Mánudagur, 17. maí 2010
"Hafa þarf samráð fyrir niðurskurð" segir Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Landsambands fatlaðra
Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Landsambands fatlaðra segir að það skipti máli hvernig skorið er niður. Mikilvægt sé að haft sé samráð við samtök fatlaðs fólks ef skera á niður þjónustu við fatlaða.
Félagsmálaráðherra sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að óhjákvæmilegt væri að fækka starfsmönnum í velferðarkerfinu til að ná fram þeirri 40 milljarða króna hagræðingu í ríkisrekstri sem nauðsynleg er. Störfum muni meðal annars fækka í heilbrigðisþjónustu, skólum sem og þjónustu við fatlaða og aldraða.
Ragnar segir að það skipti öllu máli hvernig skorið er niður. Hafa þurfi samráð við samtök fatlaðs fólks. Einnig verði að hafa í huga að margt af því sem kallað sé þjónusta við fatlað fólk sé grunnþjónusta sem gerir fötluðu fólki kleift að vera þátttakendur í samfélaginu.
Ragnar segir að sum þjónusta sé þess eðlis að ekki sé hægt að skera hana niður. Ríkisstjórnin hafi samþykkt að fullgilda samning Sameinuðu þjóðannna um réttindi fatlaðs fólks. Það feli í sér að gera þurfi lagabreytingar og leggja þessa fullgildingu fyrir Alþingi. Á sama tíma ætli menn að skera niður. Erfitt sé fyrir stjórnvöld að tengja þetta tvennt saman.
Ragnar segir að koma verði á framfæri upplýsingum og áætlun um hvernig eigi að skera niður án þess að unnið sé gegn þeim sáttmála sem búið sé að skrifa undir og standi til að fullgilda.
af ruv.is
undirstrikanir og innsett F.S.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.