Samspil bóta frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum

7.3.2012

Að gefnu tilefni er vakin athygli á að óþarft er að tilgreina sérstaklega í skattframtali bætur frá Tryggingastofnun sem hafa ekki áhrif á örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum frá 1. janúar 2011. 

Eftirfarandi greiðslur frá Tryggingastofnun eru sérstaklega tilgreindar við staðgreiðsluskil: 

  • Sérstök uppbót til framfærslu (það sem vantar upp á lágmarksgreiðslur).
  • Dánarbætur
  • Uppbætur á lífeyri
  • Uppbætur vegna reksturs bifreiðar
  • Mæðra- og feðralaun
  • Maka- og umönnunarbætur

 Með þessum hætti er lífeyrissjóðum gert kleift að taka ekki ofangreindar greiðslur með sem tekjur lífeyrisþega. Þannig hafa þær ekki áhrif á lífeyrissjóðstekjur til lækkunar. 

Vinnulagi þessu var komið á í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega, 3. des. 2010. Lesa um yfirlýsinguna á vef velferðarráðuneytisins (Opnast í nýjum vafraglugga).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband