Laugardagur, 14. september 2013
Enn um hrotur og kæfisvefn.
Af pressan.is
14. sep. 2013 - 17:00
Hrotur gera fólk kinnfiskasogið og ófrítt
Það er ekki nóg með að hrotur haldi mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum oft vakandi heldur gera þær þann er hrýtur kinnfiskasoginn og ófríðan.
Vísindamenn segja að þeir sem þjást af svefntengdu öndunarstoppi, sem einkennist af hrotum og truflunum á andardrætti, séu líklegri til að virðast vera minna aðlaðandi, ekki eins unglegir og ekki eins árvakir og þeir sem sofa hrotulaust.
Í rannsókn sem var framkvæmd á 20 miðaldra sjúklingum sem þjást af hrotum kom fram að þeir sem fengu meðferð við hrotunum voru taldir mun meira aðlaðandi á myndum sem voru teknar af þeim eftir að meðferðinni lauk heldur en áður en hún hófst, þetta átti við í tveimur af hverjum þremur tilvikum. Enni viðkomandi þóttu ekki vera eins þrútin og andlit þeirra ekki eins rauð og fyrir meðferðina, segir á vefmiðli Daily Telegraph.
Vísindamennirnir tóku einnig eftir, en gátu ekki mælt það, að hrukkum á enni hrjótaranna fækkaði eftir að þeir höfðu fengið meðferð við hrotunum. Með því að nota nákvæma andlitsgreiningartækni eins og skurðlæknar nota, og óháðan hóp fólks til að skoða niðurstöðurnar, sást að nokkrum mánuðum eftir að fólk fékk aðstoð við að anda betur þegar það sefur og hætta að þjást af svefnleysi voru marktækar breytingar á enni þess.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of Clinical Sleep Medicine.
Einnig á Pressan.is
Innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. september 2013
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
85 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 30542
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar