Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Valgeir Matthias Pálsson berst fyrir réttindum öryrkja og vill svör.
Valgeir Matthías Pálsson
April 6 at 5:14pm
Vegna neyðar ástands í málefnum öryrkja settist ég niður og ritaði eftirfarandi aðilum þetta bréf sem birt er hér að neðan.
Ég bað um það að bréfi mínu yrði svarað fyrir föstudaginn 11.apríl 2014!
---
Bréf sent á eftirfarandi aðila:
Ellen Calmon (formann ÖBÍ)
Lilju Þorgeirsdóttir (framkv.st. ÖBÍ)
Hannes Inga Guðmundsson (lögfræðing ÖBÍ)
---
Sigmund Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra)
Bjarna Benediktsson (fjármálaráðherra)
Eygló Harðardóttur (félags og húsnæðismálaráðerra)
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (form. velferðarnefndar Alþingis)
---
Sælt veri fólkið.
Ég ákvað að setjast niður og skrifa ykkur örstutt bréf vegna stöðu og málefni öryrkja á Íslandi í dag. Árið 2014 er bráðum hálfnað og ríkisstjórn Íslands verður brátt eins árs ef áfram heldur sem horfir.
Mér finnst svo ég byrji að opna umræðuna hér að málefni öryrkja og aldraðra hafi lítið verið í umræðunni upp á síðkastið. Mér finnst lítið hafa heyrst frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) varðandi mál sem líta að öryrkjum á Íslandi á síðustu mánuðum.
Ég og reyndar margir aðrir vissu mæta vel að málefni öryrkja yrðu ekki ofarlega uppi á pallaborðinu hjá þeirri ríkisstjórn sem tók við fyrir ári síðan. Það vissu menn. En mér finnst núna vera komin tími á aðgerðir af hálfu Öryrkjabandalgs Íslands og sérsambanda þess ásamt ríkisstjórnar íslands. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Mælirinn er orðin fullur og það fyrir mörgum árum síðan.
Nú er svo komið að ég og margir fleiri lítum á það sem okkar neyðar brauð að fara með málefni er lúta að framfærslu öryrkja á Íslandi til Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnvel Alþjóða glæpa dómstólsins. Hvert er álit ÖBÍ og sérsambanda þess á þessum málum? ÖBÍ hefur höfðað fleiri mál fyrir dómstólum hér heima en þau hafa í raun og veru öll tapast. Ef ég veit rétt. Það hafa kannski unnist nokkur léttvægari mál en þau hafa ekki skipt sköpum fyrir heildar mynd mála.
Mig langar að vita eitt. Eru einhver dómsmál er lúta að öryrkjum á Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu nú um þessar mundir? Eru einhver mál fyrir dómstólum á Íslandi nú um þessar mundir er snúa að framfærslu öryrkja á Íslandi.
Mælir öryrkja á Íslandi er orðin algjörlega fullur. Hér sveltur fólk og fólk á ekki ofan í sig og á þegar t.d. 2-3 vikur eru eftir af hverjum einasta almanaks mánuði ársins. Það er slæmt og óréttlátt og það er í raun og veru mannréttindabrot.
Mannréttindabrot segi ég vegna þess að öllum skal tryggð mannsæmandi framfærsla í stjórnarskrá. Það eru víða framin mannréttindabrot á Öryrkjum á Íslandi. Það er mál að linni. Nú þarf að fara að bretta upp ermar og fara að vinna í málunum.
Ef að Öryrkjabandalag Íslands og Alþingi Íslendinga treystir sér ekki í þessi mál að þá vil ég sem öryrkji og mikill og harður talsmaður þess að hér verði bætur hækkaðar til samræmis við það sem gerist í öðrum nágranna löndum okkar, vita það. Það gengur ekki að láta þessi mál leika á reiðanum mikið lengur.
Það eru öryrkjar hér sem svelta part úr hverjum einasta mánuði ársins og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að þannig á ekki að koma fram við þegna þessa lands. Mannréttindi eru ekki virt á Íslandi.
Þið verðið að athuga það ágæta starfsfólk (nota þetta yfir ykkur öll í þessu bréfi) að við öryrkjar erum líka fólk, alveg eins og þið hin. Við eigum okkar væntingar og þrár. En við getum aldrei leyft okkur neitt í hinu daglega lífi vegna þess að endar okkar ná ekki saman.
Sem sagt.
1. Hver er afstaða ÖBÍ vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna framfærslu öryrkja á Íslandi?
2. Ætlar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að beita sér í málefnum öryrkja á komandi mánuðum? Heiðarleg svör óskast!
3. Munu öll málefni er snúa að öryrkjum og öldruðum verða endurskoðuð á komandi vikum og mánuðum eða verðum við svelt endalaust?
Þið áttið ykkur kannski ekki á því en hér á landi fremja margir öryrkjar sjálfsvíg vegna þess að þeir ná ekki endum saman. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá!
Með vinsemd og virðingu.
Valgeir Matthías Pálsson
Hs: 5177661 og Gsm: 7706690
Innsett: F.S.
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
350 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.