Sunnudagur, 16. maí 2010
Enn rýrnar velferðarkerfið hjá Norrænu-velferðarstjórninni.
Niðurskurðurinn hefur bitnað þyngra á lífeyrisþegum heldur en öðrum í samfélaginu. Líklega eru lífeyrisþegar breiðu bök samfélagsins, að áliti ríkisstjórnarinnar.
Nú þegar hafa sparnaðaraðgerðirnar í lyfjamálum leitt til mun minni lífsgæða margra sjúklinga og er þetta einna mest áberandi með astmasjúklinga. "Stjórnarlyfin" gætu leitt til þess að hluti þess hóps þurfi að leggjast inn á sjúkrahús til meðferðar þar sem "stjórnarlyfin" gangnast mun verr en lyfin sem fólkið var komið á eftir oft margra ára prófanir.
Biðlistar eftir aðgerðum eru að lengjast og þar með eykst hættan á að t.d. hjartasjúklingar lifi ekki af bið eftir aðgerð. Þetta er óafsakanlegt.
Nær væri að skattleggja séreignalífeyrir strax, og semja þá um að útgreiðsla hans muni ekki skerða greiðslur T.R. eða Lífeyrissjóðanna.
Einnig hefði mátt auka bolfiskkvótann og selja tímabundinn veiðirétt til að afla tekna í ríkissjóð.
Einnig er nýbúið að úthluta makrílkvóta, en hægt hefði verið að selja tímabundinn veiðirétt þar líka.
Þetta er ekki sú velferðarríkisstjórn sem stjórnarflokkarnir boðuðu.
F.S.
Velferðarþjónustan skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.