Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Valgeir Matthias Pálsson berst fyrir réttindum öryrkja og vill svör.
Valgeir Matthías Pálsson
April 6 at 5:14pm
Vegna neyðar ástands í málefnum öryrkja settist ég niður og ritaði eftirfarandi aðilum þetta bréf sem birt er hér að neðan.
Ég bað um það að bréfi mínu yrði svarað fyrir föstudaginn 11.apríl 2014!
---
Bréf sent á eftirfarandi aðila:
Ellen Calmon (formann ÖBÍ)
Lilju Þorgeirsdóttir (framkv.st. ÖBÍ)
Hannes Inga Guðmundsson (lögfræðing ÖBÍ)
---
Sigmund Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra)
Bjarna Benediktsson (fjármálaráðherra)
Eygló Harðardóttur (félags og húsnæðismálaráðerra)
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (form. velferðarnefndar Alþingis)
---
Sælt veri fólkið.
Ég ákvað að setjast niður og skrifa ykkur örstutt bréf vegna stöðu og málefni öryrkja á Íslandi í dag. Árið 2014 er bráðum hálfnað og ríkisstjórn Íslands verður brátt eins árs ef áfram heldur sem horfir.
Mér finnst svo ég byrji að opna umræðuna hér að málefni öryrkja og aldraðra hafi lítið verið í umræðunni upp á síðkastið. Mér finnst lítið hafa heyrst frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) varðandi mál sem líta að öryrkjum á Íslandi á síðustu mánuðum.
Ég og reyndar margir aðrir vissu mæta vel að málefni öryrkja yrðu ekki ofarlega uppi á pallaborðinu hjá þeirri ríkisstjórn sem tók við fyrir ári síðan. Það vissu menn. En mér finnst núna vera komin tími á aðgerðir af hálfu Öryrkjabandalgs Íslands og sérsambanda þess ásamt ríkisstjórnar íslands. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Mælirinn er orðin fullur og það fyrir mörgum árum síðan.
Nú er svo komið að ég og margir fleiri lítum á það sem okkar neyðar brauð að fara með málefni er lúta að framfærslu öryrkja á Íslandi til Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnvel Alþjóða glæpa dómstólsins. Hvert er álit ÖBÍ og sérsambanda þess á þessum málum? ÖBÍ hefur höfðað fleiri mál fyrir dómstólum hér heima en þau hafa í raun og veru öll tapast. Ef ég veit rétt. Það hafa kannski unnist nokkur léttvægari mál en þau hafa ekki skipt sköpum fyrir heildar mynd mála.
Mig langar að vita eitt. Eru einhver dómsmál er lúta að öryrkjum á Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu nú um þessar mundir? Eru einhver mál fyrir dómstólum á Íslandi nú um þessar mundir er snúa að framfærslu öryrkja á Íslandi.
Mælir öryrkja á Íslandi er orðin algjörlega fullur. Hér sveltur fólk og fólk á ekki ofan í sig og á þegar t.d. 2-3 vikur eru eftir af hverjum einasta almanaks mánuði ársins. Það er slæmt og óréttlátt og það er í raun og veru mannréttindabrot.
Mannréttindabrot segi ég vegna þess að öllum skal tryggð mannsæmandi framfærsla í stjórnarskrá. Það eru víða framin mannréttindabrot á Öryrkjum á Íslandi. Það er mál að linni. Nú þarf að fara að bretta upp ermar og fara að vinna í málunum.
Ef að Öryrkjabandalag Íslands og Alþingi Íslendinga treystir sér ekki í þessi mál að þá vil ég sem öryrkji og mikill og harður talsmaður þess að hér verði bætur hækkaðar til samræmis við það sem gerist í öðrum nágranna löndum okkar, vita það. Það gengur ekki að láta þessi mál leika á reiðanum mikið lengur.
Það eru öryrkjar hér sem svelta part úr hverjum einasta mánuði ársins og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að þannig á ekki að koma fram við þegna þessa lands. Mannréttindi eru ekki virt á Íslandi.
Þið verðið að athuga það ágæta starfsfólk (nota þetta yfir ykkur öll í þessu bréfi) að við öryrkjar erum líka fólk, alveg eins og þið hin. Við eigum okkar væntingar og þrár. En við getum aldrei leyft okkur neitt í hinu daglega lífi vegna þess að endar okkar ná ekki saman.
Sem sagt.
1. Hver er afstaða ÖBÍ vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna framfærslu öryrkja á Íslandi?
2. Ætlar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að beita sér í málefnum öryrkja á komandi mánuðum? Heiðarleg svör óskast!
3. Munu öll málefni er snúa að öryrkjum og öldruðum verða endurskoðuð á komandi vikum og mánuðum eða verðum við svelt endalaust?
Þið áttið ykkur kannski ekki á því en hér á landi fremja margir öryrkjar sjálfsvíg vegna þess að þeir ná ekki endum saman. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá!
Með vinsemd og virðingu.
Valgeir Matthías Pálsson
Hs: 5177661 og Gsm: 7706690
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Óeðlileg skerðing lífeyrisgreiðslna
http://www.obi.is/frettabref/frett/nr/1568 4.4.2014 Samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða er útiUm síðustu áramót rann úr gildi samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða (LL) frá 30. desember 2010 sem miðaði að því að koma í veg fyrir víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyris lífeyrissjóða[1]. Samkomulagið tók gildi 1. janúar 2011 og gekk í meginatriðum út á að lífeyrissjóðirnar skerði ekki greiðslur til sjóðsfélaga vegna almennra hækkana bóta almannatrygginga og öfugt. Með þessu þá lækka bætur almannatrygginga ekki þrátt fyrir almennar hækkanir lífeyrissjóðanna. Ástæður fyrir gerð samkomulagsinsFrá 2006 til 2011 fækkaði umtalsvert í hópi örorkulífeyrisþega með bætur frá TR sem einnig voru með lífeyrissjóðsgreiðslur. Til að átta okkur á því hvernig víxlverkunin er tilkomin þarf að skoða áhrif tekna við útreikning lífeyrissjóðanna á örorkulífeyri. Lífeyrissjóðum ber að greiða öryrkjum lífeyri vegna tekjutaps. Tekið er mið af áunnum réttindum við útreikninginn. Reiknaðar eru út viðmiðunartekjur hvers og eins sem taka mið af meðallaunatekjum síðustu ára fyrir örorkumat. Samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna mega tekjurnar ekki vera hærri en útreiknaðar viðmiðunartekjur. Árið 2006 var bætt inn í samþykktir margra lífeyrissjóða að taka skyldi í útreikninginn lífeyris- og bótagreiðslur frá almannatryggingum. Fram að því höfðu bætur almannatrygginga ekki áhrif á örorkugreiðslur lífeyrissjóðanna. Breytingin kom til framkvæmda árið 2007 hjá lífeyrissjóðum sem eiga aðild að Greiðslustofu lífeyrissjóða. Afleiðing þess var að greiðslur almennra lífeyrissjóða til fjölda öryrkja lækkuðu eða féllu niður á árunum 2007 til 2010.[2] Lífeyrissjóðirnir bentu sjóðsfélögum sínum á að hafa samband við Tryggingastofnun, þar sem lægri örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði gat leitt til þess að almannatryggingar bættu lækkunina að hluta. Það leiddi til þess að örorkulífeyrinn var skertur enn frekar við næstu reglulegu tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Að auki eru lífeyrissjóðstekjur tekjutengdar við bætur almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Víxlverkun örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefur bitnað harðast á þeim sem voru með lágar lífeyrissjóðstekjur og/eða uppbótargreiðslur vegna mikils kostnaðar sem hlýst af fötlun eða sjúkdómi. Hvaða þýðingu hefur samkomulagið?Samkomulaginu við LL var ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi víxlverkun á milli bóta almannatryggingakerfis og lífeyrissjóðsgreiðslukerfis, þ.e. að almennar hækkanir í öðru kerfinu myndu ekki leiða til lækkunar í hinu kerfinu. Á þeim tíma sem samkomulagið var í gildi átti að finna lausn til framtíðar. Framhald samkomulagsins er til skoðunar hjá velferðarráðuneytinu. Því miður hefur ÖBÍ enn ekki fengið nein formleg viðbrögð við fyrirspurn þess efnis hvort samkomulagið verði framlengt með einhverjum hætti eða hvort sett verði lög sem sporna gegn því að slík víxlverkun geti átt sér stað. Í bréfi formanns ÖBÍ til félags- og húsnæðismálaráðherra dags. 2. desember 2013, er hnykkt á mikilvægi þessa samkomulags og bent er á þá ríku hagsmuni sem varða þann hóp örorkulífeyrisþega sem samkomulagið hefur varið fyrir skerðingum. Stjórnvöld eru hvött til þess að ganga að samningaborðinu með LL til endurnýjunar samkomulagsins á meðan unnið er að varanlegri lausn. Samkomulag eða lög um lífeyrissjóðiAð öllu óbreyttu þ.e. ef samkomulagið verður ekki framlengt eða ekki gripið til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir víxlverkun, mun hún fara af stað að nýju. Lífeyrissjóðirnir framkvæma tekjuathugun á þriggja mánaða fresti. Næsta tekjuathugun verður í maí nk. Þá er hætta á að sjóðsfélagar fái tilkynningu um breytingar til lækkunar á lífeyrisgreiðslum. Áhrif á greiðslur almannatrygginga kæmu ekki í ljós fyrr en sumarið 2015 eða þegar árið 2014 hefur verið gert upp. Því er mjög mikilvægt að óvissu um næstu örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna verði aflétt sem allra fyrst. Samfélagslega er einnig mjög mikilvægt að jafnvægi sé haldið á milli þessara meginstoða lífeyristrygginga landsmanna á meðan unnið er að varanlegri lausn. Landsmönnum er samkvæmt lögum skylt að greiða í lífeyrissjóði enda eru þeir ein af grunnstoðum samfélagsins. Viljum við ekki að þær greiðslur sem við höfum innt af hendi til lífeyrissjóðanna komi okkur að gagni hvort sem við verðum örorku- eða ellilífeyrisþegar. Fyrir hvern erum við að greiða í lífeyrissjóðinn? Þess ber að geta að ríkið greiðir svokallaða örorkubyrði til lífeyrissjóðanna sem er ákveðið hlutfall af tryggingagjaldi. Því má ætla að lífeyrissjóðirnir eigi einnig að standa vörð um velferð sjóðsfélaga sinna hvort sem þeir verði elli- eða örorkulífeyrisþegar. ÖBÍ hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um örorkulífeyrisþega þannig þeir tapi ekki lífeyrissjóðstekjum, að hluta eða öllu leyti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍ
[1] http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32525 (Opnast í nýjum vafraglugga): Samkomulag varðandi víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega. [2] ÖBÍ höfðaði prófmál fyrir hönd sjóðsfélaga sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi vannst varnarsigur í málinu, en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð í málinu. Lífeyrissjóðsmálinu var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem vísaði málinu frá í maí 2011.
Innsett: F.S. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega"
Auka ekki fjárhagsaðstoð vegna heilbrigðiskostnaðar lífeyrisþega
Innlent kl 07:00, 05. mars 2014 Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eva Bjarnadóttir skrifar:
Félags- og tryggingamálaráðherra segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði. Í skoðun er breyting á fyrirkomulagi endurgreiðslu vegna lyfja- og lækniskostnaðar.
Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu.
Eygló Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).
Það má vel sjá fyrir sér að betur fari á því að SÍ annist allar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og þeir fjármunir til þessara þátta sem eru hjá TR flytjist þangað yfir," segir Eygló.
Endurgreiðsla SÍ er ekki tekjutengd heldur lýtur hún að fjórum gjaldflokkum eftir því hvort í hlut eiga börn, fullorðnir, örorku- eða ellilífeyrisþegar. Myndi það samkvæmt óbreyttum lögum leiða til þess fjármunirnir dreifðust á stærri hóp en hingað til.
Að mínu mati þyrfti þá að tryggja með einhverjum hætti að þeir sem standa illa fjárhagslega fengju sérstakan stuðning, líkt og er markmiðið að baki lögum um félagslega aðstoð," segir Eygló.
Heildarendurskoðun almannatrygginga stendur yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Ráðherra boðar þó frumvarp um frekari breytingar á yfirstandandi þingi.
Töluverðar gjaldskrárhækkanir á heilbrigðisþjónustu urðu um áramót, sem eru yfir hækkun bóta almannatrygginga og verðbólgumarkmiðum.
Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins
Geta ekki beðið út í hið óendanlega
Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar," segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað.
Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag."
Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsubrests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum.
Innsett:FS
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. apríl 2014
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
85 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar