Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Óeðlileg skerðing lífeyrisgreiðslna
http://www.obi.is/frettabref/frett/nr/1568 4.4.2014 Samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða er útiUm síðustu áramót rann úr gildi samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða (LL) frá 30. desember 2010 sem miðaði að því að koma í veg fyrir víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyris lífeyrissjóða[1]. Samkomulagið tók gildi 1. janúar 2011 og gekk í meginatriðum út á að lífeyrissjóðirnar skerði ekki greiðslur til sjóðsfélaga vegna almennra hækkana bóta almannatrygginga og öfugt. Með þessu þá lækka bætur almannatrygginga ekki þrátt fyrir almennar hækkanir lífeyrissjóðanna. Ástæður fyrir gerð samkomulagsinsFrá 2006 til 2011 fækkaði umtalsvert í hópi örorkulífeyrisþega með bætur frá TR sem einnig voru með lífeyrissjóðsgreiðslur. Til að átta okkur á því hvernig víxlverkunin er tilkomin þarf að skoða áhrif tekna við útreikning lífeyrissjóðanna á örorkulífeyri. Lífeyrissjóðum ber að greiða öryrkjum lífeyri vegna tekjutaps. Tekið er mið af áunnum réttindum við útreikninginn. Reiknaðar eru út viðmiðunartekjur hvers og eins sem taka mið af meðallaunatekjum síðustu ára fyrir örorkumat. Samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna mega tekjurnar ekki vera hærri en útreiknaðar viðmiðunartekjur. Árið 2006 var bætt inn í samþykktir margra lífeyrissjóða að taka skyldi í útreikninginn lífeyris- og bótagreiðslur frá almannatryggingum. Fram að því höfðu bætur almannatrygginga ekki áhrif á örorkugreiðslur lífeyrissjóðanna. Breytingin kom til framkvæmda árið 2007 hjá lífeyrissjóðum sem eiga aðild að Greiðslustofu lífeyrissjóða. Afleiðing þess var að greiðslur almennra lífeyrissjóða til fjölda öryrkja lækkuðu eða féllu niður á árunum 2007 til 2010.[2] Lífeyrissjóðirnir bentu sjóðsfélögum sínum á að hafa samband við Tryggingastofnun, þar sem lægri örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði gat leitt til þess að almannatryggingar bættu lækkunina að hluta. Það leiddi til þess að örorkulífeyrinn var skertur enn frekar við næstu reglulegu tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Að auki eru lífeyrissjóðstekjur tekjutengdar við bætur almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Víxlverkun örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefur bitnað harðast á þeim sem voru með lágar lífeyrissjóðstekjur og/eða uppbótargreiðslur vegna mikils kostnaðar sem hlýst af fötlun eða sjúkdómi. Hvaða þýðingu hefur samkomulagið?Samkomulaginu við LL var ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi víxlverkun á milli bóta almannatryggingakerfis og lífeyrissjóðsgreiðslukerfis, þ.e. að almennar hækkanir í öðru kerfinu myndu ekki leiða til lækkunar í hinu kerfinu. Á þeim tíma sem samkomulagið var í gildi átti að finna lausn til framtíðar. Framhald samkomulagsins er til skoðunar hjá velferðarráðuneytinu. Því miður hefur ÖBÍ enn ekki fengið nein formleg viðbrögð við fyrirspurn þess efnis hvort samkomulagið verði framlengt með einhverjum hætti eða hvort sett verði lög sem sporna gegn því að slík víxlverkun geti átt sér stað. Í bréfi formanns ÖBÍ til félags- og húsnæðismálaráðherra dags. 2. desember 2013, er hnykkt á mikilvægi þessa samkomulags og bent er á þá ríku hagsmuni sem varða þann hóp örorkulífeyrisþega sem samkomulagið hefur varið fyrir skerðingum. Stjórnvöld eru hvött til þess að ganga að samningaborðinu með LL til endurnýjunar samkomulagsins á meðan unnið er að varanlegri lausn. Samkomulag eða lög um lífeyrissjóðiAð öllu óbreyttu þ.e. ef samkomulagið verður ekki framlengt eða ekki gripið til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir víxlverkun, mun hún fara af stað að nýju. Lífeyrissjóðirnir framkvæma tekjuathugun á þriggja mánaða fresti. Næsta tekjuathugun verður í maí nk. Þá er hætta á að sjóðsfélagar fái tilkynningu um breytingar til lækkunar á lífeyrisgreiðslum. Áhrif á greiðslur almannatrygginga kæmu ekki í ljós fyrr en sumarið 2015 eða þegar árið 2014 hefur verið gert upp. Því er mjög mikilvægt að óvissu um næstu örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna verði aflétt sem allra fyrst. Samfélagslega er einnig mjög mikilvægt að jafnvægi sé haldið á milli þessara meginstoða lífeyristrygginga landsmanna á meðan unnið er að varanlegri lausn. Landsmönnum er samkvæmt lögum skylt að greiða í lífeyrissjóði enda eru þeir ein af grunnstoðum samfélagsins. Viljum við ekki að þær greiðslur sem við höfum innt af hendi til lífeyrissjóðanna komi okkur að gagni hvort sem við verðum örorku- eða ellilífeyrisþegar. Fyrir hvern erum við að greiða í lífeyrissjóðinn? Þess ber að geta að ríkið greiðir svokallaða örorkubyrði til lífeyrissjóðanna sem er ákveðið hlutfall af tryggingagjaldi. Því má ætla að lífeyrissjóðirnir eigi einnig að standa vörð um velferð sjóðsfélaga sinna hvort sem þeir verði elli- eða örorkulífeyrisþegar. ÖBÍ hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um örorkulífeyrisþega þannig þeir tapi ekki lífeyrissjóðstekjum, að hluta eða öllu leyti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍ
[1] http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32525 (Opnast í nýjum vafraglugga): Samkomulag varðandi víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega. [2] ÖBÍ höfðaði prófmál fyrir hönd sjóðsfélaga sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi vannst varnarsigur í málinu, en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð í málinu. Lífeyrissjóðsmálinu var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem vísaði málinu frá í maí 2011.
Innsett: F.S. |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
42 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 30254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.