Miðvikudagur, 5. september 2012
Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ
Ég vil benda á þessa herferð ÖBÍ. ÖBÍ er að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja og hefur þar verið í varnarbaráttu undanfarin ár.
Fjölmiðlaátak er eitt af mörgu sem gert er undir merkjum ÖBÍ en daglega er verið að aðstaða öryrkja við að ... gæta réttar síns og slík vinna er yfirleitt ekki á síðum fjölmiðla.
Hér kemur fram ýmislegt af því sem gert hefur verið og í dag eru fleyri einstaklingsmál og baráttumál allra öryrkja í vinnslu hjá ÖBÍ.
Í hópi starfsmanna ÖBÍ er mikið af reyndu og góðu fólki sem í krafti þekkingar sinnar nær að vinna að réttindamálum öryrkja og það eru margir sem hafa notið góðs af því starfi.
ÖBÍ átti fulltrúa í nefnd Velferðarráðuneytisins um endurskoðun á Lögum um Almannatryggingar. Fulltrúar ráðuneytisins reyndu að kaffæra starf nefndarinnar í útreykningum á hvernig væri hægt að færa á milli öryrkjahópa en "úrbæturnar" máttu ekki kosta krónu. Eintómar NÚLL-LAUSNIR.
Það átti ekki einusinni að bæta skerðingarnar frá 2008 til dagsins í dag.
Það hafði engan tilgang að taka þátt í svona starfi.
Innan ÖBÍ er enn verið að skoða Lög um almannatryggingar og það mun skila sér ÞEGAR VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ VERÐUR TIL Í AÐ VINNA AÐ ÞESSARI ENDURSKOÐUN AF HEILUM HUG.
Öryrkjar eru búnir að fá upp í kok af öllu bulli stjórnvalda um að tryggja kjör öryrkja og láglaunafólks. þAR FYLGIR EKKI FRAMKVÆMT ORÐAFLAUMI.
Það gleymist yfirleitt, þegar verið er að ræða um bætur öryrkja að flestir þeirra voru vinnandi menn áður en þeir urðu öryrkjar. Þá voru þeir á mjög mismunandi launum og einhverjir voru hátekjumenn. Komnir á örorkubætur þá eru þeir allir á sömu lágmarkslaununum og alltaf miðaðir við laun fólks á LÆGSTU TEXTUM, þ.e. þriggja mánaða byrjunartextum verkalýðsfélaga.
Af hverju er aldrey horft á fyrri laun öryrkja og hvaða kjaraskerðingu örorkan hefur haft í för með sér fyrir viðkomandi einstakling ? Ekki má heldur gleyma því hvað örorka móður eða föður hefur oft mikil áhrif á lífsgæði barna þeirra og oft skertum möguleikum barnanna til náms.
Öryrki sem er langtímavistaður á stofnun er raunvrulega sviptur mannlegri reysn og réttindum.
Þetta fólk missir allar TR-bætur nema að það GETUR ÁTT MÖGULEGA Á VASAPENINGUM samkvæmt ákvörðun TR.
"Ef viðkomandi er með lágar eða engar tekjur þá getur hann átt rétt á vasapeningum frá Tryggingastofnun".
"Fullir vasapeningar eru 46.873 kr. á mánuði" og "65% af tekjum koma til lækkunar á vasapeningum".
Slíkur einstaklingur getur ekki staðið við lögbundna þátttöku sína í framfærslu barna og maka. Hvað þá afborganir af íbúð fjölskyldunnar, sem fjölskylda hans býr í, þó svo að öryrkinn sé langtímavistaður á stofnun.
Þetta getur t. d. átt við um einstakling sem hefur fengið heilabilun, Alzheimer, heilablóðfall með heilaskemd eða lömun, og marga aðra.
VARÚÐ... fjármagnstekjur maka geta skert vasapeninga því að helmingur fjármagnstekna maka teljast tekjur öryrkjans þrátt fyrir að kaupmáli tryggi einka eignarétt makans á því sem skapar fjármagnstekjurnar.
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, eða hvað ?
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ
ÖBÍ leggur nú í ímyndarherferð sem ýtt var úr vör í dag 3. september.
Undanfarnar vikur hefur Kjarahópur ÖBÍ unnið með Hvíta húsinu að gerð ímyndarherferðar sem sett er í loftið í dag í formi auglýsingaborða. Á eftir fylgja svo auglýsingar í blöðum útvarpi og sjónvarpi langt fram í september mánuð.
Nokkrar greinar munu einnig birtast í blöðum næstu daga.
Fylgist með greinum sem birtast í fjölmiðulum á komandi vikum Þær verða einnig birtar á heimasíðu ÖBÍ.
Efni á heimasíðu ÖBÍ sem tengist ímyndarherferðinni
Greinar starfsmanna ÖBÍ og kjarahóps
Tekjur fyrir lífstíð. Grein Hilmars Guðmundssonar. 4.7.2012
Kjör öryrkja og neysluviðmið velferðarráðuneytisins. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ.
Hvað varð um frekari uppbætur á lífeyrir? 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ
Söluhagnaður getur haft neikvæð áhrif. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ
Landamærahindranir örorkulífeyrisþega. 1. Tbl. Vefrits ÖBÍ
Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna. Grein Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ og Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur í Fréttabl. 8.5.2012.
Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni (Opnast í nýjum vafraglugga) 1. maí. 30.4.2012.
Vandamál öryrkja á Norðurlöndum. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ í Fréttablaðinu 21.4.2012.
Verja stjórnvöld kjör lífeyrisþega? Grein Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi og Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍí Fréttablaðinu 5.12.2011.
Fjárlögin 2012 og bætur almannatrygginga: Er breytinga að vænta? Grein Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ í Fréttablaðinu 2.12.2011.
Framfærsla öryrkja og fjárlagafrumvarpið. (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.
Það er ekki hægt að mismuna fólki svona? (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.
Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.
Aðsókn í ráðgjafaþjónustu ÖBÍ eykst á tímum fjárhagsþrenginga. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.
Uppbót vegna reksturs bifreiða í engu samræmi við rekstrarkostnað (Opnast í nýjum vafraglugga) 12.4.2011. Birtist í Fréttablaðinu
Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld. Birtist í Fréttablaðinu 20.4.2011.
Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. (Opnast í nýjum vafraglugga) 17.3.2011.
Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um kjör öryrkja. Birist í Morgunblaðinu 9.2.2011.
Fréttir á heimasíðu ÖBÍ (kynning á úrskurðum, ýmis umfjöllun)
Rýrnun ráðstöfunartekna 27% 4.5.2012 -
Átt þú rétt á bótum aftur í tímann? 3.7.2012
Öryrki heima og heiman. 2.7.2012
Áhrif fjármagnstekna á lífeyri. 4.6.2012
Skerða séreignalífeyrisgreiðslur bætur örorkulífeyrisþega? 29.2.2012.
Bókun 13. janúar rædd á aðalstjórnarfundi ÖBÍ. (Opnast í nýjum vafraglugga) 24.1.2012.
Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? 30.11.2011. Opið bréf formanns ÖBÍ til alþingismanna.
Bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við kjarasaminga og 69. gr. laga almannatrygginga 24.11.2011.
Af hverju verður fólk öryrkjar? (Opnast í nýjum vafraglugga) 3.1.2011.
Tilvísanir í og umfjöllun um fréttir í fjölmiðlum eða á öðrum heimasíðum:
Uppfærð neysluviðmið fyrir íslensk heimili. 3.7.2012.
Breytt verklag TR vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum vegna barna. 26.6.2012.
Öryrkjar vilja leiðréttingu. 15.6.2012.
Velferðarráðherra harmar en sjúklingar skulu greiða 14.5.2012.
Samningslausir sérfræðilæknar 10.5.2012.
Skammast sín fyrir fátæktina: Viðtal við Guðmund Magnússon 9.5.2012.
Samskiptamáti TR óþolandi. 30.4.2012.
Landamærahindranir öryrkja. 18.4.2012.
Ferðafrelsi - lífsgæði - sjálfsögð réttindi. Viðtal við Grétar Pétur á Rás 2, 13.4.2012.
ÖBÍ kallar eftir uppfærðu neysluviðmiði. 11.4.2012.
Uppfyllir ekki búsetuskilyrði og fær skertar örorkubætur. 11.4.2012.
Fólk frestar för til læknis vegna fjárskorts 6.3.2012.
Álögur sjúklinga hækka vegna komu- og umsýslugjalds. 5.3.2012.
Stækkandi hópur fær uppbót til framfærslu. (Opnast í nýjum vafraglugga) Viðtal við Guðmund Magnússon 24.2.2012 á RÚV.
Aldurstengd örorkuuppbót er í dag ónýtur bótaflokkur. Viðtal við Guðmund Magnússon 23.2.2012 á RÚV.
Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur þyrfti að vera 70 til 80 þúsund. Viðtal við Stefán Ólafsson á RÚV. 22.2.2012.
Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi. (Opnast í nýjum vafraglugga) 21.2.2012.
Tekjur lífeyrisþega að lækka. 15.2.2012. Frétt á mbl.
Rannsóknir á aðstæðum og kjörum öryrkja og fatlaðra
Mannréttindi í þrengingum (Opnast í nýjum vafraglugga), áhugaverð bók. 25.8.2011.
Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. (PDF skjal) Helstu niðurstöðu rannsóknar. Grein Rannveigar Traustadóttur í afmælisriti ÖBÍ. Maí 2011.
Ályktanir aðalstjórnar ÖBÍ um kjaramál
INNSETT: Frímann Sigurnýasson
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.