Fimmtudagur, 30. október 2014
Frá ÖBÍ.
ÖBÍ tekur undir ályktun Kjaranefndar FEB
varðandi launa- og kjaramál
Öryrkjabandalagið tekur undir það sem fram kemur í eftirfarandi ályktun Kjaranefndar Félags eldri borgara (FEB):
Samkvæmt stjórnarskránni eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum og allir eiga að njóta mannréttinda.
Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Mikill misbrestur hefur verið á því, að þessum lagaákvæðum hafi verið framfylgt.
Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra sem yngri eru.
Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en aðrir launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur.
Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á kjörum sínum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst.
Eldri borgurum hefur því verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.
Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi árið 2009, var brot á mannréttindum og hið sama er að segja um kjaragliðnun krepputímans.
Kjaranefnd FEB skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta strax lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar sl. fimm ár, þar eð um mannréttindabrot er að ræða og stjórnarflokkarnir báðir lofuðu því fyrir kosningar að framkvæma þessa leiðréttingu strax, ef þeir kæmust til valda.
Innsett: F.S.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. október 2014
Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol.
- 30. okt 2014
Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol

Mánudaginn 3. nóvember kl. 20 - 22, munu Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Selíak- og glútenóþolssamtök Íslands halda rabbkvöld í húsakynnum sínum í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, 2. hæð.
Tilgangurinn með rabbkvöldum er að hittast og ræða um fæðuofnæmi og -óþol og þá þætti sem hafa þarf í huga í daglegu lífi og starfi.
Á þessu fyrsta rabbkvöldi vetrarins mun Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður AO opna fundinn og ræða tilgang fundanna. Einnig mun hún kynna bókina "Kræsingar" sem hún þýddi fyrir tilstuðlan félagsins. Kræsingar verða á tilboðsverði á rabbkvöldinu.
Kvöldið er opið fyrir alla áhugasama. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Innsett: F.S.
Bloggfærslur 30. október 2014
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
86 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 30540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar