"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?“

 

http://www.visir.is/-er-til-betri-gjof-en-ad-gefa-odrum-lif--/article/2012120939934 

Innlent 30. september 2012 21:00

Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað.
Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri.

Kjartan greindist þriggja ára með meðfæddan hjartagalla og gekkst undir þrjár opnar hjartaskurðaðgerðir fyrir 22 ára aldur.

„Árið 2005 þá datt ég niður dáinn vestur í bæ og var svo heppinn að fá lífsbjörg. Og settur í mig bjargráður til að koma í veg fyrir að ég gæti dáið aftur svona óforvarandis. Sá bjargaði mér að minnsta kosti í tvígang," segir hann.

Það var svo árið 2009 sem Kjartan var greindur með hjartabilun á lokastigi.

„Ég var hættur að geta keyrt og ég var orðinn það slappur að aðgerð eins og að fara í úlpuna og skóna þýddi það að ég þurfti að hvíla mig áður en ég fór út í göngutúrinn, sem var þá vel innan við hálfur kílómetri og ég steinlá upp í sófa undir teppi."

Tveimur vikum fyrir fimmtugsafmælið, í apríl 2010 fór Kjartan á biðlista eftir nýju hjarta. 19 vikum síðar fékk hann grænt ljós og fór til Svíþjóðar í ígræðslu. Hann hefur nú öðlast nýtt líf og hljóp léttilega í Hjartahlaupinu í morgun.

„Það að geta í dag tekið þátt í tíu kílómetra hlaupi er bara út úr þessum heimi og einungis geranlegt út af nýja hjartanu."

Átján Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu, auk þess eru tólf á undirbúningsstigi fyrir biðlista og sami fjöldi á undirbúningsstigi fyrir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa.

„Ég gat alveg beðið í mánuð, ég gat beðið í 2 mánuði, ár, 2 ár. Við vitum sögur af því að fólk hefur beðið eftir hjarta í 2 ár. Það er bara happdrætti."

80-90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri eftir andlát sitt en þó neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósentum tilfella. Þetta þykir Kjartani miður og hvetur hann landsmenn til að ræða málið.

„Ef þú segir þínum nánustu að þú vilt láta nýta líffæri úr þér eftir þinn dag, ef til þess kæmi að þú deyrð ótímabærum dauða, þá er svo ofsalega mikið hægt að gera fyrir þá sem eru ofsalega veikir í dag. Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?" spyr hann að lokum.
Innsett:F.S.

 

Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn

 

Innlent 30. september 2012 19:30 

http://www.visir.is/ny-islensk-rannsokn-um-alzheimer-og-kaefisvefn/article/2012120939938 

Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á.
Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. mynd tengist frétt ekki beint
Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við.

Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu.

„Það sem er kannski nýlunda í þessu, því þetta hefur verið gert í einhverjum mæli áður, er að við endurtökum þetta í 5 skipti. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikill þetta hefur verið er að við endurtökum þetta, þanni gað þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti.

Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar.

„Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags."

Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð.

„Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski færri en heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."

Innsett: F.S.

Bloggfærslur 30. september 2012

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband