Sunnudagur, 17. apríl 2011
Um hrotur. Hér er vitaskuld ekki átt við þá sem glíma við kæfisvefn.
Af http://www.ruv.is/pistlar/gudmundur-palsson/hrotur
30.03.2011 Senda
Hrotur
Allir sem hafa heyrt aðra manneskju sofa þekkja óhljóðin sem oft fylgja sofandi fólki. Hroturnar. Þennan hvimleiða fylgifisk alsælunnar sem oft fylgir - eða á að fylgja, svefninum. Þessu dásamlega og bráðnauðsynlega ástandi sem langflest dýr fara í. Þegar við sofum hlöðum við batteríin fyrir næsta dag, hvílum okkur og endurnærumst. Og auðvitað getur það verið erfitt og dálítið leiðinlegt að vakna upp við hroturnar í næsta manni. Kannski um miðja nótt. Ef til vill þegar maður er nýdottinn inn í draumalandið og þann furðuheim sem opnast manni í svefni.
En afhverju í ósköpunum hrýtur fólk? Þegar við sofum slaknar á vöðvum líkamans. Líka þeim sem eru í munni og koki. Þeir síga því inn á við og geta valdið fyrirstöðu þegar loftið sem við öndum að okkur þröngvar sér framhjá gómfillunni og úfnum. Úfurinn er semsagt dinglumdanglið við op koksins á okkur. Þá titrar þessi skemmtilegi og kannski pínulítið furðulegi húðflipi, úfurinn, aftast í munninum á okkur, sem og gómfillan og þá myndast þetta brak og þessir brestir sem eru hrotur. Og ekki má gleyma blessaðri tungunni sem lekur niður þegar menn sofa með opinn munninn og ýtir úfnum aftur í kok. Þá heyrast jafnvel enn hærri hrotur.
Og hrotur eru mismunandi. Allt frá nokkuð sakleysislegu og ef til vill dálítið róandi og notalegu suði til ærandi hávaða. Tæpur helmingur fólks hrýtur af og til og fjórðungur hrýtur nær alltaf þegar hann sefur. Karlar hrjóta frekar en konur og gamlir karlar frekar en ungir. Það er vegna þess að með aldrinum slaknar á vöðvum líkamans. Svo er þyngra fólki hættara til að hrjóta en þeim sem eru léttari.
Ýmislegt fleira getur valdið því að fólk hrýtur. Áfengi og sljóvgandi lyf slaka á vöðvunum. Kvef getur valdið fyrirstöðu, ofnæmi og reykingar geta líka valdið hrotum.
En er eitthvað hægt að gera til að losna við þessa óspennandi hliðarverkun svefnsins? Jú, það er víst ýmislegt, en fer að sjálfsögðu eftir ástandi fólks. Þeir sem eru of þungir gætu létt sig um nokkur kíló, það getur verið gott að sofa á hliðinni til að tungan renni ekki aftur í kok - þar kemur þyngdaraflið til sögunnar - svo er líka hægt að prófa að sofa með hátt undir höfðinu, þeir sem eru með stíflað nef geta úðað nefúða í nasirnar og losað þannig um stíflu og svo getur verið gott að sleppa því að drekka áfengi eða taka inn sljóvgandi lyf. Að maður tali ekki um reykingar, sem allir eiga auðvitað að hætta hvort sem er. Hér er vitaskuld ekki átt við þá sem glíma við kæfisvefn, sem þarfnast læknisfræðilegrar meðferðar af allt öðru tagi.
Svo er náttúrulega hægt að stinga bara töppum í eyrun á þeim sem deila með manni rúmi eða herbergi. Góða nótt.
innsett: F.S.
Meginflokkur: Greinar um kæfisvefn og fl. | Aukaflokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 03:06 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
31 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.