Laugardagur, 17. mars 2012
Hverjir eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum?
Sérstakar húsaleigubætur
Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja.
Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga.
Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubætur
Það er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur.
Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflega
Í langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi eðlilega.
Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð
Það sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta.
Sveitarfélögin bera ábyrgð
Sveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur.
innfært FS
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bendi á umfjöllun um málið á:
http://www.obi.is/utgafa/urskurdir-og-alit/
Frímann Sigurnýasson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.