Föstudagur, 17. ágúst 2012
Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands16. ágúst 2012
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Alþingi Íslendinga að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar.Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars 2007 og eftir eitt ár var ljóst hverju þyrfti að breyta til að hægt væri að fullgilda hann. Með því að lögfesta hann strax líkt og gert var við Mannréttindasáttmála Evrópu tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun. Samningurinn kveður ekki á um nein ný réttindi, heldur skýrir hann hvernig þessi ákveðni hópur geti einnig notið almennra mannréttinda.Greinargerð með ályktun:Stjórnvöld hafa nú haft rúm 5 ár til að innleiða samninginn án sýnilegs árangurs. Þegar árið 2008 var skipaður starfshópur í velferðarráðuneytinu um hvernig best væri að standa að fullgildingu samningsins og skilaði hópurinn af sér ári síðar. Þokast hefur í rétta átt en enn vantar lögfestingu samningsins og endurskoðun á þýðingu hans.Mikilvægt er því að endurskoða strax þýðingu þá sem gerð var og er í notkun, þar sem bæði er um að ræða hreinar rangfærslur og misskilning á hugtakinu fötlun.
Innsett:F.S.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.