Enn rýrnar velferðarkerfið hjá Norrænu-velferðarstjórninni.

Niðurskurðurinn hefur bitnað þyngra á lífeyrisþegum heldur en öðrum í samfélaginu.  Líklega eru lífeyrisþegar breiðu bök samfélagsins,  að áliti ríkisstjórnarinnar.

Nú þegar hafa sparnaðaraðgerðirnar í lyfjamálum leitt til mun minni lífsgæða margra sjúklinga og er þetta einna mest áberandi með astmasjúklinga.  "Stjórnarlyfin" gætu leitt til þess að hluti þess hóps þurfi að leggjast inn á sjúkrahús til meðferðar þar sem "stjórnarlyfin" gangnast mun verr en lyfin sem fólkið var komið á eftir oft margra ára prófanir.

Biðlistar eftir aðgerðum eru að lengjast og þar með eykst hættan á að t.d. hjartasjúklingar lifi ekki af bið eftir aðgerð.  Þetta er óafsakanlegt.

Nær væri að skattleggja séreignalífeyrir strax,  og semja þá um að útgreiðsla hans muni ekki skerða greiðslur T.R. eða Lífeyrissjóðanna.

Einnig hefði mátt auka bolfiskkvótann og selja tímabundinn veiðirétt til að afla tekna í ríkissjóð.

Einnig er nýbúið að úthluta makrílkvóta, en hægt hefði verið að selja tímabundinn veiðirétt þar líka.

Þetta er ekki sú velferðarríkisstjórn sem stjórnarflokkarnir boðuðu.

F.S.

 


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband