Laugardagur, 12. maí 2012
Bættu svefninn og kynlífið
AF: http://www.dv.is/mobile/lifsstill/2011/4/29/baettu-svefninn-og-kynlifid/
23:07 29. apríl 2011
Þið hjónin gantist kannski með hvað hitt hrýtur mikið á nóttunni en hugsanlega er þetta ekkert gamanmál og jafnvel kemur það niður á kynlífinu án þess að neinn geri sér það ljóst.
Ef marka má nýlega rannsókn á svefnvandamálum og afleiðingum þess staðfesta 61 prósent fullorðinna að svefnvandinn komi beint niður á kynlífinu. Vandinn stafar ekki einungis af því að fólk fær ekki nægan svefn og er þar með of þreytt til að stunda kynlíf heldur geta kæfisvefn og hrotur einnig haft sínar afleiðingar.
Í þýskri rannsókn sem gerð var árið 2009 kom fram að 69 prósent þeirra sem þjást af kæfisvefni eiga einnig við alvarleg kynlífsvandamál að etja. Þar má telja vandamál með reisn, erfiðleika við að kalla fram fullnægingu og almenna ófullnægju með kynferðislega ánægju.
Þetta er meðal annars talið orsakast af súrefnisskorti en fái líkaminn ekki það súrefni sem hann þarfnast er hætt við að framleiðsla á nitric oxide (efni sem er karlmönnum nauðsynlegt til að öðlast og halda reisn) falli niður í lágmark.
HROTUR
Fólk sem hrýtur er tvisvar sinnum líklegra en það sem ekki hrýtur til að vera ósátt við kynlíf sitt. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var af Mayo Clinic í Rochester í Minnesota sýna að hroturnar skapa fjarlægð í samböndum, bæði líkamlega, andlega og bókstaflega þar sem fólk endar oft á að sofa hvort í sínu herberginu til að þurfa ekki að vakna við hroturnar í makanum.
Hvað er til ráða?
Ef fólk tekur málin í sínar hendur eru oftast lausnir og ráð á reiðum höndum. Til dæmis er hægt að láta greina svefnvandann og þá getur lausnin verið svo einföld að ekki þarf annað en að skipta um stellingu og sofa þá ýmist á hlið eða baki, með minna eða meira undir höfðinu. Sumir gætu þurft að fá súrefniskút í svefnherbergið og öðrum gæti gagnast að fara í einfalda aðgerð sem opnar nasirnar.
Lykilatriðið er að vera á verði og leita lausna: Ef makinn segir að þú hrjótir á nóttunni og þú færð átta stunda svefn á en ert þrátt fyrir það þreytt/ur allan daginn þá er mál að leita til læknis og láta kanna ástandið
Innsett: F.S.
Meginflokkur: Greinar um kæfisvefn og fl. | Aukaflokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.