Föstudagur, 18. mars 2011
Vilt þú vera trúnaðarmaður fatlaðs fólks?
http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/874
11.3.2011
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir fólki sem er áhugasamt um að sinna verkefnum trúnaðarmanns fatlaðs fólks. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.
Samkvæmt 37. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Opnast í nýjum vafraglugga), skal velferðarráðherra skipa fötluðu fólki trúnaðarmenn eftir tilnefningum frá heildarsamtökum fatlaðs fólks.
Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011 (Opnast í nýjum vafraglugga) skulu þeir vera átta talsins og skiptast þeir milli landshluta með eftirfarandi hætti:
- Á þjónustusvæði Reykjavíkur og Seltjarnarness starfi tveir trúnaðarmenn.
- Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós hafi einn trúnaðarmann.
- Hafnarfjörður og Suðurnes hafi einn trúnaðarmann.
- Vesturland og Vestfirðir hafi einn trúnaðarmann.
- Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing hafi einn trúnaðarmann.
- Austurland og Hornafjörður hafi einn trúnaðarmann.
- Vestmannaeyjar og Suðurland hafi einn trúnaðarmann.
Helstu verkefni:
Trúnaðarmenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar. Trúnaðarmaður skal vera sýnilegur í störfum sínum, halda reglulega fundi með fötluðu fólki á sínu svæði og standa fyrir fræðslu fyrir fatlaða einstaklinga og þá sem veita þeim þjónustu. Um frekari verkefni trúnaðarmanna fatlaðs fólks vísast til reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011. (Opnast í nýjum vafraglugga)
Hæfniskröfur:
- Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks er nauðsynleg.
- Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Leitað er eftir einstaklingum sem eru liprir í mannlegum samskiptum, taka frumkvæði og geta unnið sjálfstætt.
Ráðgert er að skipa trúnaðarmenn til eins árs til að byrja með meðan unnið er að lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
Velferðaráðherra ákvarðar vinnuskyldu og þóknun trúnaðarmanna.
Nánari upplýsingar veita:
Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ, sími 530-6700 / 869-0224, netfang lilja@obi.is
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sími 588-9390 / 861-2752, netfang fridrik@throskahjalp.is
Þeir sem hafa áhuga á ofangreindum störfum skili umsóknum, rafrænt á ofangreind netföng fyrir 22. mars merkt Trúnaðarmaður eða bréfleiðis til ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík eða til Landssamtakanna Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.
innsett F.S.
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.