Opið hús SÍBS alla Mánudaga.

 

 Ég kíkti við í Síðumúla 6 á „Opið hús SÍBS“ sem er alla Mánudaga frá kl 16 og þar til fólk fer. 
Þarna er ekki flókin dagskrá.  Kaffibolli, og kaka eða kex, skemtilegt fólk til að spjalla við og það besta „maður er manns gaman“.  Allt ókeypis.
Stundum er rætt um eitthvað tengt SÍBS eða ÖBÍ, skrítnar fréttir í fjölmiðlum eða hvað sem fólki langar til að tala um.

Í dag horfðum við á videó um býflugnarækt og fræddumst um býflugnarækt eins viðstaddra.  Allt utan skipulagðrar dagskrár. 
Einhverntíma var brugðið upp ljósmyndasýningu af myndum úr íslenskri náttúru.  Enn er þar Þyngvallamynd þar uppihangandi.
Samverustund með góðu fólki er góð tilbreyting fyrir okkur öll og fleyri mættu kíkja við og njóta þessa.

Félag Lungnasjúklinga kom þessu af stað en nú er þetta fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga SÍBS og gesti þeirra.  Meira að segja ég er velkominn.  Það segir margt um félagsandann og umburðarlyndið þarna.
Vonandi mæta sem flestir framvegis.


F.S.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband