45 samtök mótmæla niðurskurði til LSH

 http://www.ruv.is/frett/44-samtok-motmaela-nidurskurdi-til-lsh

Fyrst birt: 23.10.2014 10:06, Síðast uppfært: 23.10.2014 11:37 Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.

Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.

Fulltrúar 44 samtaka mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um.

Í ályktun samtakanna segir að niðurskurður samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kunni að valda „ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu."

Þá segir: „Til að Ísland geti talist velferðarríki verður heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa á Norðurlöndum." Skorað er á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að breyta fjárlagafrumvarpinu.

Meðal þeirra samtaka sem skrifa undir álytkunina eru Félag eldri borgara í Reykjavík, Hjartaheill, Krabbameinsfélag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, SÍBS og Öryrkjabandalag Íslands.

Ályktunin í heild. (pdf)

Innsett: F.S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband