Áskorun aðalfundar ÖBÍ 23. október 2010

 

ÁSKORUN TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn í Reykjavík 23. október 2010, fer eindregið þess á leit við ríkisstjórn Íslands að sparnaður á sviði heilbrigðismála undanfarin tvö ár verði tekinn til endurskoðunar.

Sterkar vísbendingar eru til um að nokkrar þessara sparnaðaraðgerða muni ekki skila tilætluðum árangri heldur aðeins rýra lífsgæði sjúklinga og öryrkja. Ríkur skilningur er á, að nú um stund, þurfi að gæta aðhalds í útgjöldum til heilbrigðismála. Krafa okkar er þó sú að samfélagslegur ávinningur sé meiri en kostnaður.

Fundurinn leggur áherslu á að þessi endurskoðun hefjist eins fljótt og auðið er og henni verði lokið eigi síðar en 3. janúar 2011.

 

(Áskorun þessi var borin fram af SÍBS og hafði deginum áður verið samþikkt á þingi SÍBS.       Undirstrikanir og leturbreytingar  eru mínar.     Innsett FS  )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband