Þriðjudagur, 17. apríl 2012
Ertu rétt greindur? eftir Vilhjálm Ara Arason
http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2012/04/16/ertu-rett-greindur
16.4 2012

Miklu máli skiptir að gera sér grein fyrir einkennum gróðurofnæmis, sem líkst getur slæmu kvefi, jafnvel með mikilli slímhimnubólgu í augum eins og sést á myndinni og miklum nefstíflum og hnerraköstum, ennis- og kinnholubólgum og jafnvel berkjubólgu og asthma. Allt einkenni sem verulega dregur úr lífsgæðunum og eykur hættu á fylgisýkingum. Ömurlegur sjúkdómur hjá annars frísku fólki, vanmetinn, vangreindur og oft undirmeðhöndlaður hjá okkur Íslendingum á sumrin. Þegar fólk grætur alla daga, af allt öðrum ástæðum en helst væri ástæða að gráta yfir. Jafnvel vakir á nóttunni og missir úr vinnunni.
Verst er þegar viðkomandi veður síðan í villu eða hefur ekki aðgang að fullnægjandi útskýringum á sjúkdómseinkennum og réttri meðferð. Ofnæmissjúkdómar og þá sérstaklega gróðurofnæmi, eru alltaf að verða algengari í hinum vestræna heimi. Heimi hreinlætis þar sem vöntun virðist vera á eðlilegri nálgun við náttúruna, flóruna okkar, moldina, gróðurinn og dýrin. Talið er að allt upp undir 30% ungs fólks á Norðurlöndunum sé með ofnæmi af einhverju tagi, flestir fyrir gróðri. Tíðnin hefur að því er virðist aukist mest hjá unga fólkinu. Mest er sennilega öllu hreinlætinu um að kenna, frá blautu barnsbeini og áhrifa ýmissa kemískra efnanna í umhverfinu, í þvottaefnum og snyrtivörum. Í því sambandi má ekki heldur gleyma vaxandi tíðni ofnæmissjúkdóma og excema hjá börnum og unglingum, tengt fæðuofnæmi og stundum hugsanlega skorti á D-vítamíni sem mikið var talað um í vetur. Eins hvernig við nálgumst okkar nánasta umhverfi og vægum sýkingum með oft stórbrotnum inngripum. Vonandi þó ekki þrávirkum iðnaðarefnunum sem stöðugt safnast meira upp í náttúrunni, mest í köldum sjónum.
Þeir sem eru með ofnæmi fyrir fíflum, eru með þeim fyrstu sem fá einkenni ofnæmis snemma á vorin á Íslandi. Þegar þeir fyrstu springa út, út undir húsveggjunum okkar nú í lok mars. Síðan eru það trjátegundirnar sem margar eru alltaf að verða fleiri og stærri, ekki síst aspirnar, bjarkir og hlynurinn. Birkið okkar alíslenska hefur síðan mikið að segja fram eftir öllu sumri, en yfir hásumarið eru það grösin og smárinn sem eru allsráðandi í sjúkdómsmyndinni, ekki síst á þurrum slátturdögum.
Ofnæmi er eins og hver annar langvinnur sjúkdómur sem oft er hægt að halda niðri með réttri meðferð. Meðferðin getur hins vegar verið bæði flókin og dýr. Ofnæmistöflur sem ekki valda of mikill sljóvgun, fyrirbyggjandi steraspray í nefið alla daga, æðaherpandi spray við bráðaeinkennum og miklum stíflum í nefi, augndropar sem eru gefnir fyrirbyggjandi 2-3 svar á dag allt sumarið eða æðaherpandi augndropar við miklum einkennum og bjúg í augum, sem samt oft geta líka valdið þurrki í slímhúðum við of mikla notkun. Stundum jafnvel sterakúrar í töfluformi sem þarf að trappa niður eða fyrirbyggjandi sterasprautur í vöðva á vorin sem gerir gæfumuninn fyrir þá allra verstu og sem oft er reyndar vannýttur möguleiki strax á vorin. Og þrátt fyrir góða meðferð geta komið einstaka grátdagar, eins og gengur, í þurrki og roki þar sem augun verða bæði rauð og bólgin.
Meðferð við ofnæmi á þannig að vera klæðskerasaumuð að þörfum hvers og eins, til að lágmarka einkenni og til að reyna að koma í veg fyrir óæskilegar aukaverkanir af lyfjunum. Eins og á við auðvitað um meðferð allra langvinna sjúkdóma. Kostnaður við lyfjakaup á ofnæmisltyfjum er hins vegar því miður allt of hár, enda niðurgreiðsla þess opinbera takmarkaður. Margir hafa þannig ekki ráð á bestu lyfjunum í dag og láta sig því hafa það næst besta, eða bara að vera oft hálf grátandi og hnerrandi yfir sumarið. Á tíma sem flestum ætti að geta liðið aðeins betur en á öðrum tímum ársins og fengiðtækifæri til að njóta þess sem sumarið hefur best upp á að bjóða, sumarfrí, útivist og ferðalög.
Þreyta og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi er vanmetið vandamál í þjóðfélaginu og sem veldur vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þess sem í hlut eiga og jafnvel nánustu aðstandendum. Ráðgjöf og fræðsla um ofnæmi þarf því að vera miklu betri og aðgengilegri á heilsugæslustöðvunum en hún er í dag. Auk heilsugæslunnar sinna síðan sérfræðingar í ofnæmisjúkdómum verstu tilfellunum og gera ofnæmispróf þegar þeirra er þörf. Greiningin er þó oftast fenginn með góðri sögu einni saman og klínísku mati á einkennum. Rétt meðferð er síðan lykilatriðið til að sem flestir fái að njóta björtu grænu mánuðanna sem best, ekkert síður en þeirra löngu, hvítu og svörtu, á landinu annars hinu ágæta.
Innsett F.S.
Bloggfærslur 17. apríl 2012
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
83 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar