreindar við staðgreiðsluskil:
- Sérstök uppbót til framfærslu (það sem vantar upp á lágmarksgreiðslur).
- Dánarbætur
- Uppbætur á lífeyri
- Uppbætur vegna reksturs bifreiðar
- Mæðra- og feðralaun
- Maka- og umönnunarbætur
Með þessum hætti er lífeyrissjóðum gert kleift að taka ekki ofangreindar greiðslur með sem tekjur lífeyrisþega. Þannig hafa þær ekki áhrif á lífeyrissjóðstekjur til lækkunar.
Vinnulagi þessu var komið á í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega, 3. des. 2010. Lesa um yfirlýsinguna á vef velferðarráðuneytisins (Opnast í nýjum vafraglugga).
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. mars 2012
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
83 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar