Þriðjudagur, 29. október 2013
Stofnuð verða Hollvinasamtök Reykjalundar
Umfjöllun á Bylgjunni: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP21713
Að undanförnu hefur komið saman hópur fólks, m.a. þeir sem notið hafa endurhæfingar á Reykjalundi og aðrir velunnarar með hlýjar taugar til starfseminnar undir Helgafelli, til að undirbúa stofnun hollvinasamtaka Reykjalundar.
Búið er að mynda undirbúningsstjórn en samtökin verða stofnuð formlega á hátíðarfundi að Reykjalundi laugardaginn 2. nóvember. Félagar úr Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna eru upphaflegir hvatamenn að stofnun hollvinasamtakanna.
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands, er í eigu SÍBS og tók til starfa árið 1945. Þar vinna um 200 manns í 160 stöðugildum og árlega njóta um 1.200 sjúklingar þar endurhæfingar í fjórar til átta vikur í senn. Á göngudeild Reykjalundar koma fjögur til fimm þúsund manns á hverju ári, alls staðar að af landinu. Meginhlutverk hollvinasamtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar með fjáröflun og fjárstuðningi frá öðrum aðilum sem vilja leggja starfseminni lið.
Vantar aukið fjármagn
Enda þótt ætíð hafi verið lögð á það rík áhersla að viðhalda eignum Reykjalundar með reglulegu viðhaldi og fjárfestingum bíða engu að síður brýn viðhaldsverkefni úrlausnar sem ekki hefur tekist að ráðast í vegna fjárskorts. Þar á meðal er endurnýjun á þökum og gluggum vegna lekavandamála, endurnýjun vatns- og skolplagna auk endurnýjunar á endurhæfingar- og lækningatækjum og ýmsum tölvubúnaði. Fjárveitingar hafa verið skornar niður um 20%, eða um 300 milljónir króna. Hefur verkefnalistinn því lengst sem því nemur. Yfir 200 milljónir króna kostar nú að ráðast í þau viðhaldsverkefni sem nú teljast brýn. Ekki síst af þessum þessum ástæðum leitum við til alls almennings um þátttöku í væntanlegum hollvinasamtökum.
Meðalaldur sjúklinga aðeins 50 ár
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands og hún þjónar landsmönnum öllum. Á Reykjalundi hafa þúsundir veikra einstaklinga náð heilsu sinni á ný eftir áföll af ýmsu tagi. Meðalaldur sjúklinga er einungis um fimmtíu ár og má því ljóst vera hversu mikilvægu samfélagshlutverki stofnunin gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að einstaklingar komast aftur út á vinnumarkaðinn. Margir Sunnlendingar eru þar á meðal, sem náð hafa heilsu sinni á ný eftir dvöl á Reykjalundi.
Sem flestir séu með
Það er von okkar sem stöndum að undirbúningi þessa brýna hagsmunamáls að sem flestir landsmenn, hvar sem er á landinu, gangi til liðs við Hollvinasamtök Reykjalundar. Samtakamáttur margra getur lyft grettistaki eins og dæmin sanna. Í þeim efnum hafa Íslendingar oft sýnt mátt sinn.
Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar
Í undirbúningsstjórn eru:
Haukur Fossberg Leósson framkvæmdastjóri
Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS
Auður Ólafsdóttir, varaformaður SÍBS
Ásbjörn Einarsson verkfræðingur
Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður
Jón Ágústsson skipstjóri
Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona
Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri
Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.