Mánudagur, 24. október 2011
Það þarf alltaf að vera að "vakta" aðgerðir stjórnvalda gagnvart öryrkjum.
Þetta er ekki ný umræða. Aftur og aftur eru skipaðar nefndir til að skoða þessi mál, með það að markmiði að einfalda kerfið en samt tryggja afkomu öryrkja. Gallinn við þetta allt er að þetta má ekki kosta neitt. Þetta var líka svona fyrir bankahrun svo að þetta er ekki hruninu að kenna. Samt hefur ímislegt mjakast áleiðis en alltaf eru stjórnvöld að líta í baksýnisspegilinn og skoða hvernig hægt sé að lækka kostnaðinn.
19. ágúst 2009 sendi aðalstjórn ÖBÍ frá sér umsögn um skírslu nefndar um breytingar á lífeyriskerfinu: Nýskipan almannatrygginga
Þar segir ÖBÍ m.a.
"Að lokum vill ÖBÍ leggja áherslu á nokkur atriði sem skipta máli við einföldunina:
Aldurstengd örorka.
Bótaflokkurinn aldurstengd örorka er afar mikilvægur bótaflokkur fyrir þá sem fæðast eða fatlast snemma á lífsleiðinni og hafa ekki náð að vinna sér inn réttindi í lífeyrissjóðum. Þennan hóp verður að passa sérstaklega í nýju almannatryggingakerfi. Það má með mörgum rökum halda því fram að fyrrgreindur hópur eigi að fá hærri greiðslur úr almannatryggingum en aðrir vegna stöðu sinnar. Þetta kemur fram í skýrslunni en við viljum leggja sérstaka áherslu á það. ÖBÍ leggur jafnframt áherslu á að aldurstengd örorka skerðist ekki vegna tekna og haldi áfram eftir 67 ára aldur."
Af sama tilefni kom 31. ágúst 2009 frá Þroskahjálp:
"Aldurstengd uppbót á lífeyri.
Landssamtökin Þroskahjálp vilja standa sérstaklega vörð um þennan bótaflokk þar sem margir af skjólstæðingum samtakanna hafa búið við fötlun frá fæðingu. Tilkoma þessa bótaflokks var mikið réttlætismál á sínum tíma og tilraun til að jafna ævikjör. Til að svo geti orðið þarf aldurstengda uppbótin að koma sem viðbót við lágmarksframfærslu. Með tilkomu hærra frítekjumarks vegna lífeyristekna er ennþá meira réttlæti í aldurstengdri uppbót sem kemur þeim mest til góða sem hafa litlar sem engar greiðslur úr lífeyrissjóðum".
Það er ekki langt síðan þessi samtök voru að álykta um þetta og fleyra.
Enn er full ástæða til að "vakta" skerðingarhugmyndir stjórnvalda.
Vf: F.S.
Breyta aldurstengdri örorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
348 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.