Fyrirbyggjandi aðgerðir í boði SÍBS

 

SÍBS hefur lagt sig eftir því að efla fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir lífsstílssjúkdóma.

Hjartaheilla og SÍBS-lestin hefur oft farið um landið og boðið upp á ókeypis mælingar blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu, súrefnismettun blóðs og stundum líka boðið upp á öndunarmælingar.

Fólk ætti að nýta sér þessi tilboð og fá athugun á þessum þáttum heilsu sinnar ókeypis hjá SÍBS og aðildarfélögum þess.

Innsett: F.S.


mbl.is 60% með háþrýsting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí öndunarmæling 13. nóvember

Samtök lungnasjúklinga og SÍBS bjóða fría öndunarmælingu fimmtudaginn 13. nóvember í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, á 2. hæð (lyfta) kl. 13 til 16.

Hafir þú grun um að þú hafir lungnasjúkdóm en ert ekki nú þegar undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks vegna þess, þá er þessi öndunarmæling í boði fyrir þig. Talið er að margir séu með lungnasjúkdóm og viti ekki af því.

Helstu ástæður fyrir því þú ættir að fara í öndunarmælingu eru:Helstu ástæður fyrir því þú ættir að fara í öndunarmælingu eru:

”Þú ert, eða hefur verið reykingamaður”

Þú ert eldri en 40 ára ”Þú hefur haft hósta í langan tíma”

Þú getur ekki gengið upp stiga án þess að að upplifa mæði ”Þú hefur fundið fyrir aukinni mæði síðastliðin ár”

Þú hefur fundið fyrir hvæsandi öndun undanfarin ár ”Þú getur ekki þjálfað þig (hreyft þig) eins mikið og áður”

Þú hefur einhverjar áhyggjur af lungnaheilsu þinni ”Þér líður eins og þú fáir ekki nóg loft”

Þú finnur fyrir verk við inn- eða útöndun

Gert í samstarfi við fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, göngudeild A3 á LSH og Reykjalund.

Ekki er hægt að panta tíma í mælingu fyrirfram, aðeins er hægt að koma á staðinn og taka númer.

Innsett: F.S.


Bloggfærslur 13. nóvember 2014

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband