Eigi skal aftur höggva.........

 

Er ekki komið nóg af álögum á lífeyrisþega og niðurskurði tryggingabóta og þjónustu við þá.?

Ísland er búið að staðfesta samning Sameinuðu þjóðanna um þjónustu við fatlaða, og það kostar peninga að laga þjónustuna að því sem þar er ætlast til.

Ljóst er að stórir hópar fatlaðra eru nú að fá minni og lakari þjónustu heldur en núgildandi lög gera ráð fyrir.    Það kostar peninga að bæta úr því.

Boðaður niðurskurður veldur því að sjúkir og fatlaðir fá ekki lögbundna þjónustu.

Biðlistar eftir lífsnauðsinlegri heilbrigðisþjónustu eru að lengjast,  líf fjölda manns er í hættu vegna þess.

Þetta er ekki ástand sem er hægt að sætta sig við.

Svo er verið að reyna að plata sveitafélögin til að taka yfir þjónustu við fatlaða !

Í mínum huga er þetta orðið spurning um að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs og almennilegrar heilbrigðisþjónustu.  

Ísland er að fjarlægjast öll slík markmið og viðmið með aðgerðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki ásættanlegt.

 

F.S.

 

 

 


mbl.is Árás stjórnvalda á félagslega kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband