Forvarnir eru framtíðin.

Innlent | mbl | 25.5.2013 | 14:20

Margir vilja láta mæla gildi sín

Fjölmargir hafa lagt leið sína í SÍBS-húsið til að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og ...
stækka

Fjölmargir hafa lagt leið sína í SÍBS-húsið til að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og önnur gildi. mbl.is/Kristinn

Segja má að fullt sé út úr dyrum í SÍBS-húsinu í Síðumúla þar sem Hjartaheill býður í dag ókeypis mælingar á blóðþrýstingi og öðrum gildum. Sökum þess er nokkur bið eftir mælingum en létt er yfir fólki, að sögn fréttaritara mbl.is á staðnum. Áfram verður boðið upp á mælingar á morgun.

Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum þeim sem ekki þekkja gildin sín að koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu Síðumúla 6. Hjúkrunarfræðinemar í Háskóla Íslands munu framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.

 „Hjarta og æðasjúkdómar eru ein algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á vesturlöndum" segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS á vefsvæði Hjartaheilla og bætir við. „Lífstílssjúkdómar eru þegar orðnir heilsufarsvandi númer eitt. En þeir eiga það sameiginlegt að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði, hreyfingu og öðrum lífsstílsbreytingum. Ég hvet alla sem eru á eða komnir að miðjum aldri til þess að koma og fá að vita hver staðan er hjá þeim. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, það getur beinlínis verið lífsnauðsynlegt."

Opið er frá kl. 11 - 15 laugardag og sunnudag.

Allar nánari upplýsingar má finna á sibs.is og á hjartaheill.is.

Innsett: F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband