Fundur ÖBÍ með framboðum til Alþingis.

 

Fá allir að sitja við sama borð?

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hver er afstaða framboða til Alþingis?

 

Hilton Reykjavík Nordica, A salur

 miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) býður til opins fundar með fulltrúum framboða til Alþingiskosninga í apríl 2013.  Rætt verður um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem mannréttindasáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.

 

Framsöguerindi

Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ

Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ

 

Fulltrúar framboða á landsvísu sitja fyrir svörum frá

Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands

Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar

Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands

 

 

Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson

 

Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar

 

Táknmáls- og rittúlkun í boði

 

Allir velkomnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband